Vikan - 20.03.1995, Side 58
SPURNINGARLEIKUR
12. Hver af eftirfarandi heldur þú að maki þinn vildi helst
vera? Útskýrið einnig hvers vegna.
A. Davíð Oddsson
B. Stefán Jón Hafstein
C. Sigmundur Ernir
D. Bubbi Morthens
E. Jón Baldvin Hannibalsson
F. Kristján Jóhannsson
G. Baltasar Kormákur
H. Sigurður Sveinsson
I. Róbert Arnfinnsson
A. Vigdís Fimmbogadóttir
B. Elín Hirst
C. Ólöf Rún Skúladóttir
D. Björk Guðmundsdóttir
E. Jóhanna Sigurðardóttir
F. Sigrún Hjálmtýsdóttir
G. Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir
H. Ragnheiður Runónfsdóttir
I. Herdís Þorvaldsdóttir
13. Hvað heldur þú að maki þinn vilji helst að þið eigið
sameiginlegt?
A. Gott kynlíf
B. Góða kímnigáfu
C. Góðar gáfur
D. Skemmtileg „hobbý"
E. Mikla virðingu hvort fyrir öðru
F. Hver veit?
G. Mikla peninga
14. Nú skaltu látast vera maki þinn og Ijúka eftirtöldum
setningum eins og þú álítur að hann/hún myndi gera
A. Ef ég ætti hálfa mílljón þá myndi ég kaupa mér_________
B. Viðkvæmasti bletturinn í sambandi okkar er/eru_________
C. Mesti vitleysingurinn í fjölskyldunni er_______________
D. Heitast af öllu þrái ég _______________________________
E. Ég er langhreyknust/ -hreyknastur af___________________
F. Það sem þú dáir mest í fari mínu er_____________________
G. Það sem þér fellur verst í fari mínu er________________
H. Ef ég væri forsetinn þá myndi ég_______________________
SEGJUM SVO AÐ ÞÚ HÉLDIR
FRAMHJÁ. HVAÐ MYNDI MAKI ÞINN
GERA í MÁLINU?
A. KOMA SÉR í BURTU HIÐ SNARASTA
B. VIUA VITA ALLT UM MÁLIÐ
C. VILJA ALLS EKKERT VITA
D. REYNA AÐ SKILJA DÆMIÐ
E. LÁTA ÞIG FÁ ÞAÐ ÓÞVEGIÐ
Spurning 7: Þið fáið 5 stig í hvert skipti sem þið samþykkið
álit hvors annars á því hvort fullyrðingarnar frá A - L séu
sannar/ekki sannar.
Spurningar 8 - 11: Þið fáið 10 stig fyrir hvert svar sem þið
eruð sammála um.
Spurning 12:
Ef þið hafið getið ykkur rétt til um það hver hinn makinn vildi
helst vera þá fáið þið 20 stig. Og ef þið eruð einnig sammála
um hvers vegna þá fáið þið 5 stig í viðbót.
Spurning 13: Þið fáið 10 stig fyrir hvert svar sem þið eruð
sammála um.
Spurning 14: Þið fáið 10 stig fyrir hvert svar sem þið eruð
sammála um. Svörin þurfa skiljanlega ekki að vera mákvæm-
lega orðrétt frá ykkar hálfu, aðeins innihalda sömu merkingu.
Ef þið eruð svo óheppin að hafa svarað F lið í spurningum
1,2,4,7,8,9,10 og 13 verðið þið að draga frá ykkur 5 stig í hvert
skipti.
Ef þið eruð svo óheppin að hafa ekki getað ákveðið hverju
þið ættuð að svara verðið þið að draga frá ykkur 10 stig í
hvert skipti.
í þriðja iagi: Nú skaltu fara yfir svör maka þíns. Þið verðið
síðan að vega og meta hvort ykkur finnst þið hafa haft rétt fyr-
ir ykkur eða ekki varðandi svör ykkar (þið verðið að sjálfsögðu
hrikalega heiðarleg í mati ykkar, engin spuning). Eftir að hafa
skipst á svörum gefið þið hvort öðru stig nákvæmlega á sama
hátt og þið gáfuð ykkur sjálf.
Fékk annaðhvort ykkar 175-300 stig?
Til hamingju! Það er alveg gefið að þú þekkir maka þinn vel.
