Vikan - 17.05.1999, Side 10
„Konur sem kjósa að vera heima hjá börnum sínum þurfa
sífellt að vera að verja þá ákvörðun."
gengni stíga sér til höfuðs. Eg
vona að við höfum ekki fallið í
þá gryfju."
Nú kvarta margir sem eru í
sviðsljósinu yfir öfundasýki ís-
lendinga. Hefur þú orðið vör
við öfundarraddir í ykkar garð?
„Nei, það hef ég ekki gert.
Ég myndi sjálfsagt vera síðasta
manneskjan til að heyra þær.
Ég skil ekki af hverju fólk ætti
að vera að öfundast. Við byrj-
uðum með tvær hendur tómar
eins og aðrir. Bjarni hefur
staðið sig mjög vel í sinni
vinnu. Ég vona að fólk sé
ekki að öfundast út í okk-
ur því öfund er eitt það
Ijótasta sem ég veit. Við
eigum hins vegar frábæraran
vinahóp sem hefur samglaðst
okkur."
Hvernig er með áhugamál
og frístundir í fjölskyldunni? Er
einhver tími fyrir slíkt?
Helga hristir hausinn og
hlær. „Nei. Það er ekki tími til
að sinna neinu nema fjölskyldu
og vinum. Þegar Bjarni kemur
heim sinnir hann börnunum
mjög vel. Við reynum að kom-
ast út að borða, bara tvö, ein-
stöku sinnnum. Við förum aftur
á móti lítið út á næturlífinu.
Slíkt gengur einfaldlega ekki
upp þegar dagurinn hefst
klukkan sjö, hvort sem það er
mánudagur eða laugardagur.
Við fórum með börnin til Flór-
ída fyrr í vetur og sú ferð gekk
eins og í sögu. Ég hef einu
sinni farið utan með Bjarna og
við skildum börnin eftir heima.
Vinkona mín og systir sáu um
þau og það gekk bara vel.
Draumurinn er reyndar
að koma sér upp sumar-
húsi á friðsælum stað og
það er í vinnslu."
Heimavinnandi
móðir
Helga hefur ákveðnar
skoðanir á hlutunum og
leynir þeim ekkert. Nú
veit ég að þú hefur margoft
verið spurð að því hvort þú sért
ekki á leiðinni út á vinnumark-
aðinn. Finnst þér fólk undrast
á því að þú skulir kjósa að vera
heimavinnandi?
„Já, mérfinnst það. Fólki
virðist finnast sjálfsagt mál að
konur fari aftur út að vinna þótt
þær eigi ung börn. Konur sem
kjósa að vera heima hjá börn-
unum sínum þurfa sífellt að
verja þá ákvörðun.
Áður en ég eignaðist Tómas
hélt ég að ég yrði ofurkona
sem ætti mann,
bundin yfir börnunum. Spyrja
hvort ég hafi tíma fyrir sjálfa
mig. Þessi hugsun er mjög
ríkjandi meðal ungs fólks að
það þurfi að gera allt í einu en
sé annars að missa af ein-
hverju. Ég lít ekki á það sem
eitthvað sjálfsagt að ég sé
fremst í forgangsröðun núna,
þetta snýst um börnin, svo kem
ég seinna.
Mérfinnst einfaldlega
sjálfselskt af mér að fara út á
vinnumarkaðinn þar sem ég
þarf þess ekki. Ég er mjög
heppin. Mitt starf býður eftir
mér hvenær sem ég kem til
baka. Margar konur verða að
fara strax aftur út á vinnumark-
aðinn ætli þær að halda í stöð-
ur sínar.
Kannski ætti að breyta
starfsheitinu í heimavinnandi
móðir því þetta húsmóðurorð
er eitthvað svo þreytt. Það er
eins og maður sé bara alltaf að
takaslátur. Það er heldur ekki
þar með
börn, ynni sjálf úti og
myndi rúlla þessu öllu upp.
