Vikan


Vikan - 13.07.1999, Síða 29

Vikan - 13.07.1999, Síða 29
ekki upp á hinum aðilanum? Kannski voru þetta örlög hans, hennar, þeirra að vera saman og reyna að halda hvort öðru á floti, hver veit? Allavega var hann viss um það að þau hefðu aldrei náð þetta langt ef það hefði ekki verið fyrir einhverjar sterk- ari tilfinningar ... Skrýtið hvernig hugsanir manns renna út í sandinn er sólin kemur upp og hvernig allt verður skýrara. „ Langar þig í ristað brauð?“ spurði hún. „ Já, takk. „ Hann horfði á hana setja brauð í brauðrist- ina. Hún hafði enn þann sjarma sem hafði heillað hann þá. Hann vissi að hún vissi að hann horfði á hana og hann vissi einnig að henni þótti alltaf gaman þegar hann horfði á hana. Hún hafði lítið sem ekkert breyst síðan þá. Hann var mjög heppinn að eiga hana að, hún var hans besti vinur og hann gat sagt henni allt. Og sama hvað hafði gengið á að undanförnu þá bar hann enn sömu tilfinningar til hennar. í raun og veru var hún rauði liturinn í gráa hversdagsleikanum sem honum fannst hann upplifa hvern dag, hverja viku og hvern mánuð sem leið á líf hans. Hann mátti ekki við því að missa hana, ekki núna. Þau voru jú alveg eins og hjón og honum fannst hann vera orðinn of gamall til að fara að eyðileggja allt og þurfa að fara aftur að á miðin að leita. „Gjörðu svo vel,“ sagði hún. „Takk.“ Hann horfði á hana borða. „Hvenær ætlum við að giftast?" spurði hann. Það var andartaks þögn. Svo leit hún upp og brosti. Hún stóð upp og kyssti hann. Þá horfði hún djúpt í augu hans eins og hún væri að leita að ein- hverju. Kannski var hún að leita að ást, skilningi, ein- hverjum þarna inni sem gat haldið utan um hana þegar henni leið illa og einhverjum sem var góður við hana; öllu því sem honum fannst ekki að hann gæti veitt henni á sama hátt og hún honum. „Varstu að biðja mín?“ „Það má eiginlega segja það, ætli það ekki... eigum við að gifta okkur?“ Þögn. Hún brosti. „ Já, við skulum gifta okk- ur.“ Kannski sá hún eitthvað sem hann sá ekki í sjálfum sér. Kannski var einhver þarna inni sem hún þekkti en ekki hann. Hann leit út um gluggann og sá sólina rísa yfir fjöllin. Hann naut þess að finna sólargeislana leika um andlit sitt. Lífið leil alltaf miklu betur út í sól- inni. Vikan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.