Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 2

Vikan - 17.12.1998, Page 2
Ráðgáta um rauðanótt Ráðgáta um rauðanótt - verðlaunasaga eftir björgu Möller. Þetta er önnur barnabók Ingi- bjargar, en fyrri bók hennar, Grillaðir bananar, hlaut afbragðsgóðar viðtökur. Þessi saga hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um barnabókarhand- rit sem Bandalag kvenna í Reykjavík efndi til í tilefni 80 ára afmælis síns. Aðalsögupersónurnar eru fjórar, tvær stelpur og tveir strákar. Annar strákurinn er al- varlega veikur og því nokkuð ofverndaður af foreldr- um sínum. Hann fær leyfi til að fara með vinum sín- um þremur út í Engey þar sem margt ævintýralegt og óvænt ber við og dularfullir atburðir gerast í neðanjarðarbyrgi frá stríðsárunum í eynni. Snæfinnur snjókarl Snæfinnur snjókarl eftir Jón Ármann Steinsson og Jón Hámund Marinósson. Litskrúðug saga fyrir yngstu les- endurna um hinn kunna Snæfinn snjókarl og þau ævin- týri og raunir sem slíkir karlar rata tíðum í. Digitus Sapiens Digitus Sapiens eftir Þóri S. Guð- bergsson, Kristin R. Þórisson og Bjarna Hinriksson. Þetta er afar sérstæð bók þar sem fléttað er saman frásögn og myndum. Hún fjallar um ferðalag tveggja íslenskra ungmenna í hulda neðansjávarhella. í hellunum hitta þau greindar verur sem hafa þróast og þroskast í þúsundir ára - vitibornar vélar, tækniundur með gervigreind. í bókinni er leitast við að fjalla um ýmislegt það sem skipta mun miklu máli í þjóðfélagi framtíðarinnar og er framsetningin ætluð til hvatningar og örvunar sjálfstæðrar hugsunar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.