Vikan


Vikan - 17.12.1998, Side 45

Vikan - 17.12.1998, Side 45
LYSTARSTOL Ot LOTUGRÆBGI Inga Bjarnason aðstoðar ungar konur með mataróreglu Inga skorar á alla þá sem þjást af þessum sjúkdómum að leita sér lækninga. „Þó þú gerðir ekkert annað en að liggja hreyfingarlaus í rúminu eyðir þú 900 hitaein- ingum bara með því að anda og halda líkamsstarfseminni gangandi. Eðlileg hitaeininga- þörf er um 2 þúsund hitaein- ingar á dag, þannig að þessi kona er á óskaplega kvala- fullri og hægfara leið til sjálfs- vígs." Inga Bjarnason leik- stjóri veit hvað hún er að tala um. Hún miðlar af eigin reynslu á námskeiðum fyrir þá sem haldnir eru sjúkdóm- um sem tengdir eru mataró- reglu; lystarstoli (anorexiu), bulemiu (lotugræðgi) og ofáti. Hópurinn hittist vikulega í fimm vikur og þátttakendur eru í símasambandi eftir að námskeiðinu lýkur, bera sam- an bækur sínar og veita hver öðrum stuðning. „Aðallega reyni ég að fá þau til að leita sér lækninga, bendi þeim á geðlækna og brýni fyrir þeim nauðsynina á að leita sér lækn- isfræðilegrar hjálpar. Einnig bendi ég þeim á OA samtök- in." Sjálf var Inga haldin lotu- græðgi um tveggja ára skeið. „Ég lenti í þessu þegar ég var ungur dansari og leikari, ég þurfti að grennast mjög hratt á skömmum tíma og var mjög grönn fyrir. Þessir sjúkdómar eru algengir meðal dansara, að ég tali nú ekki um hjá fyrir- sætum. Það er talið að um 95% toppfyrirsæta séu allar meira eða minna haldnar lyst- arstoli eða lotugræðgi. Ég var svo heppin að hitta strax mjög góðan lækni. Ég var orðin þannig að ég varð að velja á milli þess að leika og dansa eða vera grönn. Ég var farin að æla blóði fyrir hverja sýn- ingu en mér þótti vænna um leikhúsið heldur en þetta ástand." Lystarstolssjúklingar eru yf- irleitt ungar stúlkur sem haldnar eru fullkomnunar- áráttu og með sveltinu ná þær fullkomnu valdi yfir einhverju, hafa al- gjöra stjórn. Fyrst er talað um lyst- arstol sem sjúkdóm fyrir u.jj.b. 300 árum. Aður fyrr dóu um 15-20% sjúklinganna en í dag er talið að um 1-5% deyi úr sjúk- dómnum. Lotu- græðgi er hins vegar að verða æ algeng- ari og rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal ungra kvenna sem stunda háskólanám í Bandaríkjunum sýna að um 20% þeirra eru haldnar lotugræðgi. Inga segir ástæðuna aug- ljósa. „Sjáðu til. Venjuleg kona er sköpuð þannig af guði að hún er nokkurn veginn eins og talan 8 í lag- inu. Tískan segir að konan eigi að vera eins og sleikipinni í laginu. Þér er sagt að þannig eigir þú að líta út viljir þú verða rík og fræg. Þú átt að vera dug- leg og falleg, þér á að ganga vel og einhvers stað- ar brestur þetta allt saman. Fyrirmyndirnar eru fyrirsæt- urnar sem eru fárveikar stúlk- ur. Til þess að líkjast þeim ferð þú í megrun sem getur endað með skelfingu. Rann- sóknir sýna fram á það að megrun er fitandi. Líkaminn bregst þannig við að hann fer að nýta alla orku og brenna eins litlu og hægt er, þannig að í hvert skipti sem þú ferð í megrun fitnar þú af minni mat en áður. Hugsið ykkur alla ljótu, feitu kallana úti í heimi sem eru orðnir milljarðamær- ingar á þessari vitleysu! Þeir framleiða alls kyns duft og pillur sem eiga að hjálpa þér til að líkjast ímyndinni um grönnu konuna sem gengur á vegi velgengninnar." Inga segir þessa sjúkdóma leiða til einangrunar. „Þetta er einmanalegt líf, þú Iokast inni í þínum eigin heimi. Margar kenningar eru til um orsakir sjúkdómanna, líkleg- ast eru þær margvíslegar. Ekki eingöngu andlegar held- ur einnig félagslegar, líkam- legar og tilfinningalegar. Þjóðfélagið segir að þú eigir að vera grönn og falleg þang- að til þú deyrð. Sumir vilja kalla þetta systursjúkdóma alkóhólismans. I Bandaríkjun- um, þar sem ég hef kynnt mér þessi mál, eru meðferðar- heimili hlið við hlið, þar sem verið er að venja fólk af áfengi og eiturlyfjum annars vegar og mataróreglu hins vegar. Þar hefur gefist vel að nota 12 spora kerfið við með- ferð þessara sjúkdóma." Hún bendir á að erfiðast sé að lækna lystarstol. „Sjúkling- arnir eru haldnir þráhyggju og eru með mat á heilanum. Á ég að borða, á ég ekki að borða. Ef þú sýnir þeim mynd af venjulegri konu í góðum hold- um og aðra mynd af lyst- arstolssjúklingi segjast þeir líkjast feitu konunni. Það er mjög erfitt að hjálpa þeim fyrr en þær gefast upp sjálfar, þeg- ar þær geta ekki meir." Inga leggur áherslu á að for- eldrar fylgist með matarvenj- um barna sinna. „Það borgar sig að gæta að hlutunum ef unglingsstúlkan tekur upp undarlegar matarvenjur, þeg- ar hún vill borða í einrúmi og elda ofan í sig sjálf. Ungar stúlkur geta leynt þessu ástandi í lengri tíma. Það er augljóst þegar unga stúlkan er of feit. Það er eitthvað sem hún ber með sér og getur ekki leynt. En lotugræðgi er hægt að leyna svo árum skiptir." Inga skorar á allar þær konur sem þjást af þessum sjúkdóm- um að leita sér lækninga. „Hafið í huga að lystarstol og lotugræðgi er af mörgum vís- indamönnum talin ein aðalor- sök fyrir sjálfsmorðstilraunum og sjálfsmorðum ungra kvenna." Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Mynd: Gunnar Gunnarsson 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.