Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 20
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Inmæði li
uinnltr alla
hjálp örlítillar hern-
aðartækni sem vel
má tileinka sér. Tak-
Taktu þér frí hálfan dag
í vinnunni og bakaðu
hnallþóru sem slær út
allar tertur sem hin
óþolandi húslega systir
hans kemur ævinlega
trillandi með í fjöl-
skylduboð.
Eftir að hafa eytt a.m.k.
8 klst. í að skreyta tert-
una eftir kúnstarinnar
reglum leggstu þá upp
í sófa og horfðu áThe
National Lampoons
Christmas Holiday. Þar
eru nokkrir ómetan-
legir punktar um
hvernig má lifa með
óþolandi ættlngjum.
Sumir geta meira að
segja veriö svo slæmir
i allt sem þú býrð við
bliknar við samanburðinn
og það er alltaf ágæt hugg-
un.
Keyptu sérstakan kjól fyrir jól
in sem er nógu þröngur og
fleginn til að vekja öfund en er
ekki alveg nógu glyðrulegur til
að setja vandlætíngarræðu
tengdamömmu í gang.
Reyndu að stilla þig í bílnum á
leiðinni um að fara að rífast
við hann því það þjónar þeim
einum tilgangi að honum fer
að líða jafnömurlega og þér.
(Kannski allt i lagi)
Þurrkaðu af þér rauða varalit-
inn áður en þú gengur inn á
heimili tengdamömmu og
berðu á þig Bardot bleikan lit.
Settu líka upp svuntu og
strunsaðu beint inn í eldhús.
Hlustaðu ekki á hvað
a þín og tengda-
mamma segja, finndu þér gul-
rót og skerðu hana í örþunnar
sneiðar á meðan þú gerir mik-
ið úr því hvað þú sért þreytt
eftir allan jólaundirbúninginn.
Hann situr inni í stofu og horfir
á sjónvarþið með
tengdapabba þínum meðan á
þessu stendur. Sendu honum
eitruð hugskeyti en mundu að
það er huggun harmi
gegn að karlinn er
leiðinlegri en erfða-
syndin.
8. Þegar
mágkona þín
bendir á silfrið og
sparistellið henn-
I armóðursinnar
og minnir á að
þetta eru hennar
erfðagripir, brostu
þá út undir eyru
því það er margt
til fallegra en
mávastellið.
9. Láttu þér ekki
detta í hug að
laukinn.
Mundu, þú
varst nægi-
lega falleg til
að heilla litla
strákinn
hennar
tengda-
mommu
og not-
aðu hvert
tækifæri sem
gefst til aö minna hana á
það.
Ef einhver minnist á að
eitthvað vanti notaðu strax
tækifærið til að bjóðast til að
fara heim til ykkar og ná í
það. (Ef ekkert virðist vanta
feldu þá eitthvað.) Mundu þú
geturtekið í það minnsta
klukkutíma í ferðirnar fram og
til baka, óvenjumikil umferð
og hálkan, maður minn!
11. Eftir að hafa fengið klukku-
stundar frið ertu búin að end-
urnýja þolinmæðirafhlöðurnar
og getur brosað framan í allt
og alla. Að minnsta kosti ætt-
irðu að geta stillt þig um að
rífa upp steikarhnífinn og ota
honum að kvölurum þínum.
Njóttu matarins. Þær kunna að
vera leiðinlegar mæðgurnar en
þær elda ágætan mat og þú
þarft ekkert að hafa fyrir því
að vaska upp. Þú varst svo
dugleg aö hjálpa til við
matseldina mannstu og send-
ast eftir ýmsu sem hafði
gleymst. 0 ^
Þegar tengdamamma byrjar
aðtuða um hversu illa börnin
þín eru siðuð (í samanburði
við englabörn mágkonu þinnar
hikaðu þá ekki við að segja að
það sé undarlegt hvað barna-
börnin fari í taugarnar á henni.
Kennarinn hans Dodda litla
hafi sagt á síðasta foreldra-
fundi að tilitsamara barn og
betri námsmaður væri vand-
fundinn. Fóstrurnar eigi ekki
orð yfir hvað Lilla litla er næmt
og umhyggjusamt barn.Til-
kynntu hiklaust að þú munir
hlífa henni við heimsóknum
barnanna alla sunnudaga allt
næsta ár. (Hugsaðu þér ef
börnin heimsækja hana ekki
þá þarft þú þess ekki heldur.)
Hnallþóran sem þú hafðir með
þér með kaffinu slær í gegn
og mágkonan biður um upp-
skriftina. Notaöu tækifærið og
minnstuáað manninn þinn
langi í fallegu kristalspúns-
. .. skálina og litlu sætu bollana í
stíl sem tengdamamma erfði
frá ömmu sinni. Meira að
1 segja mágkonan mun eiga í
vandræðum með að snúa sig
I út úr þeim umræðum.
Bs. Taktu utan um hann bara af
I því að þig langar til þess og
: kysstu hann fyrir allra augum.
f Skítt með augnagoturnar,
hann er maðurinn þinn og það
hversu Ijúfur hann er sýnir að
þessari fjölskyldu er ekki alls
B varnað.
10. í bílnum á leiðinni til baka get-
ur þú hjúfrað þig aö honum og
glaðst yfir því að það er heilt
ár fram að næsta fjölskyldu-
boði. Hvíslaðu að honum að
þú hlakkir til að komast heim
og upp í rúm með honum.