Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 22
 „Vígslan sjálf uerður mér eft- irminnileg uegna atuiks sem gerðist í kirkjunni. Ég flutti að sjálfsögðu prédikun. Þar sem petta uar í upphafi Kirkju- bings uar messan uel sótt og kirkjan næstum full. Forseti íslands uar meðal kirkjugesta og sat í stúku sinni and- spænis prédikunarstólnum, horfði ég í áttina til hans begar ég flutti mál mitt og ueitti buí ekki athygli huað uar að gerast á suölunum hinum megin. Þar hafði tekið sér stöðu drukkinn maður, sem sueiflaði höndunum til áhersluauka er honum botti ég segja eitthuað bitastætt, og honum botti tiest af buí sem ég sagði uera harla gott. Eftir almenna kirkjubæn fer ég ofan úr stólnum. Heyri ég bá að einhuer kemur á eftir mér niður stigann og missir sá fótanna og ueltur í fangið á mér eins og kefli. Þar kom- inn faðmar hann mig og seg- ir: „Hl hamingju, elsku uinur, bú ert okkar maður!" Seinna meir botti petta uera spá- mannlegt atuik." Suo segir séra Jón Bjarman frá í nýútkominni æuisögu sinni og uið lestur hennar kemur í Ijés að umrætt atuik, sem gerðist uið uígslu hans, reyndist eins konar fyrirboði beirra miklu samskipta sem Jón átti eftir að hafa uið und- irmálsfólk í samfélaginu. Með frið og réttlæti að leiðarljósi Fyrsti fangapresturinn á íslandi Vikan mælti sér mót við séra Jón Bjarman á köldum vetrar- morgni og fékk hlýlegar mót- tökur á notalegu heimili hans í Kópavoginum. Séra Jón hefur átt mjög fjölbreytta starfsævi og deilir henni með lesendum sín- um á hispurslausan og einlægan hátt. Hann var m.a. fyrsti fanga- presturinn á íslandi og gegndi því starfi þegar Geirfinnsmálið alræmda var tekið til meðferð- ar. Hann segir frá afskiptum sínum af því umtalaða sakamáli og þeirri andstöðu sem hann mætti þá. Á hreinskilinn hátt fjallar séra Jón um bakhlið ís- lenska réttarkerfisins eins og hún birtist honum í því máli. Jón hefur í gegnum tíðina lát- ið sér annt um þá sem minna mega sín og starf hans hefur að mjög miklu leyti falist í að sinna því fólki og veita því sáluhjálp. En hvað á séra Jón við þegar hann talar um huldufólk nútím- ans? „Það eru þeir ólánsmenn sem tilheyra þjóðfélagshópi innan samfélagsins sem á af- skaplega bágt og við hin gerum okkur oft ekki grein fyrir tilvist þeirra, eða jafnvel viljum ekki vita af þeim. Þessir einstakling- ar bjarga sér ekki með venju- legum hætti og hafa stundum rangt við í samskiptum sínum við aðra. En það ber líka að hafa í huga að réttlæti eins kann að vera ranglæti annars. Eg er nýkominn frá Bonn þar sem við hjónin tókum þátt í 50 ára afmæli ICYE samtakanna (International Christian Youth Exchange). Þar flutti ég aðai- ræðu og er heiðursforseti sam- takanna svo lengi sem ég lifi. Eftir að afmælisráðstefnunni var iokið fór ég á fund hjá The European Committee for the Prevention of Torture and Degrading Treatment or Punish- ment í Strasbourg. Heitið á nefndinni er tilvitnun í 3. grein mannréttindasáttmála Evrópu- ráðsins en það er hliðstætt Mannréttindadómstólnum. Nefndin berst gegn óviðeigandi Horfðist í augu uið sekt fanganna með beim meðferð fanga. pyntingum og hvers konar niðurlægjandi með- ferð á þeim. Eg hef verið þar starfandi frá 1992 og hef lengst- an starfsaldur en mínu tímabili þar lýkur í mars næstkomandi. Þarna voru saman komnir margir helstu mannréttinda- frömuðir samtímans. „Ég vann meðal annars sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar en innst inni gerðist sú spurning sífellt áleitnari hjá mér hvort kirkjan hefði ekki fyrirmæli frá frelsaranum um að prestur skyldi vitja þeirra yfirgefnu, lækna sjúka og vitja þeirra sem hungrar og þyrstir eftir réttlæt- inu. Ég kynntist mörgum hinna yfirgefnu í gegnum starf mitt og taldi að kirkjan ætti að þjóna þeim sem aðrir hefðu yfirgefið. Mér fannst ég ekki lengur á réttum stað. En þessi mál skýrðust fljótlega í huga mínum þegar ég var ráðinn sem fyrsti fangelsisprestur á íslandi, en það var árið 1970. Ég fór í vitj- anir í fangelsin og þar kynntist ég sárri hryggð, iðrun og blygð- un manna sem höfðu afvega- leiðst í lífinu. Það var ekki pré- dikunarstóll í fangelsunum og fyrst um sinn saknaði ég þess dálftið. En síðar varð mér ljóst að fyrir þann sem stendur í stólnum er hann fremur brjóst- vörn og vígi en skotpallur. Ég var fyrst og fremst prestur fang- anna en ekki stofnunarinnar eða refsikerfisins." Það kemur fram í bókinni Af föngum og frjálsum mönnum að séra Jón bar aldrei lykla og með því sýndi hann óskil- greinda samstöðu með föngun- um því dyr voru þeim einnig lokaðar. Hann segir í endur- minningum sínum að hann hafi litið á starf sitt sem kristilega sálgæslu: „Starfið fólst í því að sitja við hlið þess sem haföi orðið uppvís að lögbrotum, jafnvel hinu versta óhæfuverki. Ég sat við hlið hans og horfðist í augu við sekt hans og afleið- ingar hennar. Þetta var erfið staða. Börn í fangelsum Þegar ég var fertugur hélt ég til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum þar sem ég dvaldi við nám á vegum Council of International Programs for Social Workers and Youth Leaders en það reyndist mér dýrmætt nám. Ég 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.