Vikan


Vikan - 17.05.1999, Síða 12

Vikan - 17.05.1999, Síða 12
Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Baldur Bragason og fleiri Fegrunaraðgerðir með leysigeislum: Undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á fegrunaraðgerðir unnar með leysigeislum. í Bretlandi hefur verið varað mjög sterklega við þessum aðgerðum og fólki bent á að láta ekki aðra en þrautþjálfaða og reynda iækna framkvæma þær vegna fjölda dæma um mistök sem orðið hafa við þær. Hér á landi hafa verið framkvæmdar allmargar aðgerðir af þessu tagi síðastliðin ár og fullrar aðgátar þörf því sjúklingarnir eru misjafnlega vel undir aðgerðirnar búnir. Nokkur dæmi Nýlega var sýndur í Bret- landi sjónvarpsþáttur sem tók á þessum málum. Þar birtust m.a. viðtöl og myndir af nokkrum konum sem orð- ið höfðu fórnarlömb mis- taka. Dæmi A; Kona A fór til læknis sem gerði prufu á innanverðum handlegg áður en ráðist var í aðgerð á andliti. Konan brann illa á handlegg og hálfu ári eft- ir aðgerðina er enn ljótt ör þar. Dæmi B: Kona fór í leysi- geislameðferð til háreyð- ingar á húð efri vararinnar á læknastöð í London. Að- stoðarmaður læknisins framkvæmdi aðgerðina. Þessi kona fann sterka brunalykt og fann sára stingi á hörundinu við að- gerðina. Þegar heim kom bólgnuðu varir hennar, blöðrur mynduðust á efri vörinni og síðan hreistur. Vikum saman var konan heima vegna bólgu- og sáramyndunar eftir að- gerðina. Nú hálfu ári síðar er húðin á efri vörinni hár- laus en hrjúf og mjög dökk vegna bruna. Konan hefur áhyggjur af að þessar lita- breytingar verði til fram- tíðar. Dæmi C: Kona fór á aðra læknastöð í London í hrukkueyðingaraðgerð á andlliti. Aðstoðarlæknir framkvæmdi aðgerðina. Þessi kona fann einnig brunalykt og sá blossa fyr- ir augum sér lengi eftir að- gerðina. Húð konunnar brann mjög illa og hún var frá vinnu nærri því í hálft ár vegna bólgu og annarra húðvandamála sem komu í kjölfar að- gerðarinnar. Þessi kona er nú einkennalaus en rjóð í andliti rúmu ári eftir að- gerðina. Það er afar misjafnt hversu vel fólk þolir aðgerðir af þessu tagi. Sumir taka þeim vel og eru einkennalausir eftir 2-3 vikur, en aðrir bera þess aldrei bætur ef húð þeirra brennur. Sérfræðingar í Bretlandi berjast nú fyrir að engir fái að nota þessa tækni nema læknar sem hafi verið í þjálfun í a.m.k. tvö ár og þeir benda á að leysi- geislatækin séu stórhættuleg vopn í höndum óreyndra. 12 Víkan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.