Vikan


Vikan - 13.07.1999, Qupperneq 55

Vikan - 13.07.1999, Qupperneq 55
á seinni hluta meðgöngunn- ar kaus Arnar frekar að fara út að skemmta sér með vin- um sínum en að sitja heima yfir mér kasóléttri. Eg var farin að gera mér grein fyrir að líklega hefði ákvörðun mín um að eignast barn sautján ára gömul ver- ið fljótfærnisleg og illa til fundin. Ég sá nú að skyn- samlegra hefði verið að bíta á jaxlinn og búa við erfiðar aðstæður heima hjá fjöl- skyldu minni nokkur ár í viðbót, mennta mig og búa mig undir framtíðina. En nú var of seint að iðrast. Það var snemma morguns einn fallegan sumardag sem dóttir mín kom í heiminn. Hún var ógnarsmá og und- urfalleg. Um leið og ég fékk hana í fangið fuku allar efa- semdir út í buskann. Ekkert skipti mig meira máli en þessi litla mannvera. Arnar var viðstaddur fæðinguna en ég fann að honum leið illa undir góðlátlegu gríni lækn- isins og ljósmóðurinnar um börn sem eignuðust börn. Það verður að viðurkenn- ast að mér gekk ekki vel til að byrja með í móðurhlut- verkinu. Dóttir mín fæddist með líkamlegan galla sem ekki var hægt að lagfæra fyrr en hún var nokkurra mánaða gömul. Hún var mjög óvær, svaf illa á nótt- unni og mér gekk illa að fá hana til þess að drekka af brjósti. Arnar var í sumar- vinnu og þurfti að vakna eldsnemma á morgnana og var vægast sagt ekki hrifinn af því að mæta til vinnu dag eftir dag illa sofinn og dauð- þreyttur. Samband okkar varð verra með hverjum deginum. Það var svo end- anleg kaldhæðni örlaganna að ég flutti aftur til foreldra minna með litla barnið sem átti að vera vegabréf mitt til lífs utan þeirra veggja. En hún litla dóttir mín átti verð að viðurkenna að stundum öfundaði ég hann af því að geta lifað lífinu óbreyttu meðan ég sat Hvernig skyldi barnabarnið mitt verða? Verður það stelpa eða strákur? Eitt er víst að ég mun taka þessu Mynd: Gísli Egill Hrafsson Myndin er sviösett af Hugleik. eftir að breyta heilmiklu í heiminum þrátt fyrir veik- indi og óværð. Það kom í ljós að hann pabbi minn féll alveg kylliflatur fyrir þessari litlu mannveru og sífellt leið lengri tími á milli drykkju- túranna. Hann gekk með hana um gólf nótt eftir nótt og huggaði hana og skipaði mér að sofa og hvíla mig. Þegar kom að uppskurðin- um sem gerður var á dóttur minni heimtaði hann að fá að koma með okkur á sjúkrahúsið og gekk um gólf allan tímann sem hún var á skurðarborðinu. Ég hef sjaldan séð eins fallegt sam- band á milli tveggja persóna eins og á milli þeirra tveggja. Arnar kom við og við í heimsókn fyrstu mánuðina. En smám saman rann sam- band okkar út í sandinn. Hann hélt áfram að fara út með vinum sínum og ég bundin heima yfir litlu barni. En í fyrsta sinn sem ég fór út að skemmta mér með vinum mínum eftir að ég varð mamma fannst mér ég vera stödd á annarri plánetu og fannst lítið til skemmtunarinnar koma. Ég hlakkaði til að komast heim til dóttur minnar. Ég fór aftur í skólann og komst í gegnum námið með góðri aðstoð foreldra minna. Við mæðgurnar bjuggum heima hjá þeim allan tímann meðan ég var í námi. Þegar ég var tuttugu og fimm ára kynntist ég öðrum manni sem nú er eiginmaður minn. I kvöld ætla ég að heim- sækja foreldra mína og láta þau vita að bráðum verði fjölgun í fjölskyldunni. Ég er spennt yfir að vita hvernig þau taka fréttunum. Meðan ég sat og sagði þér þessa sögu tók spenningurinn smám saman yfirhöndina. ömmubarni opnum örnum og það verður svo sannar- lega velkomið í heiminn. Dóttir mín hefur alist upp við aðrar aðstæður en ég gerði og ég veit að hún hef- ur ekki þurft ekki að rugla saman ást og öryggi. Ég veit líka að foreldrar mínir eiga eftir að reynast henni jafn vel og þau reyndust mér. Ef þau sýna ófædda barninu þó ekki væri nema brot af ást- inni sem þau sýndu mér og dóttur minni, verður þessi nýi samborgari á grænni grein. lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið aö skrifa eöa hringja til okk- ar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Hciiuilisfaiigiö cr: Yikan - ..l ilsn'l iislusaya". Scljavcgiir 2. 101 Rcykjavík. Nctláng: vikan@rniili.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.