Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 48
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Mynd: Sigurjón Ragnar Árið 1985 stofnaðí Rauði kross^ íslands neyðarathvarf fyrír ung- linga í gömlu húsi í Tjarnargötu. Ólöt Helga Þór, fyrrverandi for- stöðumaður Rauða kross húss- íns, hefur sagt að hað sé eitt- hvað við aldur hússins sem veki traust og á upplýsingablaði um starfsemi hússins segir að neyð- arathvarfíð sé fyrir börn 18 ára og yngri. Þar er opið allan sólar- hringinn og iitið er á Rauða kross húsið sem heimilí til bráðabirgða frekar en stofnun. Því er um að ræða stað bar sem unglingar geta komið og notið aðstoðar við að leysa vandamál sín. Um bess- ar mundir er Rauða kross húsíð elsta og jafnframt helsta athvarf fyrir börn í vanda bar sem bau geta sjálf leitað hjálpar í neyð og fengið hjálp. Unglingar koma í Rauða kross húsið vegna erfiðra heimílisaðstæðna, samskiptaörð- ugleika við sína nánustu, vegna eigin áfengis- eða vímuefna- neyslu, vegna kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis, eða einfald- lega vegna bess að beím líður illa og beir burfa einhvern til að tala við. Sumir koma vegna bess að beir eru heimilislausir og eiga ekki í önnur hús að ventía. Starfsfólk í Rauða kross húsinu hefur ætíð tíma til að hlusta á unglinga og ráða þeim heilt. f>að veitir húsaskjól og málsverð fyrir þau börn og ung- linga sem þurfa á slíku að halda. Gestir hússins elda kvöldmat með unglingafulltrú- um og sjálfboðaliðum í eldhúsi hússins þar sem allir njóta síðan máltíðarinnar. Það þarf ekki að gera boð á undan sér í Rauða kross húsinu heldur er nóg að banka upp á og starfsfólk tekur á móti viðkomandi unglingi og veitir honum viðtalsráðgjöf. Starfsmenn meta stöðuna eftir því sem þar kemur fram og síð- an er tekin ákvörðun um hvað sé best að gera í hverju tilfelli. Stundum nægir að kalla for- eldra unglinganna á staðinn til að ræða málin og þá eru starfs- menn nokkurs konar stuðnings- og miiligönguaðilar milli ung- lings og foreldra. Sé unglingur greinilega undir áhrifum áfeng- is eða fíkniefna er honum ekki boðið að vera gestur í húsinu, bæði vegna þess að með því væri verið að styðja líferni við- komandi unglings og vegna þess að með því væru starfs- menn að bjóða upp á hættulegt umhverfi fyrir þá gesti sem eru að koma úr meðferð eða eru að reyna að haida sér þurrum meðan þeir bíða eftir meðferð- arplássi. Hins vegar er viðkom- andi alltaf boðið að koma aftur þegar runnið er af honum. Tryggvi G. Arnason er ung- lingafulltrúi í Rauða kross húsinu og hann segir að þar sé að reynt að skapa eins heimilis- leg jól og hægt er. „Við reynum reyndar alla daga að skapa hér heimilislegt og hlýlegt andrúmsloft og það hjálpar að við erum í hlýlegu og yndislegu gömlu húsi sem í er góður andi. Andrúmsloftið í húsinu verður því á vissan hátt eins og maður sé staddur heima hjá sér. Eins og á öðrum heimil- um þá tökum við upp jóla- skrautið til að jólastemmning nái að myndast hér í húsinu. Og til að auka á huggulegheitin um hátíðirnar hafa fyrirtæki stutt okkur með því að gefa ýmsar kræsingar, gosdrykki og annað sem m.a. gerir okkur kleift að elda og bera fram góðan jóla- mat. Einnig hafa fyrirtæki gefið okkur bækur, myndbönd og aðrar vörur svo við getum gefið þeim krökkum sem dvelja hér yfir hátíðirnar jólagjafir. Eftir að við höfum eldað saman og borðað þá eru jóla- pakkarnir opnaðir og svo látum við okkur líða vel. Þó svo að við óskum þess að enginn þyrfti að leita til okkar um hátíðirnar þá gerist það sannarlega að ein- hverjir unglingar eiga ekki í önnur hús að venda yfir jólin. Við reynum að skapa heimilis- legt umhverfi eins og áður sagði en það er þó alveg ljóst að hér í húsinu er rekið neyðarathvarf. Það er engin framtíðarlausn fólgin í því fyrir þá sem hingað leita að búa hér, enda felst starf okkar m.a. í að hjálpa þessum krökkum til að komast í varan- legt húsnæði ef ekki er um það að ræða að þeir snúi aftur til foreldra sinna. Auðvitað reynist þetta stundum erfitt og þá sér- staklega fyrir unglinga, sem hafa dvalið hér til lengri tíma og áður verið á þvælingi, að rífa sig upp einu sinni enn og flytja í ný híbýli. En við gerum alit sem í okkar valdi stendur til að styðja þau við að taka þessi skref sem eru þeim nauðsynleg til að leggja jákvæðari og varan- legri brautir í lífinu." Verður þú sjálfur að vinna um jólin? „Nei, en ég verð að vinna yfir áramótin. " í Rauða kross húsinu er einnig starfræktur trúnaðarsími sem börn geta hringt í og fengið góð ráð og ábendingar. Rauði krossinn er þekkt alþjóðasam- tök sem vinna að mannréttinda- málum um allan heim. Þess vegna er það talið mjög mikil- vægt í öllu starfi Rauða kross hússins að virða mannréttindi barnanna og rétt þeirra til að taka sjálf ákvörðun um sín mál. Starfsfólk er boðið og búið til að leiðbeina, aðstoða og vísa þeim veg en undantekningar- laust er unglingnum það í sjálfs- vald sett hvaða ráðum hann tekur og hvaða leið hann velur. Honum er treyst tii að taka ábyrgð á lífi sínu og sumir ung- lingar sem leitað hafa á náðir neyðarathvarfsins telja að það hafi ráðið úrslitum um að þeir tóku ákvarðanir sem leiddu til breytinga á lífi þeirra. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.