Vikan


Vikan - 02.12.1993, Side 26

Vikan - 02.12.1993, Side 26
SALRÆN SJONARMIÐ DÝRIN NÆM OG TÓNLISTARKÆR Þaö er öruggt mál að dýr njóta tóna og þá þannig að um munar. Hvað veldur því nákvæmlega að dýrin hans Þórs eru mun elskari að popptónlist en annarri og ó- skyldri skal ekkert fullyrt um. Þaö hvarflar þó að manni að vegna þess að takturinn í popptónlist er oft á tiðum samsvarandi taktinum sem tengist hjartslætti og líkaman- um yfirleitt falli hún dýrunum mögulega betur en önnur og mun andlegri og djúplægari tónlist. ENGAR HUGLÆGAR PÆLINGAR Dýrin skynja einungis tónlist- ina en leggja enga huglæga meiningu í hana, þótt þau geti vissulega eins og við mennirn- ir notið hennar í gegnum skynfæri sín og þá væntan- lega tilfinningar. Popptakturinn er mögulega á annan máta tengdur inn á lífafl jarðar en önnur og mun flóknari tónlist. Hrynjandi poppsins er einföld og hljómfallið aðgengilegt og mjög líkamlegt. Poppið er já- kvæður orkugjafi fyrir lík- amann og gleðigjafi að auki. HUGFATLAÐIR OG BLÓMIN Manni hefur fundist margir hugfatlaðir eiga mun betra en aðrir með að taka inn og njóta sterklega einmitt þessa forms tónlistar. Kannski er það vegna þess að poppið er ein- falt, gerir engar sérstakar huglægar kröfur og er mjög líkamlegt, satt best að segja. Við njótum tónlistar vissulega flest á mismunandi máta. Sannanlega hefur tónlistar- flutningur fyrir blóm sannað gildi sitt. Blóm, sem fá þannig aöhlynningu jafnframt annarri, dafna og grænka betur en hin, fullyrða vísir menn drjúgir með sig. HUNDAR HRIFNIR AF PÍANÓLEIK Það er því viturlegt að spila tónlist af og til fyrir dýrin sín og þá tegund sem virðist falla viðkomandi dýri best. Heyrst hefur að hundar séu til dæmls ákaflega hrifnir af píanótónlist og láti hrifningu sína óspart í Ijós sé leikin píanótónlist fyrir þá. Vafalaust eru margþættar útskýringar og túlkanir til á því hvað gerist innra meö þeim sem finnur fyrir áhrifum tón- listar. Alla vega má sjá á sum- um dýrum að þeim þykir mikið varið í hvers kyns tónlistar- flutning og leyna því alls ekki. ORKUMYNDANDI ANDRÚMSLOFT Það segir sig því sjálf að eng- inn vafi er á því að þau áhrif sem skapast í andrúmslofti sem magnaö er upp af tónlist eru lifandi og orkumyndandi og hafa því áhrif á þá sem fyr- ir verða. Hvernig þetta gerist nákvæmlega verður hver og einn að segja til um og það gera dýrin náttúrlega ekki. Það leynir sér ekkert á atferli þeirra hvort þeim líkar vel eða illa. Tónlistin er lifandi orka sem hefur áhrif ýmist til góðs eða ekki og áhrifa hennar gætir ótrúlega víða. Hún end- urspeglast hér og þar í tilver- unni á sinn hátt. HEPPILEGUR ORKUGJAFI Þór finnur orku sína verða meiri við vissar aðstæður, ef hann spilar þá tónlist sem honum þykir áhugaverð til þess arna. Þaö fer örugglega ekkert á milli mála aö tónlist er nærandi fyrir sálarlífið og styrkjandi fyrir líkamann við margræðar aðstæöur. Um langt skeið hefur því veriö trú- að að mikilvægt sé að nota tónlist til að byggja upp betri sálarlega líðan hjá þeim sem eru leiöir og vondaufir, ekkert síður en til að örva líkamlega orku fólks. RIFRILDISFÁRID ÁHRIFARÍKT Þór talar um að eftir rifrildi við foreldra sína hverfi hann um tíma I uppnámi inn í heim tón- listar og finni sig léttari fyrir bragðið. Hann eins og hverfur við tónlistarsamneytið úr tengslum við það sem áður gekk bögulega. Rifrildisfárið hefur slæm áhrif eins og hvers kyns ósætti gerir alltaf, ekki bara á Þór heldur ekkert síður á aðra og ekkert sérlega næma satt best að segja. EINS OG SMYRSL Á SÁRIN Þegar rifrildi á sér stað magn- ast upp áhrifastraumar sem eru stríöir og neikvæðir. Þeir loða við