Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 20

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 20
Texti: Steingeröur Steinarsdóttir Likaminn er musteri sálarinnar sagði góður maður eitthvert sinn en nú virðist líkaminn vera að verða líkt og hver önnur vara sem falboð- in er til kaups hæst- bjóðanda og keppist hver sem betur getur við að taka þátt í þeim leik. Líkt og ævinlega hafa menn misfallega og missöluvænlega vöru á boðstólum svo óhjákvæmilega eru það þeir ungu og grönnu sem verða ofan á og fá bestu tilboðin. Ekki er mjög langt siðan að talið var siðsamlegt að hylja nekt sína sem mest og nekt ungra kvenna var ekki öðrum ætluð en tilvonandi eig- inmönnum. Nú ríkir meira frelsi og ekki þykir tiltökumál þótt konur beri brjóst sín og beini þeim upp í sólina í sundlaugunum. Frjáls- lyndi manna gagnvart nektinni er af hinu góða en öðru máli gegnir um hvort eðlilegt og sið- samlegt er að selja nekt. Lengi tíðkaðist að aug- lýsa bíla, hjólbarða og fleira með mynd- um af fáklæddum konum. Fyrir tilstilli kvennréttinda- hreyfingarinnar lagðist sá siður af um tíma. Nú á dög- um er hefur hann hins vegar verið tekinn upp að nýju og nú er tæpast til sú vara sem ekki er auglýst með tilvísun í fagra hálfbera kroppa eða kynlíf. Nóa Kropp er t.d. best í baði og kaffi er ekki gott nema þegar par nýtur þess saman í rúminu eða utan þess, enda segja sérfræðing- ar í áhrifamætti auglýsinga að ekkert selji betur en kynlíf og tví- ræðar tilvísanir til þess. Ikönnun sem gerð var í tilefni af ráðstefnu um barnavændi í ferðamanniðnaði kom fram að nokkur hluti ungra, sænskra skólastúlkna játaði að hafa selt líkama sinn til að fjár- magna kaup á ýmsum tísku- varningi. Engin þeirra var háð eiturlyfjum og stunduðu ekki vændi reglulega en að- spurðar um viðhorf sín til þess sem þær höfðu gert töldu þær allar að ekkert væri siðferðilega rangt við það að nýta líkama sinn í þeim tilgangi að verða sér út um það sem þær töldu sig vanta. Niðurstöður þessar vöktu mikla athygli ráð- stefnugesta og flestir voru bæði undrandi og hneyksl- aðir. Þá reis breskur lög- reglumaður úr sæti og spurði hvort menn væru virkilega nægilega barnaleg- ir til að undrast þetta. Hann benti á að börnin okkar eru alin upp í því viðhorfi að ytri umgerð manneskjunnar sé mælikvarði á manngildið og að allt væri falt. Hvers vegna þá að undrast að börnin nýttu síðan þá einu vöru sem væri þeirra eign til að bæta stöðu sína á markaðstorgi nú- tímans. Hann benti einnig á að sænskir væru ekki þeir einu sem sæju dæmi um vændi ung- linga til þess eins að eiga fyrir nýj- um buxum, breskir og franskir lög- gæslumenn þekkja þetta vel. Milljónamær- ingar af að leika í klám- myndum Tímaritið Cosmopolitan birti svo á dögun- um viðtöl við þrjár ungar kon- ur sem allar eru klámmynda- leikkonur með meiru. Þær eiga það sameig- inlegt að hafa kosið sér starfsferil í klámmyndaiðn- aðnum og notað gott kaup sitt þar til að koma undir sig fótunum í fyrirtækjarekstri. 20 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.