Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 13

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 13
voru orðnir almenningseign. Fyrsti fjöldaframleiddi bfllinn var að vísu T módelið af Ford, en þeir urðu aldrei mjög vinsælir hér. Einn af alvinsælustu bílum Evr- ópu, ef ekki sá vinsælasti, var Bjallan frá Volkswagen. Á tímabili áttu „allir“ meðal íslendingar Fólksvagen Bjöllu - og flestir hvíta. Hitler lét hefja fjöldafram- leiðslu á Bjöllunni á stríðs- árunum svo almenningur f Þýskalandi gæti eign- ast þægilegan og ódýran fjölskyldubíi. Vinsældir Bjöllunar náðu hins vegar langt út fyrir Þýskaland og hún fór sigurför um Evrópu. Þess má geta að Bjallan er aftur að verða tískubíll. Síminn Síminn er án efa samskipta- tæki aldarinnar. Síminn olli bylt- ingu í samskiptatækni í upphafi aldarinnar og þrátt fyrir tölvu- væðingu nútímans er hann enn eitt af öflugustu sam- skiptatækjunum. Hluti af vinsældum tölvunnar á heimilum er einmitt sú staðreynd að hægt er að tengja hana við símalínu og hafa samband við fólk um allan heim - á símalínunni. Það pótti að vísu ekkert sjálf- sagt að til væri sími á hverju heimili fyrr en á sjöunda áratugn- um, en nú er sími eitt það fyrsta sem fólk fær sér þegar það byrjar að búa og enginn telur sig geta verið án hans. Nýjasta afbrigðið, GSM síminn, tröllríður heiminum í dag og enn er ekki séð fram á enda símaþróunarinnar í heimin- um. Fyrir síðustu aldamót hefði engum dottið í hug að kaupa sér tilbúinn mat, enda hefði það ekki verið hægt. Það var ekki fyrr en í byrjun sjöunda áratugarins sem fyrst fór að bera á skyndibitum og þá helst í formi brauðsamloka. Hér á landi, nánar tiltekið á Geithálsi, var seldur ein- hver heimilislegasti skyndibiti sem vitað er um, en það var sviðakjammi með kokteilsósu! Nú er hægt að fá skyndibita á fjölda veitingastaða um allan bæ og allan heim, í öllum sjoppum og í öllum stórmörkuðum.Tuttug- asta öldin er öld skyndibitanna, öldin sem þeir hófu innreið sína í líf mannsins. Líkamsræktaræðið Jane Fonda reið á vaðið af full- um krafti og prédikaði miklar og strangar æfingar til þess að halda líkamanum í sem bestu formi. I kjölfarið kom fram á sjónarsviðið nýr iðnaður sem byggði á mis- munandi aðferðum til þess að halda fólki í formi. Sú flóra hefur reynst mjög fjölbreytt. Allir hljóta að kannast við Aerobicæðið sem fór líkt og eldur í sinu um heims- byggðina og heldur enn vinsæld- um sínum. Gefin hafa verið út ótal mörg kennslu- og æfinga- myndbönd fyrir þá sem vilja svitna og puða heima hjá sér. Alls kyns útfærslur af aerobic og ann- ars konar líkamsrækt eru í gangi þessa dagana t.d. „body pump" og tæbó. Samhliða líkamsæfing- unum hefur svo sprottið upp blómstrandi iðnaðursem byggirá sölu bætiefna hvers konar. Það sem virðist vera hvað vinsælast um þessar mundir er að ráða til sín einkaþjálfara sem sérsníður æfingar fyrir viðkomandi og ráð- leggur honum hvaða bætiefni séu honum fyrir bestu og hvers konar matarræði. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 42. Tölublað (21.12.1999)
https://timarit.is/issue/300725

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. Tölublað (21.12.1999)

Aðgerðir: