Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 50
Texti: Asgeir T. Ingólfsson \ ^rtSÍ r/A' Bioið Nomaveiðar Herstöövadramaö The Gener- al’s Daughter var nýlega frum- sýnt í Bandaríkjunum, sem þykir nokkuð óvenjulegt þarlendis enda er sumrinu oftast eytt í létt- meti á meðan almenningur er enn að melta óskarsmyndirnar - og þær sem voru jafnvel of þung- meltar fyrir akademíuna. En hugsanlega hafa þeir talið frum- sýningu réttlætanlega vegna nærveru gamla tvistarans John Travolta og leikstjórans Simon West, sem hóf ferilinn með sþrengjuópusnum Con Air og kvæmir fyrir vestra eftir háskóla- morðin í vor - og auðvitað eru nornaveiðarnar strax hafnar. Einnig er Ijóst að herinn var alls ekki samvinnuþýður og neitaði kvikmyndagerðarmönnum um aðstoð, enda munu þeir sem þar starfa fá afar misjafna meðhöndl- un í myndinni. Á bak við lygarnar En hvað sem öllum deilum líð- ur þá er engin spurning um að það er hæfileikalið á bak við þessa mynd. Handritshöfundur- inn er líklega einn sá þekktasti í aífci West á að lagalega séu konur óæðri í hernum, enda hafi gerð myndarinnar verið líkust því að gera búningadrama. Fólk klæðist öðruvísi, talar öðruvísi, hugsar öðruvísi - enda skilyrðislaus hlýðni æðri lýðræðinu sem ríkir í heiminum fyrir utan. Þessi innri heimur hersins, það sem er á bak við lygarnar, er það sem reynt er að grafa uþp í þessari mynd. Og sá sem fær að grafa er Travolta. Leikaraliðið Travolta, sem sást síðast í hinni glæþsamlega vanmetnu A / mun víst ætlast til þess nú að fólk taki hann alvarlega. Merkilegt nokk þá virðist það hafa tekist - og gott betur, myndin er farin að hneyksla fólk. Ástæða þess er nauðgunarsena sem leiðir til dauða titilþersónunnar (Leslie Stefanson), dóttur generálsins, sem þykir víst ansi ofbeldisfull - en á móti hafa aðstandendur myndarinnar bent á að nauðgun sé fyrst og fremst ofbeldi - sem er nokkuð sem menn eru við- 50 Vikan Hollywood, William Goldman (All the President’s Men og Butch Cassidy and the Sundance Kid) og hafði hann þekkta bók Nelson DeMille að byggja á. DeMille var sjálfur í hernum á þeim tíma þeg- ar konur voru næsta sjaldséðar þar - nema ef þurfti að skúra eða setja plástur á ,,báttið“ - og var því spenntur fyrir því hvernig konur mundu þrífast í þessum karlaheimi. Þó fjölgun herkvenna hafi orðið mikil bendir leikstjórinn Civil Action, leikur hér mann sem rannsakar fyrr- greint morð - og hefur vald til að handtaka hvern sem er, hver sem staða hans er, jafnvel generálinn sjálfan sem mun vera að hugleiða forsetaframboð, svona rétt eins og Travolta sjálfur í Primary Colors. Generálinn leikur „svína- hirðirinn" James Cromwell sem virðist vera mun verr við mannfólkið heldur en dýrin, að minnsta kosti hefur hinn góð- látlegi hirðir úr Babe aðallega leikið skúrka í mannheimum. Svo er James Woods til staðar eins og í öðru hverju réttardrama og mun vera fyrsti leikarinn sem orðaður er við óskarinn á næsta ári fyrir frammistöðu sína í þess- ari mynd. Þeir nafnar eru þó að- eins í aukahlutverkum, aðalhlut- verkin eru í höndum Travolta og Madeleine Stowe, einhverrar hæfileikamestu og glæsilegustu leikkonu í draumaborginni. Því til sönnunar fór Bruce Willis aftur í tímann til að bjarga henni í 12 öpum, Daniel Day-Lewis stökk í gegnum fossa í Síðasta móhíkan- anum og Travolta tók eftir henni, eftir að hafa legið í vídéóglápi í fríinu sínu, og sagði við sjálfan sig: „Þessari konu vil ég leika á móti“. Greinilega smekkmaður Travolta,- þótt ég taki það að vísu til endurskoðunar ef hann lætur verða af því að syngja með Bar- böru Streisand um aldamótin. Molarnir Stúlkan sem leikur titilhlutverkið, Leslie Stefanson, ku vera af islenskum ættum og mun vera mjög stolt af því. Svo hefur Travolta komið hingað einu sinni - hvort hann tók einhver spor á Broadway er þó alls óvíst. En þeim sem vilja fræöast meira um hagi stúlkunnar er bent á nýlegt eintak af Séð og Heyrt. Þessir leikarar verða víst fæstir frægir á einni nóttu og þótt maður muni fyrst eftir Madeleine Stowe i Stakeout og James Cromwell í Babe þá voru þau nú búin að gera ýmislegt áður. Stowe hóf ferilinn i smáhlutverki í Litla húsinu á sléttunni á meðan Cromwell getur stært sig af því að hafa leikið í Revenge of the Nerds -1,2,3 og 4. Timothy Hutton karlinn sló aftur a móti í gegn í sinni fyrstu mynd, Ordinary People, sem liann hlaut óskarsverðlaunin fyrir en síðan þá virðist sama hve myndirnar eru góðar, engin sér þær - eða þá að hann er í aukahlutverkum eins og í um- ræddri mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.