Vikan


Vikan - 01.07.1993, Síða 70

Vikan - 01.07.1993, Síða 70
A Þama komu munkarnir saman til daglegs bæna- halds. ◄ Einum elstu eim- íngartækj- unum, sem notuð hafa verið til fram- leiöslu DOM, hefur veriö stillt upp til sýnis og hráefninu, sem notaö er til framleiösl- unnar, veriö komiö skemmti- lega fyrir f kring. munkarnir þurftu að flýja heimaslóðir sínar. Þetta gerð- ist næstum öld áður en eðal- líkjörinn fékk litið dagsins Ijós að nýju. Endurfæðing hans varð síðan dag einn árið 1863 þeg- ar Alexander Le Grand, sem var meðal annars mikill vín- kaupmaður, uppgötvaði leyndu formúluna í einni af bókum fjölskyldu sinnar, bók sem munkarnir höfðu skilið eftir á flóttanum á sínum tíma. Bók þessi var bundin í leður og ásamt þessari uppskrift mátti þar finna lyfjablöndur sem talið var að hefðu mikil- vægu hlutverki að gegna sem heilsubótarlyf og áttu ýmist uppruna ( héraðinu eða í Austurlöndum. Þar mátti líka finna uppskriftir að ýmsum eit- urefnum sem gagnleg gátu verið í ýmsum tilgangi. Alexander eyddi miklum Stórum hluta klaustursins hefur veriö breytt í safn og sögulegum munum frá héraöinu í kring komiö þar haganiega fyrir. tíma í að sanna heilsusamleg áhrif drykks Doms Bernando Vincellis sem nú hefur þróast og er þekktur sem DOM Bénédictine líkjörinn. Til að byrja með bjó Alex- ander til lítið magn af drykkn- um og fór algerlega eftir upp- skriftinni. Eftir að hafa búið líkjörinn til í tilraunaskyni í nokkurn tíma komst hann að hinni einu og sönnu uppskrift með því að breyta uppskrift Doms Bernando Vincellis lítil- lega. Hún hefur síðan verið notuð óbreytt til þessa og er líkjörinn nú seldur um allan heim í umbúðum eins og þeim sem hann var fyrst sett- ur í. Þær eru auðþekkjanlegar á rauða vaxinnsiglinu á flösk- unni sem sagt er að sé á „munkabumbunni" miðri. Það var undir stjórn þessa mikla viktoríanska, franska, leiðtoga sem fyrirtækið Distil- lerie Bénédictine varð að því heimsþekkta og virta fyrirtæki sem það nú er. Það var ekki einungis gert að alþjóðafyrir- tæki til að tryggja nafn Bénéd- ictine sem syndlauss arftaka Doms Bernando Vincelli og Al- exanders sjálfs heldur til að tryggja að mjöðurinn seldist í löndunum þar sem hann var til sölu en þau voru ófá og einnig þar sem ekki var enn farið að selja hann. Þar var nefnilega að finna mikið af grunsamleg- um víntegundum á markaðn- um og sumar á flöskum sem líktust ískyggilega flösku hins eina sanna DOM-líkjörs, þess sem hlotið hafði frábæra kynn- ingu um heim allan. Meginhluti allra þessara ólöglegu vínum- búða er nú til sýnis í höll Bene- dikts-reglunnar en höfðað hafði verið mál á hendur fram- leiðendum þeirra og þau unn- ist í öllum tilfellum. Margir vildu á ólöglegan hátt feta í hin góðu fótspor.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.