Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 40
hverjum glugga. Mamma
dró mig á eftir sér í land,
upp í bíl og heim á Nönnu-
götuna, en það fór allt fram-
hjá mér því þessi stórkost-
lega borg með öllum sínum
ljósum átti hug minn allan.
Eitt alsherjar ævintýri tók
við og árið fór í að ganga í
Miðbæjarskólann, fara í bíó,
rannsaka Þingholtin og
hvosina þar sem Tjörnin var
með fullt af leyndardómum
til að afhjúpa. Þar voru end-
ur og álftir, gæsir, dúfur og
hornsíli. Á kvöldin birtist
borgin á hvolfi í spegilsléttri
Tjörninni og þegar maður
stökk til og sundraði værð-
arlegum andaflokknum,
runnu ljós og litir saman í
eina svarta dembu og spegil-
mynd borgarinnar hvarf.
Hornsílin þutu undir bakk-
ann og biðu þess að lygndi á
ný, þá kíktu þau undan slút-
andi torfinu og leituðu
áfram að æti. Ég varð brátt
sérfræðingur í hornsílaveið-
um og kom mér upp háfi úr
gamalli trekt og forláta
krukku úr sultugerðinni Val
sem tók eina sjö- níu- þrett-
án lítra, henni kom ég fyrir á
tröppunum bak við og safn-
aði í hana hornsílum. Reið-
arslagið kom svo sunnudags
morgun um miðjan október
þegar ég vaknaði og leit út
til að gá að sílunum. Krukk-
an var sprungin og innan um
brotin voru hornsílin gadd-
freðin. Það var komið frost
og Tjörnin var ísi lögð nema
við Iðnó og ég hugsaði er ég
tók mín fyrstu skref út á ís-
inn: „Hvar eru hornsílin?"
Þorláksmessa
og aofangadagur
Rétt fyrir jólin kom stóri
bróðir minn í heimsókn, ný-
kominn úr siglingu með
gjafir, tvo pakka til mín.
Þegar jólin gengu í garð og
við höfðum hlustað á séra
Sigurbjörn Einarsson messa
e e
o -ra
</>
« «
JS'S
O*
<A £
'3 X
£ 0
0) **
5 o>
£ o
2?
ui >■
Eg flutti með for-
eldrum mínum frá
Patró til Reykja-
víkur haustið
1959, þá níu ára. Við sigld-
um með Esjunni hringinn
austur fyrir land og tók ferð-
in fimm daga með stoppum.
Þegar skipið sigldi loks inn á
Faxaflóann að kvöldi
fimmtudags birtist ógleym-
anleg dýrð. Ljósahafið var
sem í englaborg, framandi
heimi sem ég hafði aðeins
séð í bókum en birtist nú
þarna ljóslifandi. Ég
gleymdi öllu öðru og starði
hugfanginn á ljósin og húsin
sem birtust með bros í
,-í VftM!
40 Vikan