Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 12
Nælonsokkar tóku viö af silki-
sokkum og voru bæöi ódýrari og
sterkari. Nælonskyrturnar komu á
markað og sendu rafneista frá
ungum mönnum til allra sem
hættu sér of nálægt. Hag-
kaupslopparnir voru ódrepandi
flíkur úr næloni sem allar hús-
mæður urðu að klæðast til hlífðar
öðrum fötum við vinnu sína. Fljót-
lega áttuðu menn sig þó á því að
óblönduð gerviefni voru ekki að
öllu leyti heppileg í klæðnað og
þá var farið að vefa gerviefna-
þráðinn saman við silki-, bómull-
ar- eða línþræði. Úr því varð fatn-
aður sem var endingarbetri en sá
sem gerður var úr óblönduðum
náttúruefnum. Lokahnykkur ald-
arinnar í gerviefnaklæðnaði eru
sennilega flísefnin sem eru að
hluta úr efnum sem endurunnin
eru úr áldósum. Teflon, plexigler
og fleiri iðnaðarefni eru unnin á
svipaðan máta og byggja á sama
lögmáli og fjölamíðin.
Æskudýrkun
Mikil áhersla áfallegt og full-
komið útlit setti sterkan svip á
öldina. Áköf æskudýrkun endur-
speglaðist í barnungum fyrirsæt-
um og fljótlega fæddist hugtakið
ofurfyrirsæta. Horaðar ofurfyrir-
sætur lögðu línurnar í tískunni og
unglingsstúlkur kepptust við að
líkjast þessum hetjum samtím-
ans. í kjölfarið varð lystarstol sí-
fellt algengara og hulunni var
svipt af þessum alvarlega átrösk-
unarsjúkdómi. Cindy Crawford,
Naomi Campell, Linda Evang-
elista, Claudia Schiffer og Kate
Moss voru fremstar í farabroddi
sem helstu fyrirmyndirnar. Ofur-
fyrirsætur fengu svimandi há laun
fyrir að ganga eggjandi eftir sýn-
ingarpöllum íklæddar nýjustu föt-
um tískukónganna og æskan
svalt heilu hungri til að líkjast
þeim sem mest.
Lýtalækningar
Aukin áhersla á hinn fullkomna
líkama hleypti af stað mikilli
fjölgun lýtaaðgerða og er óhætt
að telja að silíkonbrjóst hafi sett
svip á öldina. Marilyn Monroe gaf
tóninn með þrýstnum barmi sín-
um en brjóstastækkanir urðu
hægt að öðlast gegn smávegis
peningaútlátum.
Kókið
Með fullri virðingu fyriröllum
öðrum drykkjum þá leikur enginn
vafi á að kókið (Coca Cola) er
drykkur aldarinnar. Ýmsar sögur
eru til um tilurð kóksins og það
var haft eftir gömlum bandarísk-
um bifvélavirkja að upphaflega
hafi kókið verið framleitt
sem ryðleysir á bíla en
hafi ekki náð útbreiðslu
sem slíkt. Ekki tekurVik-
an ábyrgð á þessum orð-
um, en vitað er að kók
dugar vel til að hreinsa
saltaf bílrúðum. Líklegri
heimildir segja að kókið
hafi upphaflega verið
framleitt sem hressingar-
lyf og virkað fínt sem
slíkt, enda var notað í það
Kókaín og Kólahnetur. En hvernig
sem upphafið var, þá er kókið
drykkur tuttugustu aldarinnar.
Ýmis afbrigði hafa verið fram-
leidd af þessum ágæta drykk s.s
Cherry Coke og Diet Coke, en
ekkert slær út gamla, góða kókið
í glerflöskunni og þeir alhörðustu
í kókdrykkjunni vilja ekkert ann-
að.
Bjallan
Bílar hafa breytt lífi mannkyns-
ins talsvert á öldinni. Með bílnum
styttust allar vegalendir til muna
og heimurinn „minnkaði". Það
leið undraskammur tími frá því
að fyrsti bíllinn var
framleiddur og þar
^ til bílar
ekki mjög algengar fyrr en á 8.
áratugnum og hafa líklegast náð
hámarki nú undir aldalok. Pamela
Anderson rogaðist stolt um með
risavaxin brjóst og lýtalæknar
fengu nóg að starfa. Söngkonan
Cher talaði opinberlega um það
hve ánægð hún væri með líkama
sinn en hann er að mestu endur-
byggður með aðstoð lýtalækna.
Fitusog, brjóstastækkanir, nef-
breytingar og fjarlæging rifbeina í
þeim tilgangi að fá mjórra mitti,
þykir ekki lengur tiltökumál því
öllum er víst frjálst að bæta það
útlit sem þeir fengu í vöggugjöf.
Þrýstnar varir, í formi
silíkons, er
12 Vikan