Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 41
í útvarpinu gat ég ekki setið
á mér lengur og nuðaði í
mömmu að fá að taka upp
minni pakkann fyrir mat, en
hann virtist mjög dularfull-
ur. Hún neitaði en ég þráað-
ist við og suðaði þar til hún
gafst upp og sendi mig inn í
herbergi með pakkann. Nú
var best að fara gætilega ef
eitthvað kvikt hoppaði upp
úr pakkanum eða eiturör
kæmi fljúgandi á milli augn-
anna þegar lokinu væri lyft.
Eg vandaði mig mjög og
þegar pappírinn losnaði frá
birtist mynd af fólksvagen
bjöllu á kassalokinu, því
flottasta af öllu flottu og í
kassanum var bíll. Ég vissi
að þessi bíll kom frá Germ-
aníu og það voru engir slor-
gæjar sem gátu eignast al-
vöru bjöllu, eins og hún var
kölluð. Bjallan mín var
skærblá og ekkert venjulegt
leikfang, því hún gekk fyrir
rafhlöðum og var fjarstýrð
með löngum kapli. Það var
hægt að kveikja og slökkva
ljósin, beygja og flauta.
Hjartað sló svo hratt af
spenningi og sælu að ég hélt
að það spryngi þá og þegar,
hvílík gjöf, hvílíkur bfll. Jól-
in urðu að blárri bjöllu sem
brunaði nótt sem nýtan dag
um stofuna, eldhúsið og her-
bergið í ýmsum erindagjörð-
um. Það þurfti að skreppa
með Siggu frænku austur
fyrir fjall að éta gras í
Hveragerði, Gumma í ríkið
og svo þurfti að ná í jólaölið
inn í Egil Skalla á Rauðarár-
stígnum, það var löng ferð
og erfið með alla glerkút-
ana. Nóg var að snatta og
mikið að gera en þetta var
hörkukerra sem kallaði ekki
allt ömmu sína, blikkaði
bara auga og svo var gefið í
botn.
Jólanótt
Á jóladag komu Munda
og kallinn hennar í hangi-
kjöt, þau ráku lakkrísgerð í
Kópavogi og það var alltaf
hátíð þegar Munda kom,
lakkrís og meiri lakkrís. Nú
komu þau með fimm kíló af
góðgætinu og ég ætlaði að
sleppa kjötinu, en pokanum
var pakkað inn í klæðaskáp,
honum læst og ekki orð um
það meir. Munda kyssti mig
og sagði að ég hefði svo
kyssilegar varir, ég skildi
ekkert í því en þurrkaði mér
vel og vandlega þegar hún
sleppti mér loks. Þegar þau
voru farin, allt of seint um
kvöldið, sagði mamma að
nú yrði ég að haska mér að
setja upp bindi og fara í
rauða vestið því þau ætluðu
í miðnæturmessu í Fríkirkj-
unni. Ég maldaði í móinn og
reyndi allt til að fá að vera
heima að leika með bjöll-
una, en neyddist á endanum
til að fara í gegn því að fá að
hafa bílinn með. Það var
smá snjókoma en logn þegar
arkað var niður í kirkju. Þar
var allt uppljómað og klukk-
urnar gullu meðan fólkið
bar að. Við náðum sæti á
þriðja aftasta bekk en marg-
ir urðu að standa, svo fjöl-
menn var messan. Ég hlust-
aði hugfanginn á sönginn
sem hljómaði þýtt en þegar
presturinn hóf ræðuna,
smeygði ég mér úr sætinu
svo lítið bar á og lumaðist
út. Nú var hætt að snjóa og
himininn var heiðskír
tunglið glottandi, næstum
fullt og stjörnurnar tindr-
andi allt um kring. Ég flýtti
mér út á ísinn sem var renni-
sléttur og þar var ekki hræðu
að sjá. Bíllinn spólaði fyrst
þegar ég reyndi hann á ísn-
um en þegar ég náði tökum
á akstrinum rann hann lið-
lega áfram og þaut í hringi í
kringum mig. Það var ótrú-
lega fallegt að sjá Ijósin í
myrkrinu, hvít og rauð
bruna fram og til baka með
eldingshraða. Ég gleymdi
stund og stað, svellið breytt-
ist í kappakstursbraut og ég
í hetju úr bíómynd. Þá
heyrðist skyndilega ískur í
svellinu og er ég leit upp
stóðu þarna fimm krakkar
og störðu á mig. Þau voru
skringileg, öll í brúnum
peysum og buxum, í svört-
um gúmmítúttum og á ryðg-
uðum skautum nema einn
sem var á skautum úr kinda-
leggjum! Ég stöðvaði bflinn
og horfði á þau, strákur sem
var fremstur í hópnum tók
ofan húfuna og sagði:
„Ég bið þig forláts en við
vorum að renna okkur
hérna á Syðri - Tjörninni,
þegar við sáum þessi
skrýtnu ljós hérna og vildum
vita hvað gengi til?"
Ég stóð þarna eins og
stytta og skildi ekki al-
mennilega hvað gekk á,
hverjir þessir krakkar voru
og af hverju strákurinn tal-
aði svona asnalega. Eftir dá-
góða stund sagði ég til að
segja eitthvað, að ég hefði
farið í messu með pabba og
mömmu en hefði skroppið
hingað til að prófa bílinn
minn. Þau horfðu bara og
sögðu ekkert svo ég ýtti á
fjarstýringuna og bíllinn
rann af stað rólega í hring,
svo einn á eftir öðrum. Þeg-
ar ég leit aftur upp stóð ég
einn þarna á svellinu og um
mig fór kaldur gustur þegar
ég þreif bjölluna og þaut
sem byssubrenndur inn í
kirkju.