Eftir að hann fæddist og ég átti
mann sem var alltaf vinnandi
breyttist þessi skoðun mín.
Mig langar að ala upp börnin
mín, ekki láta aðra sjá um það.
Hvað getur verið mikilvægara
en að ala upp börnin sín? Mér
finnst gaman að vera heima og
fylgjast með þeim. Ef ég sæki
ekki Tómas í leikskólann þrjá
daga í röð, finnst mér ég vera
að missa tengslin við hann.
Miðað við aðstæður mínar í
dag, finnst mér það að ég fari
út að vinna óraunhæfur mögu-
leiki. Það er alveg óþarfi að
skapa sér þannig aðstæður að
allt sé í stressi og látum. Mér
finnst algjör forréttindi að þurfa
ekki að klæða börnin
eldsnemma á morgnana og
hendast með þau í pössun.
Margir hafa orð á því að ég sé
sagt að
þótt ég hafi ekki þotið út á
vinnumarkaðinn strax eftir fæð-
ingarorlofið þá séu elda-
mennska og hannyrðir mitt
helsta áhugamál. Ég fer ör-
ugglega einhvern tíma að
vinna aftur, það hentar okkur
bara ekki núna.
Heimilisstörfin eru líka van-
metin. Maður nýtur ekki mikillar
virðingar sem heimavinnandi
húsmóðir. Þá telst maður ekki
hugsandi mannvera. Ég vil
benda á þá staðreynd að sem
heimavinnandi húsmóðir þá
hef ég tíma til að lesa blöðin og
fylgjast betur með þjóðfélags-
umræðunni en margir aðrir.
Ég geri mér líka grein fyrir
því að það hentar ekki öllum
að vera heimavinnandi. Sumir
vilja fá aðra til að hugsa um
börnin sín, t.d. fá stúlku heim til
sín en það hentar mér ekki.
Að sama skapi er ég ekki til-
búin að vinna hálfan daginn.
Þann dag sem ég fer út að
vinna verður það í fullt starf og
þá gerir maður viðeigandi ráð-
stafanir. Margar konur fara að
vinna hálfan daginn til að hitta
fólk en ég er ekkert einangruð.
Ég hitti vinkonur mínar oft og
er mikið á ferðinni. Þar fyrir
utan er ég alveg hrikalega
heimakær. Maður getur alveg
haft áhuga og skoðanir á hlut-
um þótt maður sé ekki bundinn
við einn vinnustað. Á meðan
mér finnst skemmtilegt að vera
heimavinnandi þá nýt ég þeirra
forréttinda að geta unnið
heima."
Tvíburarnir sofa og Tómas
er upptekinn við að teikna
meðan á viðtalinu stendur.
Skyndilega er þögnin í húsinu
rofin og Benedikt og Guðrún
Helga láta mömmu sína vita að
þau séu útsofin með tóma
maga. Tómas tilkynnir mér að
Síslenska vatnið sé það
besta í heimi og sýnir
mér hvernig hann skrif-
ar nafnið sitt.
Helga er komin á fullt
að sinna börnum sínum og ég
sé að næðisstundinni er hér
með lokið.
En hvernig skyldi Helga sjá
næstu ár fyrir sér?
„Maður veit aldrei hvaða
tækifæri bjóðast. Eins og stað-
an er í dag þá fara tvíburarnir
að byrja hjá dagmömmu þrjá
tíma á dag, til að hitta önnur
börn og ég fæ smá tíma að
huga að minni framtíð. Mig
langar jafnvei að nýta tímann
meðan þau eru ung og mennta
mig enn frekar. Með því móti á
ég alltaf sumrin með börnun-
um. Mig langaði alltaf að eiga
mörg börn og við erum ekkert
endilega hætt barneignum"
segir þessi unga og hressa
bankastjórafrú sem hefur svo
sannarlega í mörg horn að líta.
10 Vikan