Vikan


Vikan - 02.12.1993, Side 41

Vikan - 02.12.1993, Side 41
- Hvernig líst þér á þessa Ijós- mynd af konunni minni? - Ágætlega. Paö mun vera augnabliksmynd? - Hvers vegna heldurðu þaö? - Munnurinn á henni er lok- aöur. í Þingeyjarsýslu var það orðatil- tæki að „bjóða klofiö" þegar hús- freyjan drýgði sykurinn með því að klippa molana í tvennt. Því orti hagyrðingur á Húsavík eftirfarandi vísu: Sárt þótt vanti sykurinn síst mun skorta lofiö, brosir hún framan í bónda sinn og býður gestum klofiö. Kennarinn: Þetta er nú í fimmta skipti sem þú hefur oröiö að sitja eftir þessa viku, Finnur. Hvaö segir þú viö því? Finnur andvarpar: Æi, ég er svo feginn aö það skuli vera föstudagur í dag. - Ég ætla að giftast í næstu viku, Stína. - Nei, nú þykir mér týra. Og hverjum? - Honum Pétri sem ég kynnt- ist við Hvítárvatn í sumar. - Jæja, ég hélt að það hefði ekki veriö annað en saklausar sumargælur. - Já, þú hélst það. Og það hélt hann Pétur líka. - Jæja, Halli minn, helduröu aö henni systur þinni þyki vænt um trúlofunarhringinn sem ég gaf henni? - Sei-sei-já. En henni finnst hann víst heldur lítili því aö hún er alltaf í vandræðum meö aö ná honum af sér þegar hann Jóhann kemur. - í morgun gaf matseljan okkur fúlegg með morgunkaffinu. Og hvort sem þú trúir því eða ekki þá fengum við vatnið, sem hún haföi soðið þau í, í dag. Hún kall- aði það kjúklingasúþu. - Hvers vegna situr þú og drekkur frá morgni til kvölds? - Hvenær ætti ég aö gera þaö annars. Helduröu aö ég veröi ekki aö fá nætursvefn? FINNDU 6 VILLUR Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda •9 |iq ? qj8a qbuuv '9 uujpon jnjn|>jese/\ 'p ede>| ubqjs '6 uujjjoij ||jg z 'Q|a wæq !j|i>js ' \ STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl v Þú ert opinn fyrir nýjungum um þessar mundir og aukinn kraft- ur knýr þig áfram. Forvitni og löng- un til nýrrar lífsreynslu setur mark sitt á annars gráan hversdagsleik- ann. Nýtt ástarsamband gæti leitt þig á rétta braut. M nautið y j 21. apríl - 21. maí Þér finnst sem sótt sé að þér á veraldlega sviðinu og reynir að halda fengnum hlut. Þú hefur samt óþarflega miklar áhyggjur og í raun hefurðu ekkert að óttast. Stattu einfaldlega fast á þínu og vertu samkvæmur sjálfum þér, það er allt og sumt. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Upp á síökastið hafa árekstrar við þína nánustu eða samstarfsfólk sett strik í reikninginn hjá þér. Nú virðist vera að birta til í þessum efnum og þú átt eftir að eiga góða samvinnu við aðra, jafn- vel þann sem þú hélst að þú gætir alls ekki komist að samkomulagi við. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Ákveðinn atburður verður til þess að leitað verður til þín með mál sem þú skalt leggja þig fram um að leysa. Þetta mun verða til þess að treysta þig í sessi og auka sjálfstraustið. Þér mun líða illa ef þú víkur þér undan. UÓNID 24. júlí - 23. ágúst Það hefur ýmislegt gengið á að undanförnu og mikið verið að gera. Margt bendir til þess að um sé að hægjast og þú eigir eftir að njóta þess tíma betur en áður sem þú verð heima hjá þér. Það þýöir samt ekki að þú sitjir heima og hreyfir þig hvergi því að spenna er í loftinu og hún dregur þig á ákveö- inn stað áður en langt um líður. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Ýmsar breytingar og fram- kvæmdir á heimiii eða vinnustað gætu valdið nokkrum óróleika um stundarsakir. Þetta reynist samt ómaksins vert því ýmislegt mun breytast til batnaðar. Þú þarft að líkindum á þvi að halda að verja gerðir þínar á vissu sviöi. VOGIN 24. september - 23. okt. Það er ekki alltaf nauðsyn- legt að sækja vatnið yfir lækinn og margt i næsta nágrenni við þig á eftir að koma þér á óvart ef þú skoðar grannt ákveðna hluti. Því skaltu endurskoða áætlanir þínar ef þú hefur ætlað að leggja land undir fót. SPORÐDREKINN 24. október - 22. nóv. Gættu þess að eyða ekki um efni fram í hluti sem þú kannt að sjá eftir. Láttu peningana koma að gagni, sjálfum þér eða öðrum. Þeir kæmu í góðar þarfir hjá þeim eða þeirri sem þú elskar. BOGMAÐURINN 23. nóvember - 22. des. Eitthvað verður til þess að sumir veita þér mikla athygli. Því er ábyrgð þín mikil vegna þess að þetta fólk reynir að taka þig sér til fyrirmyndar. Vertu því góð fyrir- mynd, það getur þú með því að láta kærleikann ráða gjöröum þín- um í samskiptum þínum við þetta fólk. STEINGEITIN 23. desember - 20. jan. Þaö er mikilvægt að þú sért vandlátur og látir þér ekki allt gott þykja. Gerðu þér grein fyrir að þú getur ekki gert alla jafnánægða. Reyndu að komast að því á meðal hverra þér hefur tekist best upp. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Þú hefur mikla þörf fyrir að vera úti á meðal fólks um þessar mundir. Tilefnin eru mörg sem gef- ast og þér þykir gott að hafa sam- bönd þín sem fjölbreytilegust. Þetta getur valdið árekstrum á sviði ást- arinnar en ef þú ferð varlega mun jafnvægið haldast. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Ýmis einkamál hverfa brátt í skuggann fyrir ýmsu sem upp kemur á sviði atvinnu þinnar eöa náms. Þetta gerist um leið og metnaður þinn á því sviði verður meiri. Þér er i mun að hljóta viður- kenningu fyrir það sem þú hefur verið aö gera. 24. TBL. 1993 VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.