Vikan


Vikan - 13.07.1999, Page 21

Vikan - 13.07.1999, Page 21
Æskudýrkunin á sér skuggahliðar Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hefur unnið mikið með ungu fólki, ekki hvað síst ungmennum sem lent hafa í fíkniefnaneyslu. Hann segist ekki hafa velt fyrir sér spurningunni um hvort líkaminn sé almennt talin söluvara á faglegum nótum. Hann hefur þó ákveðna skoðun á því sem er að gerast sem auðvitað er á einhvern hátt lit- uð af faglegri þjálfun hans og þekkingu. „Í fyrsta lagi er mikilvægt í þessu sambandi að í allri sölumennsku er mjög mikið höfðað til tilfinninganna á bak við viðskipti. Af hverju kaupir maður t.d. bfl? Jú það er vegna notagildis hans en það eru einnig ýmsar fé- lagslegar og tilfinningalegar ástæður sem stjórna ekki síður valinu. Auglýsingaiðnaður- inn er orðinn rnjög háþróaður og oft veltir maður því fyrir sér hvað er verið að auglýsa, enda er það iðulega ekki ljóst fyrr en eitthvert vörumerki birtist í lokin. Auglýsingaiðnaður- inn hefur augljóslega komist að þeirri niður- stöðu að það borgi sig að höfða til tilfinning- anna. Ef þú kaupir þessa vöru líturðu vel út eða ert félagslega eftirsóknarverðari ef þú átt þetta fremur en hitt. í öðru lagi lifum við á tímum mikillar æsku- dýrkunnar. Að bera virðingu fyrir hinum eldri, þekkingu þeirra og reynslu er mjög á undanhaldi. Allir eiga að reyna að líta ung- lega út og í viðskipta og atvinnulífinu er talið mikilvægt að fá inn ungt fólk með ferskar hugmyndir. Vel heppnuð markaðsetning meðal yngstu kynslóðarinnar Viðskipta- og þjónustugeirinn er einnig alltaf að reyna að færa út kvíarnar. Þess vegna er stöðugt verið að teygja sig neðar í aldri. Tískufatnaður fyrir mjög ungar stúlkur hefur náð mikilli útbreiðslu og dæmi um ákaflega vel heppnaða markaðsetningu er Ninja Turt- les sem voru mjög vinsæl leikföng, myndbönd og fleira ekki alls fyrir löngu. Disney fyrirtæk- ið byrjaði á þessu en aðrir hafa náð miklu betri árangri en þeir. Petta eru þau viðhorf sem ríkjandi eru en hvernig kom þau við einstaklinginn? Jú, skila- boðin sem fólk fær í gegnum fjölmiðla er að það eigi að vera grannt og ungt. Ef nefnd er til dæmis kvenímyndin sem hefur verið ríkj- andi þá er hún hálfgerður vanskapnaður. Hvergi má safnast nokkur fita á líkamanum nema utan um mjólkurkirtlana framan á hon- um. Ýmis geðræn vandamál eins og átröskun- arsjúkdómarnir búlemía og anorexía hafa fylgt í kjölfarið en mikil fjölgun hefur orðið á þeim. Það er svo sem ekkert nýtt að sagt sé við mann að maður líti mun betur út í flottum föt- um en það hefur aldrei verið sagt á jafn öflug- an hátt og nú. En þetta eru skuggahliðar þess að setja æskuna á stall og sjálfsagt hefur það ýmsar jákvæðar hliðar líka. Sumt ungt fólk ætti að finna til meiri ábyrgðar og gerir það eflaust." Tvær þeirra eiga eigið kvik- myndaframleiðslu- og dreif- ingafyrirtæki en ein dansar nektardans á stórum skemmtistöðum víða í Bandaríkjunum og notfærir sér það hversu þekkt hún er fyrir klámmyndaleik til að trekkja að áhorfendur. Ein þessara kvenna er milljóna- mæringur aðeins 23 ára að aldri en hinar tvær stefna að sama marki. Allar ætla þær að draga sig í hlé um þrítugt og ef áfram heldur sem horfir eru það ekki dónaleg eftirlaun sem þær hafa að að hverfa. Engin þeirra þriggja er eiturlyfjaneytandi eða með sálarör eftir erfiða æsku. Ein er fyrrum fram- haldsskólakennari sem taldi kennaralaunin ekki vera mannsæmandi og sneri sér því að þessu. Við íslendingar þurfum ekki að leita langt yfir skammt því á ýmsum skemmtistöðum hér dansa háskólastúdínur og jafnvel háskólamenntaðar konur frá fátækum, fyrrum kommún- Vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.