Vikan


Vikan - 13.07.1999, Side 28

Vikan - 13.07.1999, Side 28
„Lífið er spennitreyja," litur hversdagsleikans hugsaði hann og horfði upp í loftið á herberginu. „í hvert skipti sem maður ætlar að reyna að sleppa grípur raunveruleikinn í taumana og heldur aftur af manni, kemur í veg fyrir að maður geri bara það sem maður viil og þangað sem maður vill fara. Aður en maður fæðist er maður í einhvers konar „limbói“ og fer þangað aftur er maður deyr, það er að segja ef maður trúir á eitt- hvað slíkt. Ég geri það og þess vegna er lífið í raun lilbreyting á dauðanum." Hann Ieit á hana en hún svaf vært. Hún vissi minnst af því að hann vakti á næturnar og horfði á hana. Hún var hans einasta ást en það gat verið ákaflega erfitt að búa með henni. Þau voru bæði jafn- þrjósk og áttu erfitt með að gefa eftir, jafnvel um þumlung. Þau höfðu átt sínar góðu og sínar slæmu stundir, eflaust jafn- mikið af hvoru, en eins og var voru þær slæmu mun fleiri. Hann leit aftur upp. „Lífið er líka mála- miðlun, sama hvert maður lítur þá eru málamiðlanir alls staðar. Hann hafði svo oft reynt að gera fólki til geðs en bara til þess að fá leiðindi tilbaka. Hver var þá tilgangurinn í að gera málamiðlanir við fólk sem var bara frekjan og leiðindin? Það geta allir látið sem þeim sé ekki sama þótt þeim sé það, en það gerir það eng- inn. Ef fólk myndi bara taka tillit til þess að hann var bú- inn með úthaldið, búinn að fá nóg af vinnunni og því lífi sem hann lifði. Það væri miklu betra ef þau létu eins og þeim væri ekki sama en fólk sér oft ekki það sem það vill ekki sjá. Sérstaklega ef það eru vandamál ann- arra.“ Hann stóð á fætur og klæddi sig í sloppinn sem hún gaf honum í afmælisgjöf í fyrra og gekk fram í eld- hús. Hann lét vatn í könn- una og stakk henni í sam- band. Hann horfði út um gluggann yfir borgina sem hann hafði fæðst í, alltaf búið í og myndi án efa einnig deyja hér. Borgin svaf svefni hina syndlausu og hvergi var neina hreyfingu að sjá. Sólin var einhvers staðar á fjallahringinn að teygja úr sér og gera sig klára til að vekja borgina til lífsins. Hún stóð og horfði á hann er hann sneri sér við. Hann hafði verið svo djúpt hugsi að hann hafði ekki tekið eft- ir henni. Hún bara stóð þarna og horfði á hann. Skildi hún vera jafn þreytt og hann á þessum gráa hversdagsleika? „ Gastu ekki sof- ið?“spurði hún. „ Ég virðist ekki geta sof- ið þessa dagana'*. „ Er það eitthvað sem angrar þig?“ Hún var farin að þekkja hann það vel að hún gat séð á honum þegar lífið var eitthvað að angra hann. Hann átti ekki jafn- auðvelt með að skilja lífið sem var fyrir utan íbúðina frá lífinu sem var inni í íbúð- inni eins og hún. „ Bara það venjulega, starfið, þú skilur". „ Jæja. Áttu nóg kaffi fyrir tvo?“ Hann hellti í tvo bolla og settist við borðið og hélt áfram að horfa út um glugg- ann á borgina. Grá húsin virtust þjappa sér saman og reyna sem best að halda hita hvort á öðru. Kannski var það þetta sem allt gekk út á, að finna sér einhvern til að halda hita á sér á nóttum sem þessum. Hann leit á hana þar sem hún sat og horfði á hann. Hann gerði heiðarlega tilraun til að brosa en hún virtist sjá í gegnum hann. Þau voru búin að búa saman í fjögur ár. Kynntust á skemmtistað fyrir fimm árum. Hann leit aftur út um gluggann. Hann reyndi að muna hvernig það hafði verið að vera einn, hvernig það var áður en hún kom til skjalanna. Hafði hann það eitthvað betra þá? Hann var ekki viss um það, þá var það bara endalaus leit að einhverjum til að halda utan um,en svo þegar það var komið þá var það ekki alveg nógu gott og þá var haldið áfram að leita. Hún var sú eina sem hann hafði ekki gefist upp á eða öfugt. Var þetta þá sú ást sem hann leitaði að? Var ást ekkert meira en að gefast Þorsteinn Mar Gunnlaugsson er höfundur verðlaunasmásögunn- ar Rauður litur hversdagleikans. Þorsteinn er aðeins 21 árs gam- all og bráðefnilegur penni. Hann segist hafa byrjað að skrifa Ijóð 16-17 ára gamall, en fór svo að fikta við smásagnagerð fyrir tveim árum. Við eigum örugg- lega eftir að heyra meira frá þessum unga rithöfundi. 28 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.