Vikan - 01.07.1993, Síða 59
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
um feröalögum mínum gefur
mér mikla sálarró.
Mesta gleði mín í lífinu er
aö gefa. Maður á ekki aö
halda í peningana sína og
safna auði til að liggja á hon-
um. Dætur mínar vita að það
er mikil ábyrgð fólgin í því að
eiga mikið af peningum. Þær
vita líka að þær munu ekki
erfa eina einustu krónu úr
fyrirtækinu. Ég hef kennt þeim
að þær eigi ekki að meta sig
eftir tekjum sínum. Allur minn
auður verður gefinn til skóla
og heimila fyrir hjálparlausa
og munaðarlausa. Ég hef
alltaf vitað að aðgangur að
miklum peningum getur auð-
veldlega eyðilegt líf mann-
eskjunnar. Það er hættulegt
að vera ríkur því maður getur
keypt allt og selt sálu sína. Ég
var á fertugsaldri þegar ég
eignaðist mikla peninga en ég
hélt áfram að lifa einföldu lífi.
Ég fékk stundum samviskubit
yfir öllum þessum peningum
þar til ég áttaði mig á því að
ég hafði þrælað mér út fyrir
fyrirtækið. Ég hafði skapað at-
vinnu fyrir fjölda fólks og alltaf
greitt því góð laun.
Það getur virst einkennilegt
að við skyldum opna Body
Shop verslanir í Mussat_
í Oman
áður en við opnuðum verslun
í New York og við opnuðum
verslun í Reykjavík mörgum
árum áður en við opnuðum
verslun í San Diego. Við höfö-
um opnað um þrjú hundruð
verslanir um allan heim áður
en við fórum með verslun til
Ameríku.
Okkur var sagt að við yrð-
um að haga viðskiptum okkar
að hefðbundnum amerískum
verslunarmáta, sem sagt
þeim sem tíðkast í Ameríku,
öðruvísi gæti verslunin ekki
gengið þar. Þrátt fyrir að allir
sem viö töluðum við ráðlegöu
okkur að auglýsa kom mér
ekki til hugar að borga fyrir
eina einustu auglýsingu til að
kynna verslanirnar í Ameríku.
Það hefur verið markmið hjá
mér að nota ekki eina einustu
krónu í beinar auglýsingar.
Viðskiptablaðið The Wall
Street Journal hafði það eftir
prófessor úr Harvard Busi-
ness School að það þyrfti
meiri háttar auglýsingaherferð
til að kynna Body Shop versl-
anirnar á Ameríkumarkaði. Ég
lék þann mótleik að gefa út
póstkort sem á stóð: „Eg mun
aldrei ráða til mín í vinnu
neinn sem hefur gráðu frá
Harvard Business School.“
Fyrsta Body Shop verslunin
var opnuð í New York í júlí
1988. Þrátt fyrir hrakspár sér-
fræðinga tóku Bandaríkja-
menn betur á móti okkur en
við áttum von á. Fjölmiðlar og
blöð gerðu mun meira fyrir
okkur en nokkur auglýsing
hefði nokkurn tíma getað
gert."
Hvað almenningstengsl
varðar er Anita Rodd-
ick ákveðin í að láta
sig þjóðfélags- og
umhverfismál skipta.
Meðan yfirmenn
annarra stórfyrir-
tækja tala um
frama eða mistök
talar hún um end-
urmenntun, um-
hverfis- og þjóð-
félagsleg tæki-
færi og mann-
legri viðskipta-
hætti. Hún segir
að það sem allir vilji vita en
enginn virðist geta fundið út
sé hvort bein lína sé milli
verðleika fyrirtækis og frama.
Þegar hún er spurð hvernig
hún fari að segir hún:
* í fyrsta lagi verður að vera
cjaman.
* I öðru lagi verður að miðla
ást og umhyggju til starfs-
mannanna.
* í þriðja lagi þarf að fara í öf-
uga átt við alla hina. □
Amnesty
International.
ANDLITSBÖÐ,
HÚÐHREINSUN,
LITUN,
FÓTSN YRTIN G,
HANDSNYRTING,
DAG- OG
KVÖLDSN YRTIN G,
VAXMEÐFERÐ.
Opið alla virka daga
frá kl. 9-6 nema
fimmtudaga til kl. 7.
nr)
hái'sinrtistoían
ART
Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík
sími: 39990
Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari,
Ásta K. Árnadóttir. Elva B. Ævarsdóttir,
Halla R. Ólafsdóttir.
HÁRSNYRTIÞJÓNUSTA
FYRIR DÖMUR, HERRA OG BÖRN
FÁKAFENI 11 108 REYKJAVÍK SÍMI 688805
HÁRSNYRTISTOFAN
GRANDAVEGI 47 <p 62 61 62
RAKARA- <t HÁRqRE/ÐSMSTVFA
HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVlK
13. TBL. 1993 VIKAN 59