Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 25

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 25
fengið, mér fannst ég jafnvel læra meira þar en í sjálfu náminu. Starfinu fylgdu ferðalög út um allan heim. Á síðasta ári var ég 80 daga erlendis og ófrísk í þokka- bót. Ég held að hún litla dóttir mín hafi komið til 12 landa áður en hún fæddist", segir Eva og brosir við til- hugsunina. Litla prinsessan er efnileg- ur innkaupastjóri, svo mikið er víst. „Ég fór í fæðingarorlof í febrúar og þá fyrst gat ég sest niður og útfært hug- myndina nánar. Til að byrja með gerði ég mjög nákvæma viðskiptaáætlun fyrir versl- unina þar sem ég reiknaði allt fram og til baka. Ég sá á henni að þetta gæti alveg gengið upp." Þess má geta að Eva Dögg fékk verðlaun í samkeppni um viðskiptaá- ætlanir á meðan hún var enn í námi ytra og er mjög áhugasöm um gerð slíkra áætlana. „í byrjun sumars fékk ég menn frá fyrirtækinu Salt til að hanna með mér tölvu- kerfi fyrir verslunina. Ég var með fullmótaðar hugmyndir um hvernig ég vildi hafa síð- urnar og þeir útfærðu þær í samræmi við mínar óskir. Það var mér mikið kapps- mál að hafa öryggið í fyrir- rúmi vegna kortanúmera. Ég vildi bara það besta og öruggasta kerfi sem völ væri á. Næsta skref var að tala við heildsala og birgja, bæði hérna heima og erlendis. Smám saman fór verslunin að verða til og einn daginn var hún fullbúin. Þar sem ég hef nokkuð langa reynslu af starfi innkaupastjóra þekki ég marga aðila í þessum bransa. Ég sá líka fyrir mér að þetta starf gæti hentað mér vel núna þar sem mig langaði að geta verið heima með dóttur minni aðeins lengur. Ég sé nú samt fram á að þurfa að koma henni til dagmömmu eftir áramót því vinnan í kringum verslunina er orðin gífurlega mikil." Alin upp í leikhúsum Samkvæmt niðurstöðum kannana eru íslendingar ein duglegasta þjóð heims að nota netið en þeir hafa ekki ennþá lært að nýta sér net- verslunina. Margir standa í þeirri trú að nauðsynlegt sé að fara á næsta pósthús til að sækja sendinguna en Eva Dögg upplýsir fáfróðan blaðamann um að svo sé ekki. „íslendingar eru svolítið á eftir í netverslun. Þeir hafa ekki áttað sig á hve þægilegt það er að losna við hlaupin og umstangið sem fylgir því að fara út í búð, svo ekki sé minnst á að losna við ys, þys og barnagrát. Hægt er að fá vörurnar heim að dyrum t.d. hraðsendingu samdægurs, flugfrakt eða póstkröfu. Þegar viðtalið er tekið hefur netverslunin einungis verið opin í rúmlega tvær vikur. Þrátt fyrir takmarkað- ar auglýsingar í fjölmiðlum hafa þrjátíu þúsund manns komið inn á vefinn og nokk- ur hundruð skráð sig í net- klúbb verslunarinnar. „Ég hef fengið mjög sterk við- brögð, fólk sendir mér alls kyns athugasemdir sem koma að góðum notum". Eva Dögg þekkir greini- lega hvern krók og kima í heimi viðskiptanna og er á réttri hillu í lífinu þótt marg- ir hafa eflaust reiknað með að hún legði leiklistina fyrir sig. Eva Dögg er dóttir ást- sælustu grínleikkonu þjóðar- innar, Eddu Björgvinsdótt- ur, og Sigurgeirs Guð- mundssonar skólastjóra. Hún ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, leikar- anum góðkunna Gísla Rún- ari Jónssyni. Eva Dögg á eina alsystur, Margréti Ýrr, sem stundar nám við Háskólann, Björgvin Franz, hálfbróðir Evu Daggar stundar nám í Leiklistar- skólanum og Róbert Ólíver, yngsti bróðir hennar ,hefur sýnt góð tilþrif í leiklistinni og mun væntanlega feta sömu braut og aðrir fjöl- skyldumeðlimir. Hefur þú aldrei verið á leiðinni í leiklistina? „Nei, mér fannst þetta aldrei neitt spennandi heim- ur. Ég passaði bróður minn mikið á meðan mamma og pabbi voru að leika og stundum var ég pínd til að leika hlutverk fyrir þau, í sjónvarpi og kvikmyndum. Það varð til þess að aldi ekki þessa braut. Ég hef ailtaf verið mjög ólík foreldrum mínum, ég var algjör pjatt- rófa á meðan þau voru hipp- ar. Ég er jarðbundin að eðl- isfari og hef það trúlega frá Sigurgeiri pabba. I dag finnst mér mjög gaman að fara í leikhús og við erum samrýnd fjölskylda þrátt fyr- ir að vera jafnólík og við erum. Ég held að ég fái út- rás fyrir athyglissýkina á annan hátt. Reyndar er son- ur minn búinn að tilkynna mér að hann ætli að verða leikari eins og amma og afi. Hann ætlar ekki að verða innkaupastúlka eins og mamma." Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.