Vikan


Vikan - 01.07.1993, Side 34

Vikan - 01.07.1993, Side 34
AÐ HÆTTA AFELLISLEIKNUM Ef þú hefur álasað foreldrum þínum fyrir óhamingju þína, yfirmanninum fyrir að þér leiðist í vinnunni eða kærastanum fyrir vandamál í ástarlífinu er kominn tími til að breyta því. Hér eru tillögur sem stuðla að því að þú losir þig við þennan leiðinlega ávana. uöi finnst lífið hafa far- ið illa með sig. Hún á fáa vini, hefur ekki verið á föstu í meira en ár; er meira aö segja ósátt við móð- ur sína. Eins og ekki væri nóg komiö var nýlega gengið framhjá henni í sambandi við stöðuhækkun. Auður hefur þó skýringu á erfiðleikum sínum - fleiri en eina skýringu. Fólki er illa við hana vegna þess að hún er svo fjári greind, það er ekki hægt að gera móður hennar til hæfis og karlmenn- Z irnir, sem hún kynnist, eru 2; annaðhvort hundleiöinlegir ^ eða kvæntir. Hvað yfirmann- inn varðar er alveg greinilegt 2 að hún ógnar honum. 1=0 Ekki hafa fyrir því aö segja ~ Auði að móðir hennar hafi qí áhyggjur vegna þess að hún '2 sér hana gera sömu mistökin ^ aftur og aftur - eða að karl- >< mönnum finnist hún eins og gaddavír - eöa að hún hafi glutrað niður hverju einasta tækifæri sem yfirmaðurinn veitti henni til að sýna hæfni sína. Sjáið þið til, Auður er álas- ari. Hún trúir því að annað fólk eða jafnvel forlögin eigi sök á því ef henni gengur illa. Þegar hún mætir of seint í vinnuna er það ekki vegna þess að hún svaf yfir sig; nei, það er af því að strætó var að fara þegar hún kom að horn- inu. Þegar hún sólbrann á Spáni var þaö ekki vegna þess að hún veit að hún hefur viðkvæma húð en gleymdi samt að bera á sig sólkrem; nei, það var af því að óson- lagið er farið að hleypa skað- legum geislum i gegn. Auði finnst hún ekki eiga sök á neinu vandamálanna og það er sjálfsblekking sem hún er engan veginn ein um. Mörg okkar leika þennan áfellisleik. „Fólk er ailtaf að áfellast kringumstæðurnar,“ sagði George Bernard Shaw eitt sinn. Mikið rétt. Mörgum okk- ar finnst miklu auðveldara að áfellast aðra en að taka ábyrgð á okkur sjálf. Við beit- um til þess allt frá smávægi- legum afsökunum (það er mánudagsmorgunn) til meiri háttar grundvallarforsendna (ég átti hryllilega æsku). „Ég trúi ekki á kringum- stæður," hélt Shaw áfram. „Fólkið sem kemst áfram í þessum heimi er fólk sem leit- ar uppi þær kringumstæður sem það vill og skapar þær ef það finnur þær ekki.“ Svo mörg voru þau orð. Það sem Shaw var að reyna að segja okkur var að segja skilið við álösunina, fara úr hrundu sambandi, hætta í ófullnægj- andi starfi eða gera hvað það sem nauðsynlegt er til að taka við stjórnínni á okkar eigin lífi. Því miður er það svo að segja þjóðaríþrótt að álasa öðrum. Við lifum í samfélagi sem læt- ur stjórnast af þeirri hug- myndafræði aö einhverjum öörum sé um að kenna. Viö erum í stöðugri leit að blóra- böggli. Þaö er freistandi að skella skuldinni á aðra þegar líf okk- ar gengur ekki eins vel og við vildum, þegar við höfum orðið ástfangnar af röngum manni of oft, of margir „vinir" hafa sært okkur eða vikan hefur hreinlega veriö erfið. Það er erfiöara að líta í eigin barm og aðgæta hvar okkur hefur mis- tekist en ef við gerðum það gætum viö bundið enda á erf- iðleikana. ALGENGUSTU ÁLASANIR ■ Margur reiðir sig á óréttlæti úr barnæsku þegar að því kemur að afsala sér ábyrgð á eigin óhamingju á fullorðinsár- um. Við fæddumst of rík eða of fátæk, fyrst, síðust eða í miðjum systkinahópi; við erum úr þorpi eða stórborg; við fengum erfiðan sjúkdóm. Gleymum ekki vinsælustu uppsprettu álösunar - foreldr- um okkar: „Mamma var svo gagnrýnin að ég þroskaði ekki með mér neitt sjálfstraust." „Ég hefði lært að standa á eigin fótum ef ég hefði ekki verið svona ofverndaður." ■ Sumir óforbetranlegir kvartarar kenna utanaðkom- andi áhrifum um vandamál sín. Þeir nota allt frá því að það sé tölvunni að kenna að þeir gátu ekki skilað ritgerð- inni til þess að þeir séu þung- lyndir vegna þess að þeim var sagt upp eða konan fór frá þeim. Við notum öll þess kon- ar álasanir öðru hverju vegna þess að það er hægt að kom- ast upp með þær. Þó er sá hængur á að þeir sem reiða sig ævinlega á afsakanir læra aldrei að taka ábyrgð á sjálf- um sér. ■ „Vegna þín“ er álíka þekkt viölag í rifrildum milli hjóna og í deilum fullorðinna foreldra og uppkominna barna 34 VIKAN 13. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.