Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 10
Mikki MÚS Teiknimyndir eru eitt margra furöuverka aldarinnar. Þekktasta teiknimyndafígúra heims er án efa Mikki Mús. Þessi hugrakka og einlæga mús birtist fyrst á teikniboröi Walt Disney þann 18. nóvember 1928. Mikki hefur elst vel og lítur unglega út miöað við að vera kominn á áttræöisaldur. í fyrstu var Mikki Mús eingöngu teiknaður í svart/hvítu en um miðbik aldarinnar leit hann út eins og við þekkjum hann í dag. Fyrsta teiknimyndin sem Mikki kom fram í var „Steamboat Wille". í fyrstu teikni- myndunum um Mikka var það Disney sjálfur sem Ijáði Mikka rödd sína en þegar fígúrun- um fjölgaði tóku aðrir leikarar raddsetniningu að sér. Marilyn Monroe er kynþokkafyllsta leikkona aldarinnar, á því leikur enginn vafi. Hún er persónugervingur Hollywood heimsins, þar sem peningar, sambönd og kyn- þokki skipta mestu máli eða eins og hún orðaði það sjálf: „( Hollywood eru menn til- búnir að greiða þúsund doli- ara fyrir kossinn en einungis fimmtíu sent fyrir sálina." Frami hennar var ameríski draumurinn í hnotskurn; fá- tæka stúlkan sem lagði heiminn að fótum sér. Milljón- ir ungra stúlkna dreymir um að feta í fótspor gyðjunnar. Monroe fæddist sem Norma Jean Mortenson en tók síðar upp Monroe nafn- ið úr móðurættinni. Hún var mikill einstæðingur og ólst upp á munaðarleysingjahælum og hjá vinkonu móður sinnar. Ljósmyndari nokkur uppgötvaði fegurð hennar þar sem hún stóð við færiband í verksmiðju á stríðsárunum. Myndin af Monroe birtist á 33 forsíðum og eftir það lá leiðin upp á við í kvikmynda- heiminum. Hún var óheppin í einkalífinu, átti nokkur mis- heppnuð hjónabönd að baki þeg- ar hún lést og er einna þekktust fyrir að hafa verið ástkona John F. Kennedy á tímabili. Ótímabær dauði hennar er mönnum hulin ráðgáta. Aðdáendur hennar munu sjálfsagt aldrei sætta sig við þá opinberu skýringu að um sjálfs- morð hafi verið að ræða. Píllan Það er með ólíkindum hvað ein, pínulítil tafla getur breytt miklu. P-pillan kom á markað í kringum 1960. Hún markaði tímamót í kyn- lífs- sögunni. Allt í einu gátu konur farið að njóta kynlífs með góðu móti án þess að eiga það á hættu að verða ófrískar. Á þessum tíma voru fleiri tegundir getnað- arvarna komnar á markað en engin þeirra var eins ör- ugg og þægileg í notkun. Skótíska aldarinnar Litlir, stórir, þröngir, mjóir... Skótískan gengur í hringi. Allt frá því að við gengum í sauðskinnsskóm hafa allar gerðir af skóm verið í tísku. Ekki alls fyrir löngu voru þykkir og grófir skór það flottasta en núna er klumþaskóm hent út í stórum stíl fyrir fíngerða hælaskó. Bítlarnir Hljómsveitin The Beatles eða Bítlarnir var stofnuð árið 1962 af þeim George Harrison, Ringo Starr, Paul McCartney og John Lennon. Hljómsveitin varð til úr annarri hljómsveit, The Qu- arrymen, sem Paul McCartney og John Lennon stofnuðu árið 1956. Flestir þekkja frægðarsögu pilt- anna og bítlaæðið sem fylgdi í kjölfarið. Tónlist þeirra nýtur enn mikill vinsælda og segja má að hún teljist nú klassísk popptón- list. Oft er talað um að í tónlist Bítlanna hafi poppið risið hæst en popptónlistin á rætur sínar að rekja til djassins sem er upprunninn meðal blökku- manna í suður- ríkj- um Bandaríkjanna. Djassinn byrj- ar að koma fram um aldamótin síðustu og úr honum þróast síðan margar aðrar tónlistarstefnur, þeirra á meðal: Blús, rokk, popþ, þopp, dixíland o. fl. Fyrsta djass- platan sem kom út var Dixie Jazz One Step með hljómsveitinni Original Dixieland Jazz Band. Rolling Stones Ef poppið hefur risið hæst með Bítlunum má segja að með Roll- ing Stones hafi verið náð há- punkti rokksins. Hljómsveitin var stofnuð sama ár og Bítlarnir og það voru þeir Keith Richards og Mick Jagger sem lögðu grunninn. Brian Jones, Charlie Watts og Bill Wyman voru helstu lagahöfundar ásamt hinum tveimur og árið 1964 varð smellurinn Time Is On My Side vinsælt og virðist ekkert lát á þeim vinsældum. Ótal frá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.