Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 18

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 18
VIKAN fékk þær Mörtu og Valgerði til að segja frá West Side Story. Marta: Ég sá kvikmynd- ina West Side Story síðast- liðið vor og fannst hún ynd- isleg. Natalie Wood túikar Maríu á mjög einlægan hátt. Hún er líka svo falleg. Ég gæti mín þó á því að bera mig ekki saman við verksins. Hún þroskast þó þegar líða tekur á það. Marta: María er mikill ör- lagavaldur. Hún sendirTóní óafvitandi út í dauðann því hún trúir því að hann geti stöðvað óeirðir sem geisa milli innflytjendagengjanna. Þau María og Tóní eru bit- bein ósættanlegra hópa sem eru fullir af fordómum „Þótt söngleíkurinn sé byggður á harmleiknum um Rómeó og Júlíu er hann samt fallegur og skemmtilegur," segir Valgerður sem hér sést í föröun. Marta og Randver Þorláksson aöstoöarleikstjóri ræóa saman. hana til að fá ekki óþarfa áhyggjur. Þess í stað geri ég mitt besta til að túlka Maríu eins og mér finnst hún eigi að vera. Valgerður: María er mjög saklaus og óreynd í upphafi og illindum sem fylgt hafa mannkyninu alla tíð. Það góða við West Side Story er aftur á móti það að þar er sýnt að enn er til fólk sem trúir því að heimurinn geti orðið betri. Þess vegna vona ég að allir hafi litla Maríu í sér. Er hægt að herma West Side Story upp á íslenskan veruleika? Marta: Mér finnst engin ástæða til þess því fólk er svo líkt hvar sem það er í heiminum. Allir þekkja for- dóma og þröngsýni á borð við þá sem birtist í West Side Story. Dansið þið mikið í sýning- unni? Marta: Við þurfum aðeins að dansa einn cha cha cha. Ég dáist að því hvað leikar- arnir í sýningunni eru góðir dansarar. Þeir hafa greini- lega mikla reynslu að baki og ekki veitir af þegar kemur að viðamikilli sýningu á borð við West Side Story. Hvernig kunnið þið við ykkur á Stóra sviði Þjóðleik- hússins? Marta: Það er mjög gott að syngja í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst ég ná vel utan um salinn. Ég átti von á að hann yrði meira hyldýpi. Valgerður: Mér líður mjög vel á sviðinu. Ég hef alltaf haft gaman af því að leika og finnst leiklistin ekki síður spennandi en söngurinn. Ég gæti því vel hugsað mér að læra leiklist í framtíðinni. Sem betur fer hika hinir leik- ararnir ekki við að gefa mér góðar ábendingar sem mér veitir ekki af. Mjög góður andi ríkir í hópnum. Við fór- um einu sinni nokkur saman á hestbak í Mosfellsdalnum. Baltasar Kormákur, sem leikur í sýningunni, gat út- vegað okkur nokkur hross en hann á sjálfur hesta. Við fengum gott veður og þetta var mjög skemmtilegur dag- ur. Reiðtúrinn þjappaði hópnum enn betur saman. Finnst ykkur þið hafa lært að þekkja sjálfar ykkur betur með því að vinna við West Side Story? Marta: Mér finnst ég skynja betur hvar takmörk mín eru og þá helst hvað leikinn varðar. En ef til vill er það besta leiðin til að bæta sig og læra. Valgerður: Mér finnst þægilegt að leika stúlku á mínum aldri. Mér þætti erfið- ara að þurfa að leika eldri manneskju. Marta: Þegar ég sé ykkur Garðar Thor Cortes, sem leikur Tóní á móti þér, finnst mér ég sjá unga parið sem höfundarnir höfðu í huga þegar þeir sömdu söngleik- inn. Hvað óttist þið mest að gerist meðan á sýningu stendur? Marta: Þegar ég og mót- leikari minn, Felix Bergsson, hittumst i fyrsta sinn í dans- inum er aðeins lýst á okkur. Að öðru leyti er sviðið al- myrkt. Þá dettur mér stund- um í hug að ég geti dottið of- an í hljómsveitargryfjuna. Setja strangar æfingar ekki fjölskyldulífið úr skorð- um? Marta: Sem betur fer á ég góða að. Maðurinn minn, Örn Magnússon píanóleik- ari, gaf nær allar æfingar sínar upp á bátinn meðan æfingar á West Side Story stóðu yfir til að geta séð um son okkar, Halldór, sem er tveggja ára. Valgerður: Við kærastinn minn, Þorsteinn Freyr Bend- er, hittumst aðeins á kvöldin. Við erum reyndar vön því vegna þess að ég hef alltaf haft mikið að gera þann tíma sem við höfum verið saman. Hvað er það sem ætti að fá fólk til að fara að sjá West Side Story? Valgerður: Þótt söngleik- urinn sé byggður á harm- leiknum um Rómeó og Júlíu er hann samt fallegur og skemmtilegur. Ungir sem aldnir ættu því að geta átt góða kvöldstund saman á West Side Story. Marta: Tónlistin er að- gengileg þótt hún sé ekki einföld. Ég get oft ekki sofn- að á kvöldin því tónlistin dynur í höfðinu á mér. Ég þekkti eitt sinn stelpu sem vann undir stjórn Leonards Bernstein, höfundar tónlist- arinnar. Hann mætti oft of seint eftir að hafa verið að skemmta sér kvöldið áður en þegar hann loksins mætti gekk vinnan eins og smurð vél. Hann kunni að vinna með fólki og allir vildu allt fyrir hann gera. Bern- stein kunni Ifka þá list að sameina dægurtónlist hvers tíma og gera úr henni sí- gilda tónlist. Þar með sam- einaði hann líka hlustendur dægurtónlistar annars veg- ar og sígildrar tónlistar hins vegar. Þótt gengin í West Side Story verði ekki sam- einuð verða unnendur fal- legrar tónlistar svo sannar- lega sameinaðir. □ 1 8 VIKAN 3. TBL, 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.