Vikan


Vikan - 13.07.1999, Qupperneq 61

Vikan - 13.07.1999, Qupperneq 61
/imVikunnar MEÐ EINKABÍLSTJÓRA HANDLAGINN í HOLLYWOOD Stórstjarnan Harrison Ford er alltaf jafn hjálpsamur. Fyrir skömmu kom leikarinn auga á unga móöur með tárin í augunum eftir að henni hafði mistekist að setja saman barnavagn fyrir tvíburana sína. Ford bauðst til að aðstoða hana og var ekki lengi að bjarga málunum. Konan var orðin svo æst að hún þekkti ekki stjörnuna sem var valin „kynþokkafyllsti karlmaður heirns" af tímaritinu People í fyrra. Hún bauðst til að borga Ford fyrir ómakið. „Nei, takk,“ svaraði leikarinn sem fær 20 milljónir dollara fyrir hverja mynd. „Svona viðgerðargrúsk er áhugamál mitt.“ Ford þykir mjög handlaginn, enda vann hann fyrir sér sem smiður áður en hann sló í gegn í Hollywood. DANSARINN OG GLEÐIGELLAN Michael Flatley er oftast kallaður The Lord of the Dance, enda er hann maðurinn á bak við vinsældir hins írska Riverdance. Flatley, sem erfertugur, er líka mikill kvennabósi og þær fréttir bárust frá Bretlandi á dögunum að hann væri nýi ástarpungurinn hennar Paulu Yates, fyrrum eiginkonu Bobs Geldof og unn- ustu Michaels Hutchence heitins. Paula og Mikki kynntust í glamúrpartíi og kom strax vel saman. „Michael var þó ekkert að flýta sér. „Hann bauð henni út að borða áður en hann lokkaði hana í rúmið,“ segir náinn vinur dansarans. Flatley býr í níu svefnherbergja lúxusvillu í London sem kostaði hann rúmar 450 milljónir króna. Sambýlingur hans er hvuttinn Paddy. Að þessu sinni er það ung kona, Kristín Guðlaugsdóttir, sem fær Rós Vikunnar. Það er tilvonandi tengdamóðir henn- ar sem sendir henni kveðju og segir að Kristín eigi svo sannarlega skilið að fá Rós fyrir hversu vel hún hefur reynst syni hennar í veikindum hans. ,,Hún er yndisleg stúlka, traust og hlý. Þau kynnust í Verslunarskólanum og Kristín hefur alla tíð staðið staðið eins og klettur við hlið kærasta sín síðan hann veiktist. Það er svo gott að vita af ungu fólki sem hefur þennan frábæra persónuleika og stendur sig svona vel,“ segir hin tilvonandi tengdamóðir hennar. Það má til gamans geta að Kristín verður 19 ára 13. júlí nk. svo blómin verða líka eins konar afmælisgjöf þótt þau berist varla fyrr en nokkrum dögum seinna. Við óskum kærustuparinu alls hins besta og vonum að Krist- ín njóti rósanna. /lásVikunnar Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík" og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni. Lisa Nicole Carson leikur í tveimur af vinsæl- ustu sjónvarpsþáttunum í dag, Ally McBeal og Bráðavaktinni (E.R.). Lisa þarf því oft að skjót- ast á milli upþtökuvera þegar mikið liggur við en hún þarf að treysta á góða vini eða leigu- bíla til að ferja sig á milli þar sem hún hefur aldrei haft ökuréttindi. Þegar hún var ungling- ur féll hún þrisvar á þílprófinu. í síðasta skiptið felldi prófdómarinn hana fyrir að setja ekki rúðuþurrkurnar á í rigningu. Nú er hún að und- irbúa enn eina tilraun, ef hún nær að einbeita sér. „Maður verður að hafa rétt hugarfar til að vera bílstjóri," segir Lisa. „Ég þarf alltaf mik- inn tíma til að komast í það hugarástand.“ Á meðan notar hún vini og vandamenn sem einkabílstjóra. Bróðir hennar, Wyatt, er einnig að reyna fyrir sér sem leikari í Hollywood og systir hennar, Lynn, býr skammt frá en hún er í tískubransanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.