Vikan


Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 29

Vikan - 20.03.1995, Blaðsíða 29
AÐ VERA EÐA VERA EKKI Það er stór munur á því að starfa sem verk- taki eða launamaður. Þeim bjóðast mismunandi kjör og búa við mismikið frelsi í starfi. VIKAN kannaði muninn á því að vera launa- maður og verktaki og talaði jafnframt við nokkra sem vinna sem verktakar. 1. Launafólk á rétt á um- sömdum lágmarkslaunum og kjörum. Kjarasamningar kveða á um lágmarkskjör og ekki er heimilt að semja um lakari kjör. Sömuleiðis fær það laun fyrir viðurkennda frídaga og helgidaga. Almennt fá verktakar ekki greitt sérstaklega fyrir frí- daga eða helgidaga heldur er samið um ákveðið tíma- kaup eða laun fyrir ákveðið verk og ekki skiptir máli á hvaða dögum það er unnið. 2. Launafólk fær orlofsfé greitt eða laun í orlofi. Orlof er að lágmarki 10,17% ofan á launin. Desemberupþbót og orlofsuppbót á launafólk sömuleiðis að fá. Verktaki verður að gæta sín á því að eiga sjóð ef hann vill taka sér sumarfrí. 3. Ef launamaður veikist eða lendir í slysi á hann rétt á að fá laun hvort heldur sem slysið verður í vinnu eða utan hennar. Ef um vinnuslys eða atvinnusjúkdóm er að ræða fær hann laun í þrjá mánuði til viðbótar veikindarétti. At- vinnurekandi á að borga læknisvottorð sem fengið er vegna veikinda. Sömuleiðis á hver launamaður rétt á sjö daga launuðu leyfi á ári vegna veikinda barna. At- vinnurekanda ber að tryggja alla starfsmenn sína fyrir dauða eða varanlegri eða tímabundinni örorku vegna vinnuslyss. Verktakar missa allan rétt til launa þegar þeir slasast eða veikjast nema um ann- að sé samið. Þeir verða sjálfir að annast tryggingar. Þó þekkist að ef um áhættu- samt starf er að ræða kaupi verkkaupandinn slysatrygg- ingar og líftryggingar sem tengjast starfinu. 4. Uppsagnarfrestur er breytilegur eftir kjarasamn- ingum og starfsaldri laun- þegans. Verktakar eiga hins vegar engan rétt á uppsagnar- fresti. 5. Ef atvinnurekandinn verður gjaldþrota er ríkis- ábyrgð á launum, orlofi og I ífey rissjóðsgjöldum. Verktakar njóta hvorki rík- isábyrgðar á launum nó orlofi. 6. Launþega ber að fá full laun þrátt fyrir verkefnaskort hjá atvinnurekanda sínum. Verktaki á engan rétt á launum Ifði hann verkefna- skort. 7. Launþegi á rétt á at- vinnuleysisbótum og fer upphæð þeirra eftir því hvað hann hefur unnið mikið síð- astliðna tólf mánuði áður en hann varð atvinnulaus. Þegar verktaki verður at- vinnulaus fær hann úr at- vinnuleysistryggingasjóði ef hann er að fullu hættur allri starfsemi, hefur skilað virðis- aukaskattsnúmerinu og tekið nafn sitt af launagreiðenda- skrá. Hann þarf líka að hafa staðið að fullu skil á trygg- ingargjaldi síðustu 12 mán- uðina samkvæmt viðmiðun- arreglum skattstjóra,. TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ UÓSM.: HREINN HREINS SON ATVINNUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.