Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 46
m
h
f r
það, sagði Yseulta biðjandi.
Ég er hrædd um að ég hafi
ýkt svolítið þegar ég sagðist
kunna rælana. í sannleika
sagt hef ég aldrei dansað þá
nema í barnaafmælum.
Móðir mín hafði mikla
ánægju af þeim og pabbi og
vinir hans létu sig hafa það
að reyna að dansa við okk-
ur!
Ef þú ert skosk þá eru ræl-
arnir í blóði þínu, sagði Ant-
hony brosandi. Yseulta end-
urgalt brosið. Einhvern veg-
inn tókst honum að fá þetta
til að hljóma eins og annað
ævintýri.
Á meðan á þessu samtali
stóð var hertoginn að tala
við móður sína. Fyrst sýndi
hann henni bréfið frá mark-
greifanum. Hertogaynjan
gat ekki leynt undrun sinni
og fyrirlitningu. Hvernig
dirfist hann að vera svona
óforskammaður? sagði hún
reiðilega. Mér hefur alltaf
þótt hann sérstaklega óvið-
felldinn maður. Ég hef lengi
vitað hversu óhamingjusöm
Sophia vinkona mín er í
hjónabandinu, þótt hún hafi
aldrei sagt það berum orð-
um.
Hann gerir alla vega sitt
besta til þess að gera vesal-
ings stúlkunni lífið leitt,
sagði hertoginn.
Það var rétt ákvörðun að
leyfa henni að fara með
okkur, sagði móðir hans, í
stað þess að senda hana til
baka, eins og markgreifinn
hefur örugglega vænst.
Hann notar hana sem
blóraböggul, sagði hertog-
inn. Hann neyðir hana til
þess að ganga í sorgarklæð-
um að ástæðulausu.
Hertogaynjan starði á
hann. Ég trúi ekki mínum
eigin eyrum!
Ég er búinn að segja
henni að hún eigi að reyna
að njóta þess að vera í
Skotlandi og taka þátt í
dansleiknum. Heldur þú að
þú gætir reynt að finna ein-
hver föt á hana? Hún getur
ómögulega verið klædd
þessum gömlu lörfum.
Ég er viss um að mér dett-
ur eitthvað í hug, sagði her-
togaynjan. Mér þykir fyrir
því að hafa látið mér detta í
hug að lafði Sarah væri
verðugt konuefni. Ég get
ekki ímyndað mér að þú
getir hugsað þér að eignast
markgreifann sem tengda-
föður.
Ég gæti aftur á móti vel
hugsað mér að segja honum
álit mitt á honum, sagði her-
toginn. En með því væri ég
að lúta jafn lágt og hann
sjálfur. Við skulum dekra
við Yseultu og vera góð við
hana. Mér segir svo hugur
að það ergi markgreifann
meira en nokkuð annað.
Ég skil hvað þú meinar,
sagði hertogaynjan. En þú
verður nú líka að veita hin-
um stúlkunum athygli. Ertu
búinn að tala við Beryl
Woods?
Eitt er alveg á hreinu,
svaraði hertoginn, hún vill
ekkert við mig tala!
Hertogaynjan starði á
hann. Hvernig dettur þér
það í hug?
Hún er búin að sitja með
fýlusvip síðan hún kom um
borð í lestina. Þegar ég
reyndi að tala við hana
sagðist hún vilja fá að vera í
friði, færði sig aftar í vaginn
og lokaði augunum.
Hann sá að móðir hans
var slegin og sagði: Vertu ró-
leg, mamma, það liggur
kannski betur á henni þegar
Tæknlgaröl - Dunhaga 5-107 Reyk|avík
Síml: 525 4468 - Fax: 552 880! - lnfo@vortex.ls
H{>gff-Inni/alið í ofangreindu verði er
uppsetningarhugbiinaður, innhringiaðgangur,
® eitt póstfang, 3Mb heimasíðusvœði,
160Mb gagnaflutningur/mán. til 01.01.2000
tMá Míiwn
Internetaðgangur til 01.01.2000
á aðeins kr. 2000,-
46 Vikan