Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 32

Vikan - 17.12.1998, Page 32
SPERGILKÁLSSÚPA 100 g smjörlíki 80 g hveiti 11 vatn 1 tsk. grænmetiskraftur 1 d rjómi 1/2 spergilkálshöfuð Spergilkálið er skorið í litla bita og soðið í vatninu í u.þ.b. 5 mínútur. Smjörlíkið er brætt í potti og hveitinu hrært út í. Potturinn tekinn af hitanum og vatninu af spergilkálinu bætt út í. Sett yfir til suðu og látið sjóða stutta stund, hrært vel í á meðan. Bragðbætið með grænmetiskrafti og rjóm- anum bætt út í. Bætið soðna spergilkálinu út í. Á sama hátt má búa til blómkáls- og græn- metissúpu. Kræsinqar fyrir karla GUFUSOÐIN SMÁLÚÐUFLÖK MEÐ KARRÍSÓSU 600 g smálúöuflök vatn eða fisksoð salt pipar sítrónupipar lárviðarlauf 1/2 sítróna Sósa: 80 g smjörlíki 80 g hveiti 1/2 epli fiskikraftur 2 msk. karrí 1/21 vatn (fisksoð) Iaukur, eftir smekk Roðflettið smálúðuflökin og skerið þau í u.þ.b. 2 sm breiðar ræmur. Berjið flökin létt, raðið þeim hlið við hlið og rúllið þeim síðan upp í rós. Smyrjið pönnu með smjörlíki eða olíu, raðið smálúðurósunum á pönnuna og kryddið með salti, pipar og sítrónupipar. Hellið vatni eða fisksoði á pönnuna, bætið lárviðarlaufunum út í, setjið lokið á og sjóðið í u.þ.b. 5 - 7 mínútur. Sósa: Saxið laukinn og eplið og léttsteikið það í smjörlíkinu ásamt karríinu. Hrærið hveitinu saman við og hellið síðan fisksoðinu út í og hrærið vel. Bragðbætið með salti og fiskikrafti. Látið suðuna koma upp og sigtið. Gott er að bæta örlitlum rjóma út

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.