Vikan


Vikan - 20.03.1995, Side 30

Vikan - 20.03.1995, Side 30
ATVINNUMAL Drauma- staöan aö vera í fastri vinnu meö verktaka- vinnu sam- hliöa, seg- ir Björk Jakobs- dóttir leik- kona. 8. Samkvæmt lögum ber öllum launagreiðendum skylda til að greiða 10% launa í lífeyrissjóði og leggur atvinnurekandi til 6% af launum launamanns sem ið- gjald til lífeyrissjóðsins en launamaðurinn 4%. Hvort launþeginn á nokkurn tím- ann eftir að notfæra sér sjóðinn fer eftir lífslíkum hans en samtryggingasjóð- irnir veita rétt til barna-, maka- og ellilífeyris auk ör- orkubóta. Verktakar verða sjálfir að standa skil á lífeyrissjóðs- gjöldum sínum. Þeir geta greitt í lífeyrissjóð stéttarfé- lags síns eða Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Til viðbótar eru til frjálsir lífeyrissjóðir, sem ýmis fjárfestingarfyrir- tæki bjóða upp á, en þar er ekki um samtryggingu að ræða. Helsti munurinn á frjálsu sjóðunum og öðrum er sá að féð í þeim er alltaf eign greiðandans og erfist þar af leiðandi. Þeir bjóða líka margir hverjir upp á ýmsa tryggingavernd. Verk- taki þarf að greiða öll 10% í lífeyrissjóðinn og hafa skattayfirvöld ekki samþykkt 6% mótframlagið sem frá- dráttarbæran kostnað eins og hjá fyrirtækjum svo verk- takinn þarf að greiða skatta af öllu sem hann leggur í líf- eyrissjóð en launþeginn þarf aðeins að greiða skatta af 40% þess. 9. Atvinnurekandi á að sjá um staðgreiðslu skatta þegar hann greiðir launþega laun. Verktakar þurfa að standa ríkissjóði skil á staðgreiðslu- skatti og tryggingagjaldi af reiknuðu endurgjaldi vinnu sinnar sem og virðisauka- skatti ef starfsemin er virðis- aukaskattskyld. Við stað- greiðsluna er tekið tillit til kostnaðar af verktakastarf- seminni en sá kostnaður, sem tengist beint tekjuöflun verktakans, er frádráttarbær frá skatti eins og til dæmis kostnaður við vinnuáhöld, ritföng og húsnæði. KOSTIR OG GALLAR Eins og þessi upptalning gefur til kynna felast gallarnir við það að vinna sem verk- taki fyrst og fremst í skorti á þeim félagslegu réttindum sem launþegar njóta. Einnig þurfa verktakar að fylla út ákveðnar skýrslur, til dæmis vegna staðgreiðslu skatta og virðisaukaskatts. Ef það gleymist þarf viðkomandi að greiða álag og vexti. Við gerð skattframtals þarf að útbúa rekstrar- reikning og kostar það bæði tíma og fyrir- höfn. Verktakinn verður líka að gæta sín á því að hann þarf að hafa að minnsta kosti 25- 30% hærri laun en launþeginn til að njóta sömu kjara. 10,2% er orlof, 6,55% er trygg- ingargjald, 6% er mót- framlag í lífeyrissjóð og um það bil 1,5% er tillag í sjúkra- og or- lofsheimilasjóð og þess háttar og 2,5% eru skattagreiðslur vegna þess að 6% mótframlagið í lífeyris- sjóðinn er ekki frá- dráttarbært sem rekstrarkostnaður. Kostirnir við verk- takavinnuna eru hins vegar ótvíræðir. Verk- takar geta nefnilega notið meira frjálsræðis en launþegar. Þeir geta til dæmis nýtt sér sveigjanlegan vinnu- tíma sem og aðstoð ættingja og vina í vinnunni sem gæti orðið erfiðara hjá launþega. Jafnframt getur verktakinn átt auðveldara með að hætta í vinnu þar sem ekki er um neinn upp- sagnarfrest að ræða af hans hendi fremur en hjá vinnuveitandanum. Heimildir: Vinnan, tímarit ASÍ, 6.-7. tölublað 1993, 43. árgangur, Hreiðar Már Sig- urðsson hjá Kaupþingi, Gunnar Erlingsson endur- skoðandi og Margrét Tómas- dóttir hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. KYSI FREMUR ATVINNUÖRYGGIÐ Flestir listamenn vinna sem verktakar og meðal þeirra er Björk Jakobsdóttir leikkona. „Þegar ég byrjaði að leika láðist mér að fara fram á hærra kaup fyrir vinnuna mína sem verktaki. Ég er þó farin að gera það núna. Þeg- ar unnið er við kvikmyndir er gert ráð fyrir þvf að verktakar fái hærra kaup en það er allt of algengt að maður þurfi að minna á það. Þegar ég er með verkefni í leikhúsunum 30 VIKAN 3. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.