Vikan - 17.05.1999, Side 59
Dagbók óléttrar konu
33. vika (47 dagar eftir)
Það er svolítið gaman að geta farið
að telja niður á við þótt 47 dagar séu
enn nokkuð langur tími. Enn er það
sænska blaðið mitt sem líkir barninu
við matartegund og í þetta sinn er
það hveitipoki. Mér skilst að flest
börn séu búin að snúa sér um þetta
leyti meðgöngunnar og í rauninni
vanti ekkert uppá að barnið sé tilbúið
fyrir komuna í heiminn nema fitulag-
ið innan á húðinni. Ef barnið fæddist
núna yrði það væntanlega að dúsa í
hitakassa í einhvern tíma. Ég heyrði
þá sögu um daginn að þegar börn
fæddust fyrir tímann hér áður fyrr,
fyrir daga tækninnar, þá voru þau
vafin reifum og sett ofan í mjölkassa
til að halda á þeim hita. Mjölið varði
börnin gegn kulda og einangraði svo
að þau döfnuðu. Manni finnst þessar
aðferðir ótrúlegar nú á dögum sótt-
hreinsunar þar sem allt er samkvæmt
ströngustu reglum um heimsóknar-
tíma á fæðingardeildum, kattahald á
meðgöngutíma osvfrv.
Upp hefur komið sú umræða milli
okkar vinkvennanna um gildi þess að
láta barnið sofa úti í öllum veðrum.
Við höfurn misjafnar skoðanir á
þessu. Sumar eru gallharðar á því að
þetta sé „ofsalega gott og hollt" fyrir
barnið, herði það og styrki. Ég er
ekki alveg á sömu skoðun. Ég tel að
það sé engin tilviljun að mörg íslensk
börn fái eyrnabólgu í lengri eða
skemmri tíma. Ég hef heyrt að þetta
þekkist ekki í nágrannalöndunum í
jafn miklum mæli. Ég get ekki séð
hvað það gerir fyrir barnið að dúða
það í galla, setja í kerrupoka, vefja
það sæng og svo út í vagn. Þar er það
látið vera þangað til að það þykir til-
hlýðilegt að taka það inn í hlýjuna.
Ég er fegin að vorið er á næsta leiti.
37. vika (17 dagar eftir)
Sænska blaðið mitt segir ekkert til um
stærðina á barninu í þetta skiptið enda
væri skrýtið að tala um lambalærið inn
í mér sem vegur um það bil þrjú kfló.
Nú er allt tilbúið nema að það á eftir
að ná í vagninn og setja saman barna-
rúmið. Auðvitað er ekki ALLT tilbúið
en svona það helsta. Enda ekki seinna
vænna því að ljósmóðirin lét mig hafa
skýrsluna mína með mér heim ef eitt-
hvað skyldi gerast, barnið getur kom-
ið hvenær sem er.
Ég fékk fyrirvaraverki í fyrradag.
Verkirnir voru ekki sárir en þeir voru
öðruvísi en venjulegir fyrirtíðaverkir.
Amma segir að nú líði mánuður
þangað til barnið lætur sjá sig en vin-
kona mín er annarrar skoðunar og
spáir því að það verði komið eftir tvo
daga. Ég veit ekki hvort mér þykir
betra. Þrátt fyrir undirbúnings-
námskeið, lestur ýmissa bóka og
spjall við aðrar mæður finnst mér ég
sjálf ekki vera tilbúin að öllu leyti, en
er maður það einhvern tímann?
Annars er ég bara að drepa tímann.
Ég get lítið gert hér heima og ég er
orðin of þreytt til að fara í langa
göngutúra. Mig hefur aldrei langað
eins mikið til að æfa spretthlaup og
núna. Einu æfingarnar eru
grindarbotnsæfingar sem mér skilst
að séu nauðsynlegar. Ég hafði mig þó
í að þvo eldhússkápana að utanverðu
í dag, sem er nú leikfimi út af fyrir
sig, en ég verð að fara varlega, nú er
ég með smá bakverki...úps. Ég held
að vatnið sé að fara.
Önnur vika heima
með barnið
Ég vann veðmálið við manninn minn.
Við eignuðumst yndislega, litla og
fallega stúlku. Sú litla flýtti sér í
heiminn og kom 17 dögum fyrir tím-
ann. Allt gekk þó vel og hún dafnar
og blómstrar. Ég má teljast heppin að
hún tekur brjóst og sefur vært
(reyndar mjög slitrótt á nóttunni). Ég
er ískyggilega róleg og finnst ég
stundum í öðrum heimi og fylgist
ekkert með því sem gerist fyrir utan.
Sú tilfinning að halda á litlu kríli í
fanginu og vita að það er algjörlega
ósjálfbjarga án þín er ótrúleg. Maður
er svo stoltur af þessu undri. Allt sem
það gerir er kraftaverk. Og auðvitað
finnst okkur foreldrunum þetta vera
fallegasta, dásamlegasta og dugleg-
asta barn sem fæðst hefur. Það sem
kemur mér mest á óvart er hvað allt
snýst um barnið, Maður hugsa ekki
um annað, talar ekki um annað og
skilur ekki hvernig veröldin var tóm
og tilgangslaus áður en það kom í
heiminn.
Fæðingin var allt öðruvísi en ég var
búin að ímynda mér. Þetta gekk
reyndar mjög hratt fyrir sig þegar ég
loksins fór að fá almennilegar hríðir,
ekki nema rúman klukkutíma (enn
rná ég teljast heppin). Þetta er
hörkupúl og mér verður aftur hugsað
til langalangömmu minnar sem átti
22 börn. Ef karlmenn vissu hvað það
er að ganga með barn og fæða þá
væri kannski ýmislegt öðruvísi í jafn-
réttismálum. Auðvitað hljóta að vera
til menn sem finna til samkenndar
með konunum sínum. Mér skilst á
manninum mínum að það sé skelfi-
legt að sjá tiltölulega indæla mann-
eskju breytast í öskrandi ljónynju
inni á fæðingarstofunni. Já, okkur
konum er ýmislegt til lista lagt sem
ekki verður frá okkur tekið og ég hef
aldrei verið eins stolt af því og nú að
vera kona.
Eftir Ingibjörgu Þórisdóttur
Vikan 59