Vikan - 20.03.1995, Page 29
AÐ VERA EÐA VERA EKKI
Það er stór munur á því
að starfa sem verk-
taki eða launamaður.
Þeim bjóðast mismunandi
kjör og búa við mismikið
frelsi í starfi. VIKAN kannaði
muninn á því að vera launa-
maður og verktaki og talaði
jafnframt við nokkra sem
vinna sem verktakar.
1. Launafólk á rétt á um-
sömdum lágmarkslaunum
og kjörum. Kjarasamningar
kveða á um lágmarkskjör og
ekki er heimilt að semja um
lakari kjör. Sömuleiðis fær
það laun fyrir viðurkennda
frídaga og helgidaga.
Almennt fá verktakar ekki
greitt sérstaklega fyrir frí-
daga eða helgidaga heldur
er samið um ákveðið tíma-
kaup eða laun fyrir ákveðið
verk og ekki skiptir máli á
hvaða dögum það er unnið.
2. Launafólk fær orlofsfé
greitt eða laun í orlofi. Orlof
er að lágmarki 10,17% ofan
á launin. Desemberupþbót
og orlofsuppbót á launafólk
sömuleiðis að fá.
Verktaki verður að gæta
sín á því að eiga sjóð ef
hann vill taka sér sumarfrí.
3. Ef launamaður veikist
eða lendir í slysi á hann rétt á
að fá laun hvort heldur sem
slysið verður í vinnu eða utan
hennar. Ef um vinnuslys eða
atvinnusjúkdóm er að ræða
fær hann laun í þrjá mánuði
til viðbótar veikindarétti. At-
vinnurekandi á að borga
læknisvottorð sem fengið er
vegna veikinda. Sömuleiðis á
hver launamaður rétt á sjö
daga launuðu leyfi á ári
vegna veikinda barna. At-
vinnurekanda ber að tryggja
alla starfsmenn sína fyrir
dauða eða varanlegri eða
tímabundinni örorku vegna
vinnuslyss.
Verktakar missa allan rétt
til launa þegar þeir slasast
eða veikjast nema um ann-
að sé samið. Þeir verða
sjálfir að annast tryggingar.
Þó þekkist að ef um áhættu-
samt starf er að ræða kaupi
verkkaupandinn slysatrygg-
ingar og líftryggingar sem
tengjast starfinu.
4. Uppsagnarfrestur er
breytilegur eftir kjarasamn-
ingum og starfsaldri laun-
þegans.
Verktakar eiga hins vegar
engan rétt á uppsagnar-
fresti.
5. Ef atvinnurekandinn
verður gjaldþrota er ríkis-
ábyrgð á launum, orlofi og
I ífey rissjóðsgjöldum.
Verktakar njóta hvorki rík-
isábyrgðar á launum nó orlofi.
6. Launþega ber að fá full
laun þrátt fyrir verkefnaskort
hjá atvinnurekanda sínum.
Verktaki á engan rétt á
launum Ifði hann verkefna-
skort.
7. Launþegi á rétt á at-
vinnuleysisbótum og fer
upphæð þeirra eftir því hvað
hann hefur unnið mikið síð-
astliðna tólf mánuði áður
en hann varð atvinnulaus.
Þegar verktaki verður at-
vinnulaus fær hann úr at-
vinnuleysistryggingasjóði ef
hann er að fullu hættur allri
starfsemi, hefur skilað virðis-
aukaskattsnúmerinu og tekið
nafn sitt af launagreiðenda-
skrá. Hann þarf líka að hafa
staðið að fullu skil á trygg-
ingargjaldi síðustu 12 mán-
uðina samkvæmt viðmiðun-
arreglum skattstjóra,.
TEXTI:
GERÐUR
KRISTNÝ
UÓSM.:
HREINN
HREINS
SON
ATVINNUMÁL