Vikan


Vikan - 02.12.1993, Side 18

Vikan - 02.12.1993, Side 18
JOLAFONDUR '• jp 9 I : - Bangsar í blómapottum og með hrís- grjónabelg. TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR JÓLfclS®Ain' oe jói ..&úm ótt óðum styttist til jóla er enn tfmi til þess að bregða á leik og búa til ofurlítið nýtt jólaskraut, hvort heldur til að skreyta með eigið heimili eða til þess að gefa vinum og vandamönnum í eða utan á jólapökkunum. SNJÓKARLAR OG JÓLAKRÍLI Það er ekkert einfaldara en að búa til mjúkan og fallegan snjókarl ef þið fáið ykkur bara nokkrar stærðir af loðnum dúskum eða hnoðrum. Þeir fást í ýmsum verslunum sem selja föndur- og handavinnu- efni. Stærsta hnoðrann notið þið í búk snjókarlsins og síð- an annan nokkru minni í höf- uðið og enn minni hnoðra f handleggi og fætur. Dúskarnir eða hnoðrarnir eru festir sam- Sniö aö „laufi" sem notaö er þegar búkurinn er úr frauö- an með nál og enda sem þræddur er í gegnum þá. Snjólkarlar eru oft hafðir með pípuhatt, sem til dæmis mætti búa til með því að rúlla upp svörtum borða eins og væri hann lakkrís, festa endann vel, klippa síðan kringlu úr sama efni og líma rúlluna ofan á hana og líma hattinn á höfuð snjókarlsins. Hnappa, hálstau, rautt nef og annað getur hver og einn búið til eftir sínu nefi. Það er líka hægt að nota dúskana aðeins í hendur og höfuð á jólafígúrum en búa búkinn til úr sæmilega stórri frauðplastkúlu. Til þess að fyr- irbærið fái svolítið jólalegt yfir- bragð er frauðplastkúlan klædd með jólalegu efni. Sniðin eru fjögur „lauf“ og fer stærð þeirra eftir ummáli kúl- unnar. Hér fylgir þó með snið að einu slíku „laufi" svo þið fáið hugmynd um við hvað er átt. Þegar búið er að sníða efnisbút eftir „laufinu“ er það lagt utan á kúluna og brúnum þess þrýst inn í hana með til dæmis heklunál, bandprjóni eða einhverju öðru álíka. Efn- ið verður að ganga nægilega langt inn svo það haldist fast. Þegar öllum laufunum hefur verið tyllt á þennan hátt utan á kúluna er fallegt að líma ör- mjóar gylltar eða silfurlitar snúrur í raufarnar enda þótt það sé ekki gert á meðfylgj- andi mynd. Snúran hylur rauf- ina og felur allar misfellur ef ekki hefur gengið nógu vel að þrýsta efnisbútunum inn í kúl- una. Auk þess er snúran mikil prýði. Ef vill má klæða jólabangsa þessa i pils eða breyta þeim ( engla með viðeigandi klæðn- aði, svo dæmi séu tekin. Það er líka hægt að búa til köngla- bangsa með því að líma hendur og haus ofan á falleg- an köngul. Ef hengja á þessa herramenn á jólatréð verður að festa snúru í höfuð þeirra. 1 8 VIKAN 24. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.