Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 58

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 58
lyapo - indíánar vinna Brasilíuhnetur fyrir Body ita meö kayapo - indíánum. ita meö masaí-fólkinu í Afríku. Ameríku. Á ferðalögum mín- um í þriðja heiminum hafði ég kynnst því að konur notuðu ýmis náttúruleg efni fyrir ilm- krem, andlitsfarða, sápu og hárþvottaefni. Ég notaði þessa þekkingu sem ég hafði óafvitandi aflað mér. Ég vildi setja upp lítið fyrirtæki sem ég gæti rekið sjálf og séð fyrir dætrum mínum og líka haft tíma til að sinna þeim. Við tókum bankalán og ég opnaði fyrstu Body Shop verslunina. Gordon er ein- stakur maður, það sem mig vantar í fyrirtækjarekstri hefur hann og það sem hann vantar hef ég. Þannig vinnum við einstaklega vel saman. Fyrir ferðina reiknaöi Gordon út að ég þyrfti að hafa þrjú hundruð pund í umsetningu í veltu á viku til að fyrirtækið gæti gengið. Gangi það ekki upp skaltu hætta við búðina, pakka saman öllum okkar eig- um og koma til mín í Perú, sagði hann. Til þess kom þó ekki. Frá upphafi rak ég verslun- ina af eins mikilli hagsýni og móðir mín haföi rekið heimili okkar í síðari heimsstyrjöld- inni. Ég notaði náttúruleg efni í kremin og endurnýtti allar umbúðir. Ég hvatti viðskipta- vinina til að koma með gömlu umbúðirnar og fá áfyllingu. Til þess að fá fólk til að koma inn í búðina sprautaði ég verslun- ina að utan og gangstéttina með ilmefnum. Þannig spar- aði ég auglýsingakostnað. Verslunin gekk vel frá fyrsta degi og ég opnaði fljótlega næstu búð í Chichester. Ég er sannfærð um að mér hefði ekki tekist að reka verslanirn- ar hefði ég haft einhverja þekkingu á verslun eða fyrir- tækjarekstri. Mín einfalda grundvallarregla var og er heiöar- leiki, vinnusemi og skapandi hugsun. Eftir fimmtán ár í verslunar- bransanum veit ég meira um það hvað verslunar- bransinn er ekki en Ge9n hvaðhann ti,raunum á dýrum er. Verslunarbransinn snýst einfaldlega um kaup og sölu og um að bjóða vöru sem ein- hver vill kaupa. Lykillinn að velgengni er aö vita nákvæm- lega hvernig maður aðgreinir sig frá samkeppnisaðilanum. Sá sem vill setja upp fyrirtæki veröur að gera sér Ijósa mynd í huganum af því í hverju hann er afburða góður. Það er nauðsynlegt að þykja vænt um framleiðsluna og vinnuna í kringum fyrirtækið og sækjast eftir að vera alltaf öðruvísi en aðrir og bjóða upp á annað en samkeppnisaðilarnir hafa. Ég setti upp verslunina vegna þess að ég var oröin hundleið og pirruð á því að geta ekki keypt krem eöa sjampó í hentugum, ódýrum og litlum umbúðum. Ég var pirruð á því að sjá auglýsingar um andlitsfarða þar sem lofað var einhverju sem ekki er hægt aö standa við. Þegar ég verð pirruð út af einhverju í umhverfinu veit ég að níutíu prósent af öðrum konum eru það líka. Það var minn grund- völlur til að setja upp fyrir- tæki.“ mm j /reuseV Wlion you rouso n bottlo, you roduco wnsto by ollnilnntlii|< tlio nood tor now pnckni'lnr!- REFILL You snvo 20|i on ovory bottlo you rotlll nt Tho Body Shop Rofill Bnr. RECYCLE Roturn nny clonn, ompty contnlnors from Tlio Body Shop to us nnd wo wlll rceyclo thom. AÐ VERA ÖÐRUVÍSI „Ég fæ mikið út úr því að gera hlutina öðruvísi en aðrir. Það var til dæmis eins og aö brjóta einhverjar reglur að nota ekki útstillingarglugga verslunar- innar til að sýna framleiðsluna en kynna þess f stað stað- reyndir úr þjóðfélaginu og um- hverfinu, eitthvað sem við fundum verulega til með. Ég er sannfærð um að meö því að nota útstillingargluggana í verslun- um okkar um allan heim hafa milljónir manna og kvenna, sem framhjá hafa farið, farið aö hugsa á annan hátt. í þjóð- félagi þar sem stjórnmála- menn eru ekki lengur til fyrir- myndar og fjölmiðlar gefa ekki rétta mynd af því sem er að gerast í heiminum heillar það mig að geta nýtt verslanirnar til menntunar, fræðslu og upp- lýsinga um umhverfismál og þjóðfélagsleg málefni. Til þess að halda mér niðri á jörðinni og til að kynnast að- stæðum þjóöflokkanna vel ferðast ég meðal frumbyggja í Brasilíu, Nepal og fleiri staða að meðaltali sex mánuði á ári. Fólkið sem ég kynnist á þess- 58 VIKAN 13.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.