okkur einhvern tíma og hafa óæskileg áhrif á líðan okkar. Ef við aftur á móti hlustum á tónlist, sem inni- heldur í áhrifum sínum allt aðra og öðruvísi áhrifa- strauma, getur innri líðan okk- ar breyst. Tónar geta slegið á hvers kyns neikvæðni og áður en við vitum af fer að streyma um okkur vellíðan. Hún virkar oft eins og smyrsl á sár sem eru óþægileg og virka tætandi á sálarlíf okkar og tilfinningar. DULRÆN TÓNLISTARVITUND Þór spyr hvort verið geti að einhver dulræna sé tengd tón- list. Því er til að svara að vissulega er ákveðin tónlist nátengd því leyndardómsfulla í tilverunni. Margir vísir hafa haldiö því fram að mörg mestu og bestu tónverk ver- aldarinnar séu tilkomin á dul- rænan máta, höfundarnir hafi haft innsæi og dulheyrn og bókstaflega ekkert þurft fyrir laginu eða tónverkinu að hafa annað en að gefa sig á vald skynjuninni. Engu líkara er en að það hafi í vissum tilvikum hjá einstaka tónskáldi allt í einu opnast þær dulrænu gáttir sem gera viðkomandi mögulegt að skynja og skrifa hjá sér tóna og hljóma sem viðkomandi í þessu ástandi skynjar fyrirhafnarlítið á yfir- skilvitlega máta. KYNNGIMÖGNUÐ OG SEIDANDI Mozart þurfti til dæmis aldrei að breyta nótu í verkum sín- um ef ég man rétt. Hann hefur verið talinn dulrænt tónskáld sem ásamt óviðjafnanlegum tónlistargáfum bjó yfir sálræn- um hæfileikum að auki. Við finnum líka á stundum að sum verk vissra tónhöfunda eru það seiðmögnuð um leið og þau geta verið kynngimögnuð að við erum við hlustun þeirra eins og gagntekin og ham- ingjusöm með að fá að njóta þeirra og þykir jafnvel eins og þau séu varla jarðnesk. NÁÐARGÁFUR ÞARF AÐ RÆKTA OG ÞROSKA í framhaldi af fyrirspurn Þórs um hvort einhver guðlegur kraftur standi á bak við tón- sköpun er þetta að segja: Auðvitað verðum við að líta svo á að tónlistargáfur séu eins og hverjar aðrar náðar- gáfur. Allar sérgjafir og aðrar gáfur eru eins og hverjar aðr- ar guðsgjafir og verða náttúr- lega aldrei neitt annað. Okkur ber því að rækta þessar gjafir Guðs af kostgæfni og elsku og vinna markvisst að því að efla þær og þroska þar sem möguleikar þeirra eru mestir og bestir. ENDURHOLDGUN Vangaveltur Þórs um hvort viö kunnum að hafa lifað áður eru athygli verðar. Flest kann þó að benda í þá áttina, vegna þess að sú þekking og reynsla sem getur komið upp á yfirboröið í lífi vissra ein- staklinga getur afdráttarlaust bent til forveru sálar viðkom- andi. Þannig gæti til dæmis legiö í ríkulegum eiginleikum ýmissa snillinga. í þeirra tilvik- um getur augljóslega verið um endurholdgunarfyrirbæri að ræða sem viðkomandi er þá að takast á við, meðal annars í sköpun sinni. Partur af mögulegri velgengni getur verið að kveikja líf í því sem í undirvitundinni kann að búa, einmitt vegna þess að við höf- um mögulega lifað áöur og þá við öðruvísi aðstæður og á öðrum tíma sem okkur er hul- inn. MÖGULEG UPPRIFJUN Kannski erum við meira með- vituð um mögulega forveru okkar ef við höfum áberandi tilfinningu þess aö viö séum eins og að rifja eitthvað upp, til dæmis þegar við erum að hlúa að því sem okkur er kært í eigin fari og viðhorfum. Eða eins og sniðugi strákurinn sagði eitt sinn íhugull: „Elsk- urnar mínar, ég er örugglega gömul sál meö mörg líf aö baki. Mér finnst ég stööugt veröa aö rifja eitthvaö upp sem mér finnst satt best aö segja aö'ég hafi gert ótal sinnum áöur í öörum lífum. Tónlistina þekki ég einhvers staöar frá, þó ég viti ekki hvaöan. Mér finnst yndislegt aö geta rifjaö svona nokkuö upp af og til eöa bara ai því aö þetta eru mögulega líka partar af mér.“ Með vinsemd, Jóna Rúna 26 VIKAN 24.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.