Vikan


Vikan - 20.03.1995, Side 71

Vikan - 20.03.1995, Side 71
Hlyni Aðils Vilmarssyni úr hljómsveitinni Strigaskór nr. 42, sem flutti hana jafnframt. Emmerringar fengu nem- endur í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands til að ann- ast leikmynda- og búninga- hönnun. MÚRINN Í VERZLÓ Verslunarskóli íslands hef- ur alltaf lagt mikinn metnað í að setja upp söngleiki og er skemmst að minnast „Tom- my“ og „Jesus Christ Sup- erstar". í ár varð „The Wall“, eftir Roger Waters, hins vegar fyrir valinu. Hann fjallar um rokkstjörnu sem er illa farin bæði á sál og líkama. Vel- gengnin reyndist honum um megn og ekki hefur eitur- lyfjaneysla bætt úr skák. Þorsteinn Backmann, sem eitt sinn stundaði nám við Verzlunarskólann, leikstýrði „The Wall“ en tónlistarstjórn var í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar úr hljómsveitinni Tweety. MARAT SADE í MH Menntaskólinn við Hamra- hlíð setti á svið í Tjarnarbíó, undir leikstjórn Rúnars Guð- brandssonar, leikritið „Marat/ Sade“ eftir Peter Weiss. Með stærstu hlutverk fóru þau Páll Sigþór Pálsson og Helga Rakel Rafnsdóttir. Verkið gerist á geð- jjrt—» 'KiÆ veikrahæli og tóku 44 leik- arar þátt í sýningunni. Guðni Franzson samdi tón- Marat Sade. listina en Linda Björg Árna- dóttir hannaði búningana en hún hannaði einnig bún- ingana fyrir Vélgengt gló- aldin sem Sumarleikhúsið setti upp í fyrra. ALLT í MISGRIPUM í MK Leikfélag Menntaskólans í Kópavogi var endurvakið í vetur en það hafði legið í dvala í 10 ár. Leikfélagið setti uþp „Allt í misgripum" eftir Shakespeare og fóru sýningar fram í Félags- heimili Kópavogs. Þær urðu fimm talsins. „Textinn var erfiður en krakkarnir fengu góðar persónur að fást við,“ segir Eggert Kaaber sem leik- stýrði sýningunni. Það er hægt að setja leikrit Shake- speares upp á svo fjöl- breyttan hátt. Þau þola mjög einfalda umgjörð því aðaláherslan er alltaf á leikaranum." Tónlistin, sem notuð var í „Allt í misgripum", var samin af einum nemanda skólans, Hlyni Aðils. Það fer vel á að Ijúka þessari upp- talningu á sýning- um framhalds- skólanna á Stór- Reykjavíkursvæð- inu á því að minnast á söngleik þar sem þeir hafa átt miklum vinsæld- um að fagna. í lok þessa mánaðar heldur Menntaskólinn í Kópavogi árshátíð þar sem atriði úr söngleiknum Gæj- ar og píur verða sett á svið. Söngleikurinn naut mikilla vinsælda þegar hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu og er ekki að efa að mennt- skælingar í Kópavogi eigi líka eftir að njóta hans. The Waii. 3.TBL. 1995 VIKAN 71 FÉLAGSLÍF

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.