Vikan - 01.05.1996, Side 44

Vikan - 01.05.1996, Side 44
Stúlkurnar eru í O'Neill sundbolum frá Sportís. Silkiö er frá Vogue. Vigdís Jóhannsdóttir er 18 ára Keflvíkingur, fædd 6. júlí 1977 og er því í Krabba- merkinu. Hún er á eðlisfræðibraut við Fjölbrautaskóla Suður- nesja og lýkur þaðan stúd- entsprófi um næstu jól. Hún hefur unnið í sumar- leyfum og með skólanum en reynt að svala ferðagleði sinni eftir því sem kostur er, og þá m.a. með sumarvinnu erlendis. Hún hefur ferðast mikið og lengst dvalið í Dan- mörku og Noregi. Hún segist hafa gaman af að skoða nýja staði og kynnast ólíkri menningu mismunandi landa. I framtíðinni vill hún geta ferðast sem mest og lært ný tungumál. Það kem- ur því ekki á óvart þegar hún segir að helst kjósi hún að gera flugfreyjustarfið að framtíðarstarfi sínu. Foreldrar hennar eru Guð- ný Gunnarsdóttir og Jóhann Einvarðsson. Hún átvö syst- kini. Vigdís er 168 sm á hæð. Hjördís Sigurðardóttir kemur frá Skaganum. Hún er 19 ára gömul, fædd 3. nóvember 1977 og er í Sporðdrekamerkinu. Hún er nemi í hárgreiðslu á hárgreiðslustofunni Class- ic á Akranesi og stefnir að því að verða meistari I fag- inu. Hún hefur lokið þrem önnum í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Síðastliðin sumur hefur hún starfað á dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi, í Botnsskála, þeim kunna veitingaskála, og einnig hef- ur hún unnið við garðyrkju- störf. Hestamennska er í miklu uppáhaldi hjá Hjördísi og stundar hún hestamennsku af kappi. Einnig hefur hún haft gaman af að fara á skíði. Segist hún vera mikil „útivera". Foreldrar Hjördísar eru María Luisa Kristjánsdóttir og Sigurður Sverrir Jónsson. Systkinin eru þrjú talsins. Hjördís er 172 sm á hæð. 44 VIKAN 2. TBL. 1996

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.