Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 26
Kjörorð jólanna ætti að vera leikur og létt gaman. má bregða sér saman út að ganga eða á skíði. Notaleg þreytutilfinning í líkamanum er bara til að auka ánægjuna undir sænginni á eftir. • Kertaljós eru mikið notuð um jól og birtan af þeim er ótrúlega rómantísk. Húðin glitrar sem aldrei fyrr, allar línur mýkjast og pokar og fellingar hverfa. Notið hátíðalýsinguna en munið að af opnum eldi er alltaf hætta. Við fréttum af pari sem er ákaf- lega hrifið af kertaljósum og notar gjarnan þá lýsingu í svefn- herberginu. Kvöld eitt urðu þau fyrir því óhappi að þegar hann fleygði nærbuxum konunnar út í loftið að þær lentu á einu kert- inu og fuðruðu upp. Nærhaldið flaug logandi í gólfið og loginn læsti sig í gluggatjöldin. Karl- maðurinn var snöggur að hugsa, reif koddann undan höfði sinnar heittelskuðu og barði log- ana með honum. Hættunni var afstýrt í það sinn en látið þetta verða ykkur víti tii varnaðar. • Lykt getur haft einstaklega örvandi áhrif á fólk og um jól er algengt að ilmvötn, baðsölt, freyðiböð, húðmjólk eða aðrir ilmgjafar leynist í pökkunum. Notaðu óspart það sem þú færð af slíku yfir hátíðarnar og til að vera viss getur þú verið búin að kaupa eitthvað lítilræði á bað- herbergið áður en hátíðin geng- ur í garð. Sennilega á það eftir að koma á óvart hversu mikla ánægju það getur gefið sjálfri þérað ilmavel að maðurtali ekki um bólfélagann. Sú afslöppun sem næst í heitu ilmolíubaði er auk þess einn al- besti undirbúningur fyrir að njóta þess að láta gæla við sig og láta vel að félaga sínum. • Skreyttu svefnherbergið. Gyllt, silfur og purpurarautt eru litir jólanna. Þetta eru líka hlýir litir og erótískir. Notaðu þér það í svefnherberginu. Margir eiga sérstök rúmföt úr damaski, silki eða öðru vönduðu efni sem þeir nota eingöngu á jólunum. Til- finningin að liggja á mjúkum beð umvafinn hlýjum litum og fallegu skrauti er einstaklega góð og eykur ábyggilega næmni allra tauga hjá flestum. • Um jól ættu allir að láta það eftir sér að liggja í rúminu fram eftir degi. Fáðu elskhuga þinn til að færa þér morgunverð í rúmið og berðu honum bakka í þakklætis- skyni á rúmhelgum degi. • Fátt er skemmtilegra en að bregða sér í ýmis hlutverk og breyta til. Konur geta oft gerbreytt persónu sinni með því að farða sig öðruvísi en þær eru vanar. Augnlínupenni er eitt af þeim undratækjum sem snyrtivörufyrir- tækin hafa gefið okkur og það er gaman að mála sig á nýjan hátt og koma sjálfri sér og elskunni sinni á óvart með uppátækinu. Málaðu þig öðruvísi. Augn- línupenni er getur aukið kyn- þokkann, þótt margar konur niyndu aldrei nota svoleiðis hversdags þá veit enginn hvað gerist bak við luktar dyr svefnherbergis þeirra. Um jól og aðrar hátíðar hefur fólk oft betri tíma en huers- daosleoa oo há er kjörið að oefa sér tækifæri til að njóta kynlífsins sem aldrei fyrr. Kjör- orðið ætti að uera leikur 09 létt oaman oo uið hað eitt að hugsa um iólin kuikna ótal hugmyndír að huí huernig ástin getur blómstrað sem aldrei fyrr. loin • Láttu það eftir þér að kaupa fal- leg undirföt eða náttkjól fyrir jól- in. Það tryggir að þú farir ekki í jólaköttinn og ef þú vandar valið gleður þú hann líka. • Gefðu honum sérútbúið gjafa- bréf að notalegu kvöldi eða ávísun á erótískt nudd. Gjafa- bréfið getur líka hljóðað upp á nektardans, að uppáhaldskynór- ar hans rætist, gælur og dekur í heilan dag o.s.frv. Möguleikarnir eru eiginlega bara takmarkaðir við ímyndunarafl gefandans. • Jólin snúast að meira og minna leyti um mat. Hvers vegna ekki að nota það í ástarlífinu. Það má takameð sérjarðarberog súkkulaði í rúmið, þeyttan rjóma, konfekt og restina af rauðvíninu frá því um kvöldmat- inn. Oft er ótrúlega gaman að mata hvort annað og endur- skapa sína eigin rómversku svallveislu. • Jólin eru þá ekki síður tími til að bæta á sig aukakílóum. Varla er hægt að hugsa sér betri leið til að eyða kaloríum en einmitt í skemmtilegum leik með hinum eina rétta í svefnherberginu. einhver meiri hreyfingu en það Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.