Vikan


Vikan - 02.12.1993, Side 48

Vikan - 02.12.1993, Side 48
ÆVIÁGRIP Meö Gunnari Eyjólfssyni í kvikmyndinni 79 af stööinni. hún haföi sest aö hérna lagði hún metnað sinn í aö heimsækja hann. Og síöar, þegar ég eltist og fór á eigin vegum til Austur-Þýskalands, byrjaöi ég á því að hitta hann. Þá var hann kvæntur og starfaði hjá lögreglunni, í deild sem fór meö fjársvikamál. Ég varö aldrei var viö aö þaö væri nein úlfúö á milli móður minnar og fjölskyldu hennar þó að fæöingu Harrys heföi ekki veriö tekiö fagnandi. Hún hélt alla tíð góðu sambandi viö fólkið sitt ytra. Það heföi þá átt aö koma fram í því líka. Fyrir stríðiö, þegar ég var lítill drengur á Eskifirði, komu pakkar aö utan með fatnaði og jólagjöfum, alls konar leikföngum sem ég á sum hver ennþá. Slíkar gjafasendingar benda ekki til neinnar úlfúöar, kala eöa fálætis. Að minnsta kosti fæ ég ekki séð þaö. Móöir mín var oft bitur og sár út af þeirri I óvissu sem var ríkjandi varðandi fjölskyldu henn- I ar í Þýskalandi eftir aö allt lokaðist í upphafi I fjórða áratugarins. Eftir því sem erfiöleikarnir uröu meiri á því að geta haldið sambandi við ást- : vinina þar í landi, sem var einungis meö sendi- bréfum, fór aö bera á kvíða hjá henni. Þó aö hún : bæri ekki sorgir sínar beinlínis á torg gat hún ekki dulið allt - og kannski erfitt aö ætla henni þaö. En þessi kvíði hennar og áhyggjur birtust ekki í neinum geöofsa eöa slíku heldur miklu fremur sem sárindi og hryggö. Þegar mamma var orðin gömul bar enn meira á þessu. Hún átti til að sitja ein tímunum saman án þess aö mæla orö. Ég held aö þráin eftir Harry hafi aldrei látiö hana í friöi. KYNLÍFSFRÆÐSLAN Eftir því sem náttúran fór aö segja til sín fóru augun aö opnast fyrir ýmsu sem maöur bæöi sá og heyrði og fann í sjálfum sér. En þaö var reynt aö halda öllum uppgötvunum og þreifingum í slíkum efnum út af fyrir sig þangað til manni fannst vera kominn tími til aö opinbera þaö gagnvart sínu fólki. Þaö voru aðrir tímar þá en nú. Maður var ekki aö slengja framan í foreldra sína einhverju sem maöur haföi frétt eöa hvort maður heföi verið aö digga viö stelpu einhvers staöar. Mikil leynd hvíldi yfir öllu slíku framan af. Mér finnst, þegar ég lít til baka, í sjálfu sér ámælisvert aö ekki datt nokkrum manni í hug aö fræöa og undirbúa okkur unga fólkið undir þaö líf sem framundan var þar sem kynlífiö ræður svo og svo mikið feröinni. Án kynlífs værum við ekki til. Það hlýtur aö vera hægt aö setja fræðsluna fram á þann hátt aö ungt fólk, sem er aö stíga sín fyrstu spor í þessa átt, fái ekki ógeö á þess- um málum um leið og fyrsta orðiö er sagt. í eðli sínu er kynlífið það sjálfsagðasta í lífsögunni. Og þaö er ekki bara þaö; þaö er líka fagurt. Það hlýtur að vera hægt aö útskýra það I samræmi við það. Hvorki í barnaskóla, unglingaskóla né gagn- fræðaskóla las ég eöa heyrði eitt orö um kynlíf. Ég minnist þess ekki að um slíkt hafi veriö talað nema það sem við félagarnir töluöum saman um okkar á milli. En af skólanna hálfu: Ekki orð! Maöur varö algerlega aö sjálfmennta sig í þessum fræðum. Þegar maöur fór nú að fá löng- un til aö lesa eitthvað pínulítiö um þetta, hvernig þetta virkaöi allt saman og hvaö aörir segðu, þá náöi maöur sér með leynd í bækur um þessi mál og geymdi þær á völdum staö þar sem aðrir áttu ekki að geta komist í þær. Ein af þessum bókum, sem maöur staflaði ekki upp á borö fyrir framan Bræöurnir Róbert og Harry í Leipzig 1963. Þetta er eina myndin sem til er af þeim saman. foreldra sína, var Elskhugi lafði Chatterley’s. Hún var meira aö segja prentuö á bláan pappír og því réttnefnd blá bók. En Drottinn minn dýri! Núna er þaö bók sem þykir jafnsjálfsagt aö lesa og síma- skrána. Svo voru þaö ýmsar sögur eftir Henry Miller og hitt og þetta sem ég varö mér úti um af því sem við kölluðum þá klámsögur og voru þó ekkert á móts viö þaö sem unglingar núorðið hafa aðgang aö. Þá voru ekki einu sinni til klámtímarit. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn sem ég sá fyrst þessháttar rit. Unglingsárin fóru svo og svo mikið í að þreifa fyrir sér, aö kynnast þeirri veröld sem mátti aldrei nefna á nafn, a.m.k. ekki opinberlega. Þegar fram liöu stundir varö maður auðvitað skotinn í stelpu og langaði til aö njóta leyndardómsins meö henni en þá var þaö bara kjarkur og vilji beggja sem réö því hversu langt var gengið. [ fyrstu skiptin var þetta einkum kák og klaufa- skapur á meðan verið var aö fikra sig áfram. En sérhver tilraun var dýrmætur skóli og í rauninni sá eini sem hægt var aö styðjast viö. Og smám saman læröust þessi ástarbrögö meira og minna. ÁFALL Við Stella áttum fjórar heilbrigðar og yndislegar dætur - en svo eignuðumst við drenginn, loks- ins! Það var í mars 1965. Hann var látinn heita Jón Róbert í höfuð föður síns. Sú gleði, sem greip okkur foreldrana þegar viö vissum aö viö hefðum eignast strák, vék þó fljótt fyrir sorg þegar í Ijós kom að hann var ekki heil- brigður. Auk þess aö vera með sterk einkenni „down syndrom‘‘ - eða mongólíta einkenni eins og þaö er kallað - var hann með hjartagalla og það svo alvarlegan aö honum var ekki hugað líf nema í nokkra mánuöi. Höggið var þungt - þyngra en orð fá lýst. Af hverju við? Af hverju? Allar mögulegar hugsanir sóttu á mann en það var fátt um svör. En þessi drengur, sem átti að verða aðeins skammlífur, er nú kominn á 29. ár. Engan veginn veröur þó lokað augunum fyrir því að þaö sár, sem viö foreldrarnir hlutum og kannski að ein- hverju leyti systur hans, er sár sem ekki getur gróið af því að við höfum þetta tákn lifandi fyrir framan okkur. Ef við tölum um dauðsfall í fjöl- skyldu þá myndast þar sár sem með tíð og tíma gróa í flestum tilfellum - en í okkar tilviki stendur þaö í rauninni alltaf opiö svo aö maður getur aldrei gleymt því eða látiö sem ekkert sé. Erfiðasti tíminn var náttúrlega frá byrjun og frameftir árum. Þegar maður komst á það stig aö geta horfst í augu viö þessa staðreynd, hversu átakanleg sem hún var, þá fór þroskinn fyrst aö gera vart viö sig, skilningurinn jókst og sólar- geislunum fjölgaði. Galdurinn er sá aö læra aö lifa meö sorginni. Maður gerir sér þaö Ijóst með tímanum - þó að j . j það taki sjálfsagt mismunandi langan tíma fyrir };'í hvern og einn - að maöur getur ekki og má ekki ;, j láta hana verða einhvers konar aðalgeranda í líf- : ; inu. Hún má ekki skyggja á önnur atvik sem ættu ! að valda gleöi og ánægju þó að hún sé vissu- lega á sínum stað. Þaö verður aö reyna aö ein- ; angra hana. Ég verð aö segja fyrir mig aö síðan drengurinn ; fæddist hefur eitt og annað brotnað í mér og horfið - en ég hef lært að neyta byrjar þegar hef- ur gefið og ekki látiö skútuna sökkva. Fjölskylda mín hefur, sem betur fer, líkt og margar aðrar fjölskyldur sem hafa lent í svipuðum aðstæðum og við, átt sínar mýmörgu gleðistundir og við höf- um því margt að þakka. Með tímanum fer maður að skynja og skilja svo margt annað sem maður hefur ekki leitt hug- ann að þó að það hafi nú kannski blundað með manni. Skilningur manns á ýmsum málum, sem eiga kannski einhvern skyldleika við þetta fremur en annaö, hefur aukist. Barn, sem getur á engan hátt orðið andlegur jafnoki manns, getur engu að síður veitt manni innsýn í heim sem litast af væntumþykju og fölskvalausum kærleika, kær- leika sem ekki er hægt að búa til heldur kemur beint frá hjartanu. Það er ekkert illt til í sálum þessa fólks, hvorki eyðandi né meiðandi hugsan- ir hrærast þar; það er góðleikinn sem situr í fyrir- rúmi. Og sú spurning, sem vaknar hjá manni, er þessi: „Af hverju ekki að miðla kærleikanum til þeirra sem maður finnur að þurfa hans með og endurgjalda um leið þann kærleika sem maður þiggur af öðrum, óverðskuldað, að manni finnst?" Enginn verður fátækari af því. Þaö er þroski af*þessu tagi sem maður öðlast 48 VIKAN 24. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.