Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 31

Vikan - 17.12.1998, Page 31
KARLARIKOKKASKQU Það skín einbeiting úr andlitum nemenda Matreiðsluskólans Okkar þegar okkur ber að garði eitt hrollkalt mánudagskvöldið. Hrollurinn er fljótur að hverfa úr skrokknum I hitanum frá pottunum sem I krauma hinir girnilegustu réttir. Það er ekki að sjá á handbragðinu að nemendurnir séu í sinni fyrstu kennslustund. Hér er gengið fumlaust til verks. Nemendahópurinn er eingöngu skipaður körlum. Hvernig smakkast? Ragnar Ólafsson smakkar súpuna. Þórarinn Jónsson og Sigurður Ing- ólfsson bíða spenntir eftir dóminum. Eldamennska er ekkert grín! Eða hvað? Daði Pétursson, Guðjón Guð- jónsson og Bergsveinn Halldórsson ræða málin. Þetta er nú ekki mikill vandi! Sigurjón Harðarson og Grétar Þórisson niðursokknir í eldamennskuna. Ingvar Helgi Jónasson kennari skiptir körlunum upp í fjóra hópa. Fyrsti hópurinn á að sjá um forréttinn. Annar og þriðji hópurinn sjá um aðalréttina tvo, og sá fjórði um eftir- réttinn. „Kokkarnir" eru borubrattir og bera sig vel. Eru ekkert hræddir við verkefnið. Flestir þeirra eru samt að kynnast mat- argerðarlistinni í fyrsta sinn. Þeir koma af ýmsum ástæðum í matreiðsluskólann, sumir hafa fengið námskeiðið í afmælisgjöf frá fjölskyldunni, aðrir koma af eigin hvötum. Alla langar þá að kunna eitthvað annað fyrir sér í eldamennsku en það sem yfir- leitt er tekið frá fyrir karlana; grilleldamennskuna. Hér á eftir birtast uppskriftirnar sem herrarnir í Matreiðslu- skólanum Okkar fóru eftir: WOBOftG Svona eigið þið að fara að þessu, strákar! Ingv- ar sýnir Kristjáni jó- hannessyni, Ögmundi Friðrikssyni og Þórhalli Einarssyni réttu hand- tökin. 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.