Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 18
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson og Gréta S. Guðjónsdóttir Bergljot Arnalds , missji af fyrstu astmmsinni enfékk annann betn II Bergljót Arnalds lista- kona varð ástfangin af bíl um daginn. Hún átti leið inn á bílasölu og sá gamlan en sérlega fal- legan, vínrauðan jagú- ar. Henni leist vel á bíl- inn en liðið var á dag- inn og bílasalinn að loka svo hún gat ekki fengið að prófa hann. Daginn eftir kom hún aftur en þá hafði ein- hver orðið á undan henni, farið á bílnum, lent í árekstri og ger- eyðilagt hann. / g hef aðeins átt einn bíl áður," segir Berg- ljót. „Pað var gamall, rauður Bens sem var svona „fjarska fallegur“ þ.e. hann leit mjög vel út þegar horft var á hann úr ákveðinni fjarlægð. Hann var smátt og smátt að gefa sig og fyrst fór hand- bremsan. Næst hrundi vara- dekkið úr skottinu, enda botn- inn á því ryðgaður í sundur. Ég lagði nú bara tvær spýtur í kross yfir gatið og síðan fékk varadekkið sinn stað ofan á þeim en þegar ég var að keyra malarveg í nágrenni við heim- ili mitt í Skerjafirði fór púströrið. Þá sá ég að við svo búið mátti ekki standa. Hand- bremsan óvirk, ekki víst að varadekkið væri á sínum stað næst þegar að yrði gáð og ég 18 Vikan gat ekki keyrt bílinn í íbúða- hverfi á kvöldin vegna há- vaða. Ég beið bara eftir að bíl- stjórasætið hryndi niður líka og ég yrði að hlaupa með bíl- inn líkt og Fred Flintstone gerði forðum. Ég lagði því af stað að leita mér að nýjum bíl og lenti þá í þessu ævintýri með jagúarinn. Það vildi mér hins vegar til happs að í stað jagúarsins var nýkominn inn á bílasöluna lít- ill BMW sportbíll með ákaf- lega fallegar línur. Ég heillað- ist af bílnum þótt hann væri 1997 módel og gamlir bílar hafi alltaf höfðað meira til mín en nýir. Ég er til að mynda mun hrifnari af göml- um jagúar með kringlóttum ljósum en nýjurn. Gamlir bílar hafa sál (það er ekki hægt að opna ákveðnar dyr eða skrúfa niður eina rúðu) en nýi bíllinn minn er með stíl. Stundum þarf að fórna sálinni fyrir þæg- indin. Pessi nýi bíll minn er ein- stakur. Hann er eins „ópraktískur" og hugsast get- ur enda er hann tveggja sæta með blæju. En ég er ekkert sérstaklega „praktísk" mann- eskja og ákvað að líta á björtu hliðarnar. Petta verður kannski til þess að ég losna við að taka marga farþega og skutla milli staða svo er hann líka innan við tíu sekúndur að ná hundrað kílómetra hraða." Bergljót brosir kímin á svip og augljóst að það var ekki farþegafjöldinn sem fyrst og fremst réð því að hún keypti bílinn. „Þetta er eini rauði bílinn af þessari tegund á landinu en það eru til sex svona bílar allt í allt," heldur hún áfram. „Rauður er eitthvað svo sterk- ur og heitur litur. Blæjan er svört og það brýtur aðeins upp formið. Aftur í undir glugganum er svolítið pláss sem smellpassar fyrir hundinn minn. Ég ætla að vísu að fá net þar fyrir til að verja hann. Hingað til hefur hann orðið að ferðast í búri ef hann er tekinn með og hefur ekki lík- að að vera í bíl. Nú er hann loks ánægður því hann getur fylgst með út um gluggann. Ég væri alveg til í að fá mér númeraplötur með heitinu Virago. Það er latneskt heiti á hergyðju Rómverja og nafnið á útgáfufyrirtæki sem ég hef rekið í ár. Það skiptir mig máli hvernig bfl ég á, alveg eins og það skiptir mig máli hvernig íbúð- in mín er eða kjólinn sem ég kaupi mér. Við erum öll sér- stök og ég sé enga ástæðu til að allir velji eins. í öllu sem við gerum felst einhvers konar sköpun eða tjáning, t.d. hvern- ig hluti við veljum að hafa í kringum okkur, hvernig við röðum þeim upp, hvernig við hreyfum okkur, hljómfallið þegar við tölum o.s.frv. Maður vanmetur oft þessa hversdags- legu hluti. Okkur er gjarnt að hólfa allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.