Hann er svo sannarlega heppinn að eiga einhvern að sem er
svona vel inni í hans málum i lífinu. Það er heldur engin
spurning að þú hefur haft næmt eyra fyrir öllum væntingum
hans og kröfum; þú hefur tekið tillit til óska hans og berð virð-
ingu fyrir tilfinningum hans. VIÐVÖRUN! Ekki vera allt of ör-
ugg/ur. Fólk breytist, eins og allir vita, svo það er þitt að halda
sambandinu gangandi.
Fékk annaðhvort ykkar 100-170 stig?
Jafnvel þótt þú þekkir maka þinn þónokkuð vel þarftu að líta
þér aðeins nær. Lokaðu bókinni, slökktu á sjónvarpinu og
sjáðu bara til. Sambandsleysið verður úr sögunni og sam-
bandið eflist. Byrjið á því að rifja upp bernskuárin saman og
fikrið ykkur síðan upp árin smám saman. Stigafjöldinn, sem
þið fenguð í spuningarleiknum, sýnir að þið þekkið hvort ann-
að nokkuð vel svo grunnurinn, sem þið byggið samband ykk-
ar á, er ansi sterkur.
SVÖR OG ÚTKOMA
Eins og þið hafið nú eflaust komist að þá gildir hér engin ein-
hlít regla um rétt svör eða röng svör, leikurinn er til þess
gerður að komast að því hversu vel þið þekkið hvort annað.
í fyrsta lagi: Farðu vel yfir þín eigin svör með maka þínum.
Ekki fyrtast þótt hann sé ekki alltaf á sama máli og þú. Þú
verður að gera ráð fyrir því að hann sé hreinskilinn þegar
hann tjáir þér hvort þú hafir rétt fyrir þér eða ekki. Ræðið
hvert einstakt svar fyrir sig og virðið svör hvors annars því í
þeim felst bæði tilfinningar og minningar.
í öðru lagi: Þið fáið ákveðin stig fyrir hverja spurningu hvort
fyrir sig:
Spurningar 1- 4: Þið fáið 10 stig fyrir hverja spurningu sem
þið eruð sammála um.
Spurning 5: Þið fáið 15 stig ef svo skemmtilega vildi til að
ykkur datt báðum í hug einhverjir þrír hlutir fyrir utan debet-/
kreditkort og ökuskírteini. Og ef þið eruð sammála um það
að þið hafið verið sérlega skörp að vita um einhverja óvenju-
lega hluti í seðlaveskinu/veskinu fáið þið 10 stig til viðbótar.
Spurning 6: Þið fáið 10 stig ef þið vissuð fatastærð makans.
Fékk annaðhvort ykkar 50-100 stig?
Hér eru vandræði í uppsiglingu! Ef þú ert aftur á móti nýgift/ur
þarft þú ekki að láta þér bregða en ef ekki þá eru lagfæringar
nauðsynlegar á þessu stigi málsins. Það er augljóst að þú
þekkir maka þinn ekki eins vel og þú kannski ættir að gera.
Hér eru nokkur heilræði til að bjarga málunum. Lærðu að
treysta maka þínum, brjóttu niður vegginn sem er á milli ykk-
ar, trúðu makanum fyrir leyndarmálum þínum og vertu viss,
hann mun trúa þér fyrir sínum. Hlustaðu betur, jafnvel á þögn-
ina, sem segir oft meira en segja þarf. Vertu opinská/r og
tjáðu tilfinningar þínar og hugsanir og ekki gera ráð fyrir þvi
að makinn viti um þær. Hér eru svo góðu fréttirnar. Fyrst þið
ákváðuð bæði að taka þátt í þessum merkilega spuningarleik
er öll von aldeilis ekki úti. Stigið bæði skrefið til innilegra sam-
bands.
Fékk annaðhvort ykkar undir 50 stig?
Þú þekkir maka þinn ofur lítið, harla lítið og ekki neitt! Sam-
band ykkar er því miður ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Kannski ættuð þið að fara í „samtalsmeðferð"? Að öllu gamni
slepptu þá er hægt að fá margskonar hjálp til þess að læra
að þekkja hvort annað betur. Sé áhuginn fyrir hendi er auð-
velt að stíga fyrsta skrefið. Gangi ykkur vel.
58 VIKAN 3.TBL. 1995