Vikan


Vikan - 17.05.1999, Síða 63

Vikan - 17.05.1999, Síða 63
...nýja maskaranum frá Clarins. Hann heitir Pure Volume Mascara og undirstrik- ar fegurð augnanna með því að gera augnhárin þykkari og lengri. Uppskriftin að honum var hönnuð með það fyrir augum að vernda, styrkja og næra augnhárin og halda þeim mjúkum allan daginn. Sýrustigið í litnum er það sama og í tárum, hann er ilmefnalaus og í honum eru eng- in plastefni. Það er mikill gljái á litunum og augnhárin klessast ekki saman, sem sagt maskari sem gerir augun geislandi falleg. Pure Volume Maskara fæst í svörtu, brúnu, bláu og fjólubláu. ... nýja þættinum hans Jón Orms Hall- dórssonar á sunnudög- um. Jón Ormur er löngu þjóð- kunnur af útvarps- pistlum sínum og fréttaskýringar hans hafa alltaf verið í algerum sérflokki. Nú í sumar stýrir Jón Ormur þættinum „Samtal á sunnudegi" klukkan 13:00 á sunnudögum. Gestir Jóns hverju sinni munu ræða þær þrjár bækur sem hafa haft mest áhrif á líf þeirra. Það er mikils að vænta af þessum þætti fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast svolítið inn í þankagang annarra. Kona Vikunnar Kona Vikunnar er Sveinbjörg Pálsdóttir, guófræðingur og verkefnisstjóri hjá samtök- unum Barnaheill. Hún hefur undan- farið ár stjórnað forvarnarverkefni Barnaheilla sem lýtur að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en er um þessar mundir að víkka starfssvið sitt hjá sam- tökunum og tekur m.a. við rekstri For- eldralínunnar. Sveinbjörg lagði stund á framhaldsnám f sál- gæslu við háskólann í Bamberg í Þýskalandi og starfaði við neyðarlínu kirkjunnar í Bamberg á meðan hún bjó þar. Foreldralínan verður opin alla virka daga frá 10:00- 12:00. Að auki verður hún opin á mánu- dagskvöldum milli 20:00 og 22:00. Nýtt símanúm- er Foreldralínunnar verð- ur: 561- 0600. Megintil- gangurinn með Foreldra- línunni er að veita ráðgjöf um hvaðeina er snýr að uppeldi barna og styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Með því móti telja samtökin að þau séu í raun að stuðla að velferð barnanna. „Öll ráðgjöf er veitt fyrst og fremst með velferð barnsins í huga og er sátt- máli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins lagður þartil grundvallar, eins og reyndar í öllu starfi samtakanna," segir Sveinbjörg. „Við viljum hjálpa for- eldrum og öðrum aðstandendum til að miðla þessum mannréttindum í uppeld- inu en stuðla jafnframt að því að barnið læri að finna smátt og smátt til eigin ábyrgðar eftir því sem aldur þess og þroski segir til um. Við munum einnig leiðbeina um hvaða leiðir séu færar í samfélaginu þegar þörf er fyrir sérfræði- aðstoð. Helgi Birgisson lögmaður mun síðan veita alla lögfræðilega ráðgjöf eins og áður. Til Foreldralínunnar getur fólk leitað vegna vandamála sinna, eða til tjá sig um málefni sem snerta börn og uppeldi þeirra. Á vegum Foreldralín- unnar verða einnig haldin námskeið fyrir foreldra um tiltekin efni, t.d. um stöðu barna við skilnað, hver sé réttur þeirra og hverjar séu skyldur foreldranna. Hvaó er það sem þú hlakkar mest til að takast á við í þessu nýja starfi? „Ég tel að áhugaverðast sé að komast í nánari tengsl við foreldra og aðra þá sem standa að uppeldi barna. i ráðgjaf- ar- og fræðslustarfi gefst tækifæri til að takast á við margar mikilvægar spurn- ingar. Staða feðra er til að mynda mikið að breytast. Því hefur ekki verið svarað nógu skýrt hvert hlutverk þeirra sé í lífi barnanna og ekki sinnt nóg um að gefa þeim færi á að rækta það hlutverk." Telur Sveinbjörg að foreldra- hlutverkið hafi breyst frá því sem áður var? „Vissulega, sem foreldrar erum við ekki einu uppalendur barnanna okkar, þó að við séum auðvitað þeir mikilvæg- ustu. Leikskólar og skólar koma mikið inn í líf þeirra og vegna starfa okkar erum við fjarri börnunum stóran hluta dagins. Að mínu mati er mikilvægt að við horfumst í augu við það og reynum í Ijósi þess að finna leiðir m.a. til að auka samvinnu og upplýsingaflæði milli að- standenda barnanna og skólanna sem þau sækja." Hefur okkur þá farið aftur í for- eldrahlutverkinu? Erum við ekki jafn vel í stakk búin til að sinna því og kynslóðin á undan? „Við höfum margt til að bera sem kyn- slóðin á undan hafði ekki og við höfum glatað ýmsu sem hún hafði. Samfélagið hefur einfaldlega breyst og við erum stöðugt að leita leiða til að takast á við þær breytingar og þau áhrif sem þær hafa á hlutverk okkar sem foreldrar og uppalendur." Amtsbókasafnið á Akureyri 03 591 149

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.