Vikan


Vikan - 20.03.1995, Side 60

Vikan - 20.03.1995, Side 60
ÍSLENDINGAR ERLENDIS Vegfarendur, sem fylgdust með þess- um trúðsleik hlógu og klöppuðu. Þetta var á götu í Genf og trúðurinn, sem var þarna að leika listir með nokkrum öðrum hæfi- leikamönnum, sannaði að ekki er nóg að haga sér eins og trúður til að vera trúður. Það þarf lipurð dansmeyj- arinnar, styrk skrímslisins, látbragð leikarans og hug- myndaflug barnsins. Sá, sem sameinaði þetta allt, reyndist vera Svisslendingur og heita Yves Deferne. Þeg- ar hann var staðinn á fætur og orðinn ballerína á ný kom óvænt í Ijós að hann gat kryddað sýningu sína með nokkrum íslenskum upp- hrópunum. Skýringin reyndist felast í konunni hans, sem er ís- lensk, nánar tiltekið af Skag- anum. Kristín Reynisdóttir heitir hún, læröur kírópraktor eða hnykkir, heimavinnandi með tvo litla trúða, Söndru þriggja ára og Gísla eins árs. Kristín er þrítug. Hún fædd- ist í Vík en flutti ung til Akra- ness. Yves, sem er þrjátíu og tveggja ára, er lærður trúður. Hann var í tvö ár við nám í sirkusskólanum Ecole sans Filet, í Brussel í Belgíu. í skólanum er lögð sérstök áhersla á leikhús og dans. En hvaða eiginleika verða menn að hafa til að fara í sirkusskóla? „Menn þurfa að vera svo- lítið léttir á fæti, hafa húmor- inn í lagi og hafa gaman af að hreyfa sig og vera í alls- konar stellingum," segir Yves þegar hann er kominn úr trúðsgervinu og orðinn hefðbundinn tveggja barna faðir á ný. „Menn verða líka að hafa góða tilfinningu fyrir því að leika með hluti eins og bolta og keilur og vera ^ færir um að leika hefð- B bundnar kúnstir eins ■ og þá að ganga á stult- ■ um. H Áður en ég fór í skólann var ég hálf- gerður trúður. Ég lærði ung- ur á einhjól og var alltaf að leika alls kyns kúnstir. Þetta var einhvern veginn í blóð- inu. Svo heyrði ég af þess- um skóla og var ekki lengi að hugsa mig um. Mér fannst frábært að geta gert það, sem mér fannst MYNDIR OG TEXTI: BRYNDÍS HÓLM Truóurinn lappalangi, Yves, situr uppi á arn- inum. I faömi fjölskyld- unnar í Genf: Kristínu og börnum þeirra tveim. Hann kom dansandi eftir götunni eins og ballerína. Skyndilega tók hann undir sig stökk og stóö á höndum. Pilsiö féll niöur og opinberaöi það sem þaö haföi huliö áöur. Höfuö á skrímsli. Dansmærin var oröin aö ófreskju. 60 VIKAN 3. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.