Vikan - 17.05.1999, Page 8
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Myndir: Hreinn Hreinsson
„Maður nýtur ekki mikillar virðingar sem
heimavinnandi húsmóðir."
Helga Sverrisdóttir er gift Bjarna Armannssyni, forstjóra Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins og þau eiga þrjú börn, Tómas, fjögurra ára og tvíburana,
Helgu Guðrúnu og Benedikt, sem eru rúmlega árs gamiir. Helga áleit að hún
væri hin dæmigerða ofurkona. Hún gæti unnið fulla vinnu eftir að hún eign-
aðist börn, sinnt heimili og börnum með annarri hendi. Eftir að hún eignað-
ist sitt fyrsta barn skipti hún snögglega um skoðun.
ari ákvörðun. Ég var alveg
viss um að hann stæði sig vel í
starfinu og jafnframt að ég gæti
ekki gert þá kröfu að hann
sinnti heimili og börnum. Hann
hefur þurft á mínum stuðningi
að halda í starfinu og stuðning
minn hefur hann fengið allt frá
fyrsta degi.
Um leið og ég vissi að ég
gekk með tvíbura ákvað ég að
taka mikið tillit til meðgöngunn-
ar, leit á hana eins og vinnu.
Ég vildi forðast eins og hægt
var að enda inn á meðgöngu-
deild. Ég vissi að heimilið þyldi
ekki fjarveru mína. Ég fór mjög
vel með mig. Tómas var byrj-
aður í leikskóla og á meðan
hann var þar notaði ég tímann
til að hvíla mig. Meðgangan
gekk ótrúlega vel. Tviburarnir
fæddust tveimur vikum fyrir
tímann og voru 12 og 13 merk-
ur. Ég var hraust allt fram á
síðasta dag, var úti að borða
kvöldið áður þau fæddust. Ég
sé eftir á að þetta var skyn-
samleg ákvörðun að hafa tekið
meðgöngunni á þennan hátt.
Við vorum mjög heppin með
börnin. Þau voru vær og góð
fyrstu mánuðina og ég var með
þau á brjósti í níu mánuði. Erf-
iðustu tímabilin voru þegar
Bjarni var erlendis og ég var
ein á nóttunni með þau.
Tómas var líka mjög þægur og
meðfærilegur. Það vottaði ekki
fyrir afbrýðisemi hjá honum í
garð systkina sinna. Ef hann
Helga er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt og starf-
aði við hjúkrun á geð-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur
frá útskrift og þar til frumburð-
urinn fæddist. Síðan hefur hún
lítið unnið utan heimilisins.
„Þegar Tómas var eins og
hálfs árs hefði ég getað hugs-
að mér að fara aftur að vinna
en þá fluttist fjölskyldan til
Sviss þar sem Bjarni fór í fram-
haldsnám. Okkur leið mjög vel
í Sviss. Við eignuðumst góða
vini og erum á leið til Indlands [
sumar til að vera viðstödd
brúðkaup vina okkar sem við
kynntumst í Sviss." Námið var
strembið og Helga var því mik-
ið ein með Tómas á meðan
Bjarni var í skólanum. Á með-
an nemendurnir voru látnir púla
var skipulögð dagskrá fyrir
makana 3-4 sinnum í viku
þannig að Helga var ekki ein-
angruð heima í ókunnu landi.
Fjölskyldan kom aftur heim
árið 1996 og þá hóf Bjarni störf
sem forstjóri Kaupþings.
„Bjarni var strax farinn að vinna
mikið og var töluvert erlendis
þannig að heimilisstörfin og
barnauppeldi var á minni
könnu.”
Skyldi Helgu ekki hafa lang-
að aftur út á vinnumarkaðinn
eftir að þau fluttu heim?
„Mér fannst það óþægilegt
að fara að vinna á þessum
tímapunkti. Bjarni var mjög
upptekinn í sinni vinnu og okk-
ur langaði að eignast fleiri
börn. Á sama tíma vorum við í
húsnæðisleit."
En ekki leið á löngu þar til líf
þeirra breyttist til muna.
Fjölgunarvon og
fjárfestingarbanki
Sumarið 1997 fluttu þau í
nýtt hús á Seltjarnarnesi.
Vinnan við standsetningu og
flutninga kom í hlut Helgu. Á
svipuðum tíma kom í Ijós að
fjölgunarvon væri í litlu fjöl-
skyldunni. Helga gekk með
tvíbura! Stuttu seinna bauðst
Bjarna forstjórastaða hjá Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins.
Hvernig skyldi Helgu hafa lit-
ist á hið nýja atvinnutilboð eig-
inmannsins vitandi að hún
gengi með tvíbura?
„Það var satt best að segja
ekkert auðveld ákvörðun fyrir
okkur. Ég gerði mér strax
grein fyrir því gífurlega álagi
sem myndi fylgja starfinu, ekki
bara í byrjun heldur f nokkur ár.
Frá þeim degi sem Bjarni tók
við starfinu hefur verið óheyri-
legt vinnuálag á honum. Ég
studdi hann heilshugar í þess-
vantaði t.d. hjálp á meðan ég
gaf þeim brjóst beið hann bara
rólegur þar tii ég gat sinnt hon-
um. í dag er hann alltaf að
rétta þeim dótið sitt eða leika
við þau. Með ómetanlegri
hjálp frá mömmu minni og fjöl-
skyldunni hefur þetta gengið
upp. Mamma kemur hér enn
þá nær daglega og er heimsins
besta amma."
Ertu aldrei pirruð út í starfið
hans, sem tekur nánast allan
hans tíma?
„Nei, yfirleitt ekki. Mér hefur
alltaf þótt starfið áhugavert.
Við tölum mikið saman í síma,
oft á dag. Bjarni segir mér frá
því sem hann er að fást við og
ég segi honum hvað við erum
að gera hérna heima. Heimur
Bjarna er mér alls ekki fram-