Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 50
Aldahvörf. Það er eítthuað við orðið sem hreinlega æsir fólk. Ifíst er að um stór tímamót er að ræða en engu er líkara en hálf heimsbyggðin hafi tryllst. Allir sem vettlingi geta valdið ætla að halda upp á áramótin á eftírminnílegan hátt. Uirðu- legir eldri borgarar eru sagðir hafa pantað sér glimmervesti og konur beirra pallíettukjóla og allir ætla að bera eitthvað gyllt eða silfurlítað. Unga fólkið æfir dansa af kappi og keppír í blöðru- sprengingum. Heyrst hefur hvíslað að í öðru hverju húsi um allt land sé verið að leggja drög að geggj- uðum áramótapartíum og allir gestgjafar ábyrgist að gestir beirra skemmti sér sem aldrei fyrr. Vikan hefur að sjálfsögðu hugmyndir um hverníg fjörug aldamótapartí ættu að vera samansett og hvernig eigi að fara að bví að vera aðalstjarna kvöldsins. Að sjálfsögðu segjum við lesendum allt sem beir vilja vita um bað hvernig svoleiðis samkvæmi séu »;v ’ og hvernig maður getur notið sín til fulls. K okkteilar eru það sem allt snýst um þessa dagana og það eru helst þeir litríku sem freista manns. Einfalt, fallegt og skemmti- legt er að blanda freyðivín með ávaxtalíkjörum eða grenadine sírópi og bera fram í fallega skreyttum glösum. Yfirleitt er lítill vandi að verða sér út um uppskriftir að hátíða- drykkjum en hér koma tvær: Viskípúns langafa fyrir 40 manns 24 sentílítrar rúgviskí 1 dós frosin límónu- eða sítrónusafi, fæst í Hagkaup 1 dós frosinn appelsínusafi 11 engiferöl 2 bollar vatn 4 slettur af Angostura bitter eða öðrum bitter 2 msk. sykur Látið safann þiðna og hellið öllum vökvanum í kokkteilfötu eða skál og hrærið síðan í með sleif þar til froða myndast á yfirborð- inu. Þá er óhætt að hella í glösin og skreyta þau. Fennel martini 1 tsk. marin fennel fræ 1 ]/2 sentilítri sykursíróp 9 sentilítrar vodka ein lúka rifinn appelsínu- börkur til skrauts Blandaðu saman fennel- fræjum, sykursírópi og vodka í kokkteilhristara ásamt ís. Hristu vel saman og helltu í kokkteilglös. Skreyttu síðan með appel- sínuberkinum. Það er sjálfsagt að skreyta húsið sérstaklega fyrir ára- mótapartíið og blöðrur, lit- ríkar pappírsræmur, hattar og fleira og fleira er vel til þess fallið. Kertaljós eru alltaf hlýleg og hjálpa gest- um til að slaka á. Nú fást útiblys og kyndlar í flestum blómabúðum og það er ákaflega fallegt að láta kyndla varða veginn upp að dyrum. Margir hafa skipu- lagt samkvæmi með ákveðnu þema eða útgangs- punkti. Við höfum frétt af náttafataballi, grímuballi, Disney partíi og „vertu eins amerískur og þú getur“ sam- kvæmi. Nú er ekkert eftir annað fyrir lesendur en að nota ímyndunaraflið og slá í gegn í sínu samkvæmi. Það sem gestgjafi verður að muna Ákveddu þá fjárhæð sem samkvæmið má kosta þig og haltu þig innan fjárhags- áætlunar. Vertu tímanlega í því að bjóða vinum þínum vegna þess að margir aðrir eru að leggja drög að ýmsum upp- ákomum og þá er best að vera fyrstur. Láttu fólk vita fyrirfram hvernig það á að vera klætt og tiltaktu mætingartíma. Ekki gleyma að gefa sjálfri þér tíma til að klæða þig og hafa þig tilbúna. Taktu á móti gestunum í útidyrunum; það er svo hlý- legt. Bentu fólki á stað til að hengja upp yfirhafnir og vertu viss um að þar sé nóg pláss fyrir allar fyrirferðar- miklu kápurnar og frakk- ana. Vertu viss um að einhver óáfengur drykkur sé á boðstólum. Taktu saman óhrein glös, tæmdu öskubakka og hentu pappírsþurrkum og sem til fellur af og til. Mundu svo að slappa af og skemmta þér líka og talaðu við eins marga af gestum þínum og þú mögulega get- ur. Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.