Vikan - 20.03.1995, Síða 40
IM^/iWOriH
HVERNIG
GEISLASPILARA?
Þetta er vinsælasti tónlist-
armiðillinn í dag og eru spil-
ararnir orðnir næstum eins
fullkomnir og örbylgjuofn
sem bakar, grillar og sýður
egg á meðan.
í suma geislaspilara má
setja fjölda diska í skúffuna,
ýta á takka og spila valin lög
í ákveðinni röð, endurtaka
reglulega sama stefið í
sama laginu og láta spilar-
ann ganga svo lengi sem
hann er í sambandi. Hins-
vegar eru t.d. góðir ferða-
spilarar dýrir miðað við
gæði. Þú borgar fyrir smæð-
ina. Vegna fjöldaframleiðslu
er þessi tónlistarmiðill sá
ódýrasti miðað við gæði.
Hægt er að fá góða spilara
fyrir um 20 þúsund krónur.
Munið að spyrja að dóm-
um úr fagritunum því þeir
eru misgóðir þó svo að verð-
munurinn sé sáralítill. Hér
þarf að vanda valið því úr-
valið er mikið. Prófið Mar-
antz, Sherwood, Sony, NAD
og Pioneer til dæmis og ekki
má gleyma Denon. Úrvalið
er æði fjölbreytt.
Gætið bara að því að klína
ekki út diskana með fingra-
förum, þá spilast þeir illa.
HVERNIG ÚTVARP EÐA
ÚTVARPSMAGNARA?
Þegar annað eins úrval af
góðri tónlist (klassík meðtal-
in) stendur til boða þá er
ekkert vit í öðru en hágæða-
útvarpi sem getur þá hljóm-
að eins og góður geislaspil-
ari. Útvarp er ekki bara eitt-
hvað sem pabbi gamli notar
til að hlusta á fréttirnar. Ef út-
varpið er lélegt þá er ekkert
gaman að því. Eins gott að
sleppa því. Hinsvegar getur
gott útvarp gert gæfumuninn
á skemmtilegu kvöldi. Svo
verða upptökur á vinsælustu
lögunum allt öðruvísi. Meiri
hljómur, dýpri bassi, tærari
hátónar og rosalegt rokk.
Gleymdu því að ætla að
spara hérna, nema ef vera
skyldi góðan útvarpsmagn-
ara. Margir velja þann kost-
inn og gera mjög góð kaup.
Það er meira að segja hægt
að fá þokkalegasta Sony út-
varpsmagnara með heima-
bíóhljóm „Pro-Logic“ á rétt
tæpar 40 þúsund krónur og
það er ódýrt. Það er bara eitt
sem verður að minnast á!
Inniloftnetin, sem fylgja,
duga sjaldnast. í búðinni er
líklegast tengt við útiloftnet.
Fáðu eitt fyrir heimilið, það
sér enginn eftir því, slíkur er
munurinn.
Þó ekki hafi verið minnst
sérstaklega á hátalara hér er
samt ein ábending. Leitið að
viðarklæddum hátölurum.
Plastboxin ná sjaldnast
sama hlýja tóninum og við-
urinn gefur. Skoðið, hlustið,
fáið þá heim til að prófa og
fordæmið ekki litlu boxin.
Þeir hátalarar eru margir
mun betri en aðrir miklu
stærri.
Hátalarar eiga alltaf síð-
asta orðið og ef þeir eru lé-
legir skiptir engu hversu
góður magnarinn eða geisla-
spilarinn er. Því miður er
þetta einn helsti gallinn í
samstæðum. Þar er oftast
sparað í hátölurunum.
VÖNDUM VALIÐ
Þetta er aðeins ein leið af
mörgum við að velja hljóm-
tæki fyrir unglingana (og
okkur sjálf). Önnur leið er að
skoða auglýsingarnar og
kaupa ódýrustu, mest
auglýstu, hæstu vattatöluna
eða „flottasta" nafnið. Þetta
er sjálfsagt auðveldasta leið-
in.
Rétta leiðin er auðvitað að
skoða sjálf, mynda ykkar
eigin skoðanir og velja eða
hafna. Nú, ef allir eru í tíma-
þröng og treysta sér ekki, af
hverju ekki leyfa unglingnum
að fara sjálfum á stúfana og
skoða? Það getur varla verið
verri niðurstaða en svo
margir hafa reynt hingað til
en það er að kaupa ódýra,
einnota samstæðu.
Ef eyða á tugþúsundum í
tæki er þá ekki rétt að skoða
sjálf úrvalið og eiga ungling-
arnir ekki skilið það besta
sem völ er á? Þeir hlusta jú
mest allra.
Munið bara að skilja Visa-
eða Eurokortið eftir heima í
fyrstu skoðunarferðinni. □
Sf. / ÞEVTT RBaJMA SrHUL KDMfíST WEyr- X THnOu KUTKí KÓLÐfi SKEl KSltuft drdTi'K- (SuB6i KnrPL- FcTáLBK
» r,» ■ .» «i i wÞ u 1
*Æ \S. 7 X! Ds
Kdhu SKviA- SETlrK 7- * >
wÆM'A StiRT KRÓK V V > i/ 3
KDKJLi t X SPÍLuaa y • > V
rv\‘f\L. R'omi/- TALft DRi T • > : r > ,/ f\uÐ
,/ M Du&~ LE£A ÓÓMU. boRÐ- «
V n. KíkjD AajDÍ
Aumí (JEiSLfl- B (\díu<{ S ► /Jo&L lo
r z 3 y s~ lx> T <P SftR.
40 VIKAN 3. TBL. 1995
Lausnarorð síðustu krossgátu KLAMPAR