Vikan


Vikan - 02.12.1993, Síða 90

Vikan - 02.12.1993, Síða 90
MATREIÐSLA TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON SÆNSKUR „GOURMET" MATUR Á HOLTINU an látið renna í gegnum fínt sigti. Þá er trufflunum (í staðinn fyrir trufflur má nota ferska sveppi, helst villisveppi) bætt saman við, farsinu sprautað inn í kúrbítsblóm- ið og rétturinn síðan gufusoðinn í 5 mínútur. í stað kúrbítsblóma má ef til vill nota tartalettur. Trufflusósa: kjúklingasoð sérrí-edik sætt hvítvín schallottlaukur trufflur rjómi smjör Vikuna 1.-6. nóvember var haldin svokölluð sænsk vika á Hótel Holti. Þá sáu tveir af matreiðslumeisturum hins þekkta veitingastaðar Westra Piren í Gautaborg, þeir Mikael Öster og Mats Sjölander, um matreiðsluna, sem gestir Holts rómuðu mjög. Westra Piren er í eigu Öster-fjölskyldunnar en staðurinn hefur notið mikilla vin- sælda sfðan hann var opnaður fyrir tveimur árum og er einn af sjö veitingastöðum í Svíþjóð sem hlotið hafa hina eftirsótiu Michel- in-stjörnu. Það hafði lengi verið í deiglunni að matreiðslumeistarar Westra Piren leyfðu íslenskum matar- gestum að bragða á kræsingun- um. Skömmu eftir að staðurinn var opnaður hélt frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, mót- töku þar og var þá reynt að prýða matargerðina með svolitlum ís- lenskum áhrifum. Samstarfið við Hótel Holt hefur verið talsvert á sfðustu árum en báðir staðirnir eru f alþjóðlegum samtökum lítilla hótela í háum gæðaflokki, „Relais & Chateaux". í haust voru tveir matreiðslu- meistarar Hótel Holts sem gesta- kokkar á Westra Piren þar sem þeir kynntu gestum staðarins ís- lenskan mat og matargerð. Þetta voru þeir Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Hallgrímur Þorláksson. Þeir lofuðu mjög aðstöðuna þar og sögðust hafa fengið mjög góðar undirtektir enda aðsókn verið góð. Mikael Öster segir að matar- gerð þeirra á Westra Piren sé ein- faldlega að hætti hússins en með talsverðum áhrifum frá franska eldhúsinu þar eð svo margt í mat- argerð nútímans eigi uppruna sinn að rekja á þær slóðir - en einnig er lögð áhersla á sænskt hráefni og hugsunarhátt. Hér á eftir getur að líta upp- skriftir að þremur forréttum úr eldhúsi Westra Piren sem gætu gefið lesendum hugmyndir ef þá langar til að spreyta sig á ein- hverju nýstárlegu til hátíðar- brigða - en á sænsku vikunni var gestum Holtsins boðið upp á sjö rétta kvöldverð. 90 VIKAN 24. TBL. 1993 FORRÉTTIR AÐ HÆTTI WESTRA PIREN HUMARHALAR MEÐ BASIL-VINAIGRETTE Fyrir fjóra, 3-4 humarhalar á mann. 3 tómatar, kjötið skorið í teninga 2 schallottlaukar, fínt skornir 2 hvítlauksrif, fínt skorin graslaukur, fínt skorinn, Iftill vöndur 1/4 bolli estragon-edik basilikum, lítili vöndur eða 2 tsk. af þurrkuðu 1/2 bolli ólífuolía (Extra Virgin) salt og pipar ferskt diil til skreytingar Öllu nema dillinu blandað saman og látið krauma í edikinu og ólívuolíunni í nokkrar mínútur. Gæta verður þess að blandan maukist ekki. Kryddað og bragð- bætt með salti og pipar. Humarinn er steiktur á heitri pönnu og basilikum-sósunni hellt yfir hann, skreytt með djúp- steiktu, fersku dilli. EGGJASKURN FYLLT MEÐ EGGJAMAUKI OG STYRJUKAVÍAR Eggjaskurnið er hreinsað að innan. Egg, rjóma og graslauk hrært sam- an við vægan hita uns svokallað hraðegg hefur myndast. Eggja- skumið er fyllt að hálfu með mauk- inu og styrjukavíar síðan settur ofan á. Borið fram í eggjabikar. KÚRBÍTSBLÓM FYLLT MEÐ TRUFFLUM OG KJÚKLINGA-MOUSSE Kjúklinga-mousse fyrir fjóra: 1 meðalstór kjúklingabringa án fitu, u.þ.b. 50 g 1 eggjarauða 10 g trufflur, fínt skornar 200 ml rjómi salt og pipar Bringan er sett í matkvörn (mix- ara) ásamt eggjarauðu og rjóma og gert að fínu mauki. Kryddað með salti og pipar. Maukið er síð- Laukurinn er látinn krauma í ediki og hvítvíni. Kjúklingasoðinu er síðan bætt út í og látið sjóða nið- ur og blandan að því búnu sigt- uð. Trufflum (í staðinn fyrir truffl- ur má nota ferska sveppi, helst villisveppi) bætt út í og rjóman- um. Öllu er síðan hellt í matkvörn (mixara) og hrært vel ásamt linu smjöri þar til sósan er orðin hæfi- lega þykk. Bragðbætt með salti og pipar □
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.