Vikan - 17.05.1999, Qupperneq 58
Ben Affleck hefur, þótt ungur
sé, þegar hlotið einn óskar og
það ekki fyrir leik heldur
handrit. Þeir sem óttuðust að
það yrði aðeins aukabúgrein
þurfa ekki að óttast, hann og
Matt Damon eru þegar byrj-
aðir á tveimur nýjum handrit-
um.
yndin Forces of Nature
hefst þar sem auglýsinga-
maðurinn Ben (Ben Af-
fleck) ætlar að giftast Bridget
(Maura Tierney) eftir aðeins tvo
daga - en náttúruöflin og Sarah
(Sandra Bullock) gera það sem
þau geta til þess að hindra hann.
Ben og Sara hittast fyrst þegar
hún dettur (bókstaflega) inn í líf
hans og þau fljúga til New York
saman. En þegar flugvélin rennur
út af flugbrautinni við brottför þá
slysast hann til að bjarga lífi
hennar og sökum þess er hún
upp frá því hundtryggur ferðafé-
lagi - án þess að Ben greyið hafi
neitt um það að segja. Eftir þetta
reyna þau eftir megni að komast
til New York í tíma, en brjálað
veður (fellibylur þar á meðal) og
óteljandi óhöpp eru erfiðir and-
stæðingar - og hver getur ekki
fyrirgefið Ben karlinum að vera
farinn að fá bakþanka yfir gifting-
unni þegar kona sem lítur út eins
og Sandra Bullock sýnir honum
áhuga?
Allt í lagi, þetta hljómar allt
frekar kunnuglega, en athugum
það að Ben Affleck er ansi lunk-
inn við að finna góðar myndir (við
skulum gera okkar besta til að
gleyma smákökuatriðinu með Liv
Tyler í Armageddon) til að leika í
og fyrst hann segir að þetta sé
óvenjuleg ástarsaga er kannski
eitthvað til í því - og ef hann nær
að sýna einhverja svipaða takta
og í Chasing Amy (sem er svo
sannarlega óvenjuleg ástarsaga)
er góðs að vænta. Meðal þess
sem hann fær að sýna er nektar-
dans, atriði mjög í anda The Full
Monty, nema að þetta atriði gerist
fyrir framan fullan sal af homm-
um. Hvort það kemur til með að
flækja eitthvað þann ástarþrí-
hyrning sem þegar er búið að
setja upp skal ósagt látið en hvað
sem því líður kemur þetta atriði
sjálfsagt til með að selja nokkra
miðana.
En stjarnan hér er þó vissulega
Sandra Bullock, Affleck er að vísu
heitur en hann á ennþá nokkrar
myndir í það að verða stjarna.
Við skulum ekki gleyma að fyrir
aðeins rúmu ári síðan höfðu
fæstir hugmynd um hver hann
var, síðan kom Good Will Hunt-
ing, sem aflaði honum og Matt
Damon félaga hans töluverðrar
góðvildar í Hollywood. Sandra
Bullock hefur aftur á móti lifað
nokkuð lengi á góðvildinni sem
hún fékk út á Speed og While
You Were Sleeping - ferillinn
hefur verið upp og niður síðan en
hún hefur engu að síður fest sig í
sessi og síðustu þrjár myndir
(þessi, Practical Magic og Hope
Floats) hafa gengið alveg ágæt-
lega, en eins og venjulega á
Hollywood erfitt með að finna
hlutverk við hæfi leikonu sem er
orðin stórstjarna. Þetta er miklu
auðveldara með karlana; fram-
leiða eitt stykki Die Hard, búmm!
En persóna Bullock í Forces of
Nature er að hennar sögn „geð-
veik“ og hún segist muni skilja
sátt ef þetta yrði síðasta myndin
sem hún léki í - sem hún er að
Ben Affleck og Sandra Bull-
ock eiga fleira sameiginlegt
en marga grunar, þau hafa
nefnilega bæði leikstýrt stutt-
myndum sem hljóta að teljast
allrar athygli verðar. Bullock
lék sjálf ásamt Matthew
McConnaughey í “Making
Sandwiches", þar sem þau
tvö smurðu nokkrar samlokur
á meðan Eric Roberts (bróðir
Juliu) lék ... Juliu Roberts!
Hvað afrek Affleck varðar þá
segir nafnið á stuttmyndinni
hans það sem segja þarf: "I
Killed My Lesbian Wife, Hung
Her on a Meat Hook, and
Now I Have a Three-Picture
Deal at Disney". Ja, Disney
framleiddi Armageddon ...
•„Ég þoli ekki allt þetta rugl um
að vilja ekki vera kyntákn. Þú
sérð þessa gæja, uppstrílaða
á nærbuxunum, talandi um að
þeir vilji ekki vera kyntákn"
- kyntáknið Ben Affleck flettir
ofan af öðrum kyntáknum.
vísu örugglega ekki. En kannski
er hún bara svona glöð yfir að fá
mótleikara sem er átta árum
yngri - nýmæli í Hollywood og
sjálfsagt þarft innlegg í jafnréttis-
baráttuna.