Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 49

Vikan - 17.05.1999, Side 49
um vegna atvinnuum- sókna eða því að hitta nýtt fólk. Kona nokkur sem er á atvinnuleysis- skrá sagði okkur þá sögu að ævinlega áður en hún færi í viðtöl velti hún fyr- ir sér öllu því sem gæti farið úrskeiðis. „Ég hef áhyggjur af útlitinu, að verða of sein og því að vera kvíðin og sýna það. Yfirleitt hef ég ekki ann- að upp úr vangaveltun- um en það að auka kvíð- ann og er yfirleitt svo stressuð, um það leyti sem ég hitti atvinnurek- endurna, að hendurnar skjálfa, hnén eru mátt- laus og ég kófsvitna. Pað þarf ekki að taka það fram að mér hefur geng- ið illa að fá vinnu." Flestir sem eru að berj- ast við kvíða hafa til- hneigingu til að hugsa svo mikið um kvíðaefnið að það vex þeim stöðugt í augum. Það leiðir hins vegar ekki til annars en að geta þín, til að vinna verkið, minnkar. Karen Reivich sem er banda- rískur sálfræðingur, hef- ur skipulagt námskeið til að kenna fólki að takast á við kvíða. Hún segir að best sé að minna sjálfan sig stöðugt á að örlítill kvíði sé eðlilegur og hjálpi í raun, því að sá sem er örlítið kvíðinn er líklegri til að skipuleggja sig vel og passa betur smáatriði en hinn. Farðu því vel yfir allt sem þú þarft að hafa með þér, athugaðu hvort fötin, greiðslan og annað sé í lagi og tryggðu að þú hafir góðan tíma áður en þú þarft að halda af stað. Slíkur kvíði vinnur með 2. 3. þér ekki gegn þér. Komdu þér upp góðri setningu sem þú notar til að hugga þig í hvert sinn sem eitthvað fer úrskeið- is. Margir segjast hafa yfir í huganum setningar á borð við: Oft vinnst sigur í seinni ferð, eða allt í lagi ekki tókst þetta en það kemur dagur eftir þennan dag. Finndu slíka setningu sem hæfir þér og notaðu hana óspart. Rifjaðu upp allt það sem þú gerir vel og ert góð í. Það hjálpar mörgum þegar kvíðinn er að ná yfirhöndinni að minnast þess að enginn er betri kokkur í fjölskyldunni en einmitt þú og betri móð- ur/vinkonu er varla hægt að hugsa sér. Hugsaðu líka til allra þeirra sem hafa trú á þér og hafa margoft lýst því fyrir þér hvað þú gefur þeim mikið. Einbeittu þér að því sem mun örugglega fara vel frekar en að velta þér upp úr því sem gæti farið úrskeiðis. Ef þú ert til dæmis komin í tíma- þröng með verkefni hugsaðu stöðugt um hversu mikið er búið, frekar en að leiða hug- ann að því sem eftir er og hversu margt gæti far- ið úrskeiðis, til að tryggja að þú náir ekki að skila á réttum tíma. Um leið og farið er að kvíða því sem framundan er minnkar sjálfstraustið og neikvæðni eykst. Það getur einfaldlega tafið vinnuna og dregið úr af- köstum. Með því að hugsa um allt það já- 5. kvæða við framgang verkefnisins fyllist þú bjartsýni, eflir sjálfs- traustið og ýtir undir vinnugleðina. Þú verður mun líklegri til að skila afköstum en ekki. Hættu að bera þig saman við aðra, samanburður- inn verður aldrei raun- hæfur hvort sem er því þú ert einstök manneskja og það eru hinir líka. I hvert sinn sem við hitt- um fólk sem náð hefur frama eða góðum ár- angri í lífinu höfum við tilhneigingu til að halda að það sé á einhvern hátt betra en við, hæfileika- ríkara, gáfaðra, duglegra eða skemmtilegra. Við eigum ákaflega erfitt með að trúa öðru en að þetta fólk sé alltaf ánægt með sig og líf sitt og finni aldrei fyrir óöryggi. Sannleikurinn er hins vegar sá að allflestir þjást af einhvers konar minnimáttar- kennd og allir kvíða einhverju. Galdurinn getur einfaldlega verið í því fólgin að sumir kunna betur að fela það en aðr- ir. Mundu að kvíði, van- líðan og skortur á sjálfs- öryggi eru algengustu til- finningavandamál Vest- urlandabúa. Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.