Vikan


Vikan - 17.12.1998, Side 53

Vikan - 17.12.1998, Side 53
STJORNUslúður... Rós Vikunnar Þekkir þú einhvern sem á skiliö að i'á rós Vik- unnar? Ef svo er, hafðu þá samband við ..Rós Vikunnar. Seljavegi 2, 101 Reykjavík" og segðu okkur hvers vegna. Einhver hepp- inn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni. fær Rós Vikunnar að þessu sinni. Ekki hafa margir einstaklingar lirist jafn rækilega upp í íslenskri þjóðfélagsumræðu á síðastliðnum árum og Kári Stefánsson geröi um leiö og hann Hulti aftur til landsins og stofnaöi íslenska erfða- greiningu. Fyrirtæki Kára hefur skapað el'tirspurn eftir hæfu íslensku menntafólki og haft áhrif á kttup og kjör víða í samfélaginu. Það er sama hvar á landinu nafn Kára ber á góma, allir eru með á nótunum. Svo hefur Kári skapað hagyrðingum og skemmtikröftum um land allt efnivið í ræður og vísur. Varla stígur nokkur maður í pontu þessa dagana án þess að slá um sig a.m.k. einu sinni með orðunum „Kári" og „miðlægur". ÞUNGLYND Gillian Anderson, sem leikur í Ráð- gátum, segist hafa verið í meðferð hjá sálfræðingi síðan hún var 14 ára. Hún þjáist af þunglyndisköstum og leitar til „sála" þegar hún er niðurdreg- in. Leikkonan fagra greinir frá þessu i viðtali við tímaritið Movieline og þar kemur einnig fram að hún trúir á endurholdgun og hún telur sig hafa lifað öðru lifi á jörðinni áður fyrr. STJÖRNUAFMÆU Kim Basinger verður 45 ára þann 8. desember. I. des.: Woody Allen (1935), Richard Pryor (1940), Bette Midler (1945), Vendela (1967) 2. des.: Monica Seles (1973) 3. des.: Katarina Witt (1966), Daryl Hannah (1960) 4. des: Marisa Tomei (1964), Jeíf Bridges (1949) 5. des.: Jose Carreras (1946) 6. des.: Janine Turner (1962), Don King (1932) 7. des.: Ellen Burstyn (1932), Larry Bird (1956), Tom Waits (1949) 8. des.: Kim Basinger (1953), Teri Hatcher (1965), Sinead O'Connor (1966) 9. des.: john Mal- kovich (1953), Kirk Douglas (1916), Beau Bridges (1941) 10. des.: Kenneth Branagh (1960), Susan Dey (1952) II. des.: Teri Garr (1949) 12. des.: Dionne Warwick (1941), Madchen Amick (1970) 13. des.: Christopher Plummer (1929) 14. des.: Patty Duke (1946) 15. des.: Don Johnson (1949), Helen Slater (1963). IHJARTAÐ ÞOLIR ítalska þokkadisin Sophia Loren segist ekki mega við því að verða ástfangin á ný því hjartað í henni þoli sennilega ekki álagið. "Spenningurinn yrði mér sennilega ofviða, hjartað myndi ekki þola það. Eg verð að halda ró minni," var haft eftir leikkonunni í ítölsku dagblaði. Sophia var lögð inn á spítala I New Vork í ágúst og fréttir voru fljótar að magnast í fjölmiðl- um. Hún var sögð hafa fengið hjartaáfall og hafa þurft að fara í meiriháttar hjartaaðgerð en læknirinn hennar, Isadore Rosenfeld, segir ekkert vera til í þessu. "Hún fór ekki I aðgerð og henni vegnar vel. Hún er fallegri en nokkru sinni fyrr og fullfrísk," segir læknirinn. Sophia, sem er 64 ára, dvelst nú í Genf með syni sín- um, Eduardo, og á nýlegum myndum virkar hún veikluleg. Rós Vikunnar